Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 32

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 32
 32 prest í Akureyrarprestakalli; og Málfríði Finnbogadóttur, framkvæmdastjóra Ferðaþjón- ustunnar á Hólum. Málið er í vinnslu. 13. mál. Málið var dregið til baka (málið fjallaði um að sóknarprestar sitji í sóknarnefnd) 14. mál. Þingsályktun um sálmabók og handbók Þjóðkirkjunnar Kirkjuþing 2007 ályktar að beina því til Kirkjuráðs að gerð verði heildaráætlun vegna undirbúnings og útgáfu nýrrar sálmabókar og handbókar Þjóðkirkjunnar og að tryggt verði til þess nægilegt fjámagn. Kirkjuráð samþykkti að vísa málinu til biskups Íslands og er það til vinnslu þar. Drög að áætlun hafa verið unnin. 15. mál. Málið var dregið til baka (varðaði staðfesta samvist) 16. mál. Þingsályktun um skipun starfshóps til að meta menntun og kröfur til guðfræðikandídata og djáknanema Kirkjuþing 2007 ályktar að fela Kirkjuráði að skipa starfshóp í samráði við guðfræðideild Háskóla Íslands, sem fjalli um nám og starfsþjálfun þeirra, sem vilja hljóta vígslu til þjónustu innan Þjóðkirkjunnar. Starfshópur á vegum biskups og guðfræðideildar, sem í eru dr. Hjalti Hugason, forseti guðfræðideildar; sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor; og sr. Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari, hefur unnið að útfærslu á samningi við guðfræðideild um starfsþjálfun. Auk þess hefur verið unnið að endurskoðun á starfsþjálfun djáknanema undir forystu Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna og verkefnastjóra á Biskupsstofu. Kirkjuráð samþykkti að óska eftir því að þeir sem að ofan greinir héldu áfram þeirri vinnu í starfshópi sem skipaður verði. Í hópinn voru skipuð til viðbótar þau dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og Svala Thomsen djákni. Að beiðni forseta guðfræðideildar var umræðu um nám í guðfræði og djáknafræðum frestað um sinn, þar sem mikil endurskoðun ætti sér stað um gjörvallt nám í Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að sú endurskoðun verði að mestu komin til framkvæmda um næstu áramót og því ekkert lengur til fyrirstöðu að hefja viðræður um guðfræði- og djáknanám. 17. mál. Starfsreglur um prestssetur Starfsreglur þessar voru birtar í B-deild stjórnartíðinda og gefnar út á vef kirkjunnar. Samkvæmt 3. gr. starfsreglna um prestssetur skipar Kirkjuráð stjórn prestssetra og hefur verið greint frá því hverjir sitji í stjórninni fyrr í skýrslu þessari. Vísað er til umfjöllunar í skýrslu þessari um fasteignir Kirkjumálasjóðs. 18. mál. Þingsályktun um að skipaður verði starfshópur um mótun umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar Kirkjuþing 2007 ályktar að fela Kirkjuráði að skipa starfshóp sem móti umhverfisstefnu er verði leiðarljós í umhverfisstarfi í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Áliti verði skilað til Kirkjuþings 2008.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.