Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 31

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 31
 31 9. mál. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um sóknarnefndir nr. 732/1998, starfsreglum um presta nr. 735/1998 o.fl. Um er að ræða málsmeðferð þegar söfnuður óskar eftir að prestsembætti sé auglýst að liðnum fimm ára skipunartíma. Starfsreglur þessar voru birtar í B–deild Stjórnartíðinda og gefnar út á vef kirkjunnar. 10. mál. Þingsályktun um skipun nefndar til að endurskoða stöðu prestsembætta á vegum Þjóðkirkjunnar í sérþjónustu Kirkjuþing 2007 felur Kirkjuráði að meta þörf og gera úttekt á prestsþjónustu við Íslendinga á erlendri grund og semja heildstæða stefnumótun um þá þjónustu. Þá verði sérþjónustuþörf kirkjunnar innanlands metin og gerðar tillögur um framtíðarskipan hennar þar sem hugað verði sérstaklega að samstarfi sérþjónustupresta við presta og starfsfólk safnaðanna. Einnig verði hugað að samræmdri yfirstjórn embættanna á vegum Biskupsstofu og gerð sérstakra þjónustu- og samstarfssamninga við stofnanir og félagasamtök þar sem það á við. Kirkjuráð skili niðurstöðum til Kirkjuþings 2008. Fram kom að heiti málsins var ekki í samræmi við ályktunina og því var talið rétt að leiðrétta heiti málsins sem verði birt í Gerðum Kirkjuþings þannig: Þingsályktun um endurskoðun á stöðu prestsembætta í sérþjónustu á vegum Þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð samþykkti að fela nefnd um kærleiks- og sérþjónustu þessa þingsályktun til umfjöllunar. Upplýsingar um skipan nefndarinnar koma fram fyrr í skýrslunni. Vísað er til umfjöllunar um 7. mál Kirkjuþings 2008. 11. mál. Þingsályktun um skipun nefndar til að endurskoða stöðu og starfshætti Fjölskylduþjónustu kirkjunnar Kirkjuþing 2007 ályktaði að fela Kirkjuráði að skipa þrigga manna starfshóp til að meta stöðu og starfshætti Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Skoðað skyldi sérstaklega hvernig efla megi þjónustuna við landsbyggðarfólk. Kirkjuráð samþykkti að skipa Sæmund Hafsteinsson, sálfræðing og félagsmálastjóra Hafnarfjarðarbæjar, sem formann starfshópsins; sr. Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest í Heydalaprestakalli, Austfjarðaprófastsdæmi og kirkjuþingsfulltrúa; og sr. Elínborgu Gísladóttur, sóknarprest í Grindavíkurprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Nefndin hefur skilað skýrslu til Kirkjuráðs sem fylgir skýrslu þessari ásamt athugasemdum frá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. 12. mál. Þingsályktun um skipun nefndar til að endurskoða og efla upplýsinga- og almannatengsl á vegum Þjóðkirkjunnar og samband kirkju og fjölmiðla Kirkjuþing 2007 ályktaði að fela Kirkjuráði að skipa nefnd til að endurskoða og efla upplýsinga- og almannatengsl á vegum Þjóðkirkjunnar og samband kirkju og fjölmiðla. Nefndin skyldi m.a. skipuð fólki með þekkingu á almannatengslum, fjölmiðlun og starfi kirkjunnar. Kirkjuráð samþykkti að skipa í nefndina Birgi Guðmundsson, fjölmiðlafræðing við Háskólann á Akureyri, sem jafnframt verði formaður; sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknar-

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.