Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 37

Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 37
 37 16. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar um skiptingu jarðarinnar Mosfells, Kjalarnessprófastsdæmi Kirkjuráð óskar heimildar Kirkjuþings til breytingar á jörðinni Mosfelli í Mosfellsbæ, þannig að prestssetrið verði eftirleiðis íbúðarhúsið – prestsbústaðurinn – ásamt landspildu. Þykir eðlilegt, með hliðsjón af staðsetningu jarðarinnar á höfuðborgarsvæðinu að samræma fyrirkomulag á Mosfelli, öðrum sambærilegum prestssetrum í þéttbýli og breyta skyldum og ábyrgð á jarðarumsýslunni. IV. Lög og reglur Eins og áður hefur komið fram í skýrslu þessari voru ýmsar starfsreglur samþykktar á Kirkjuþingi 2007. Þær eru, ásamt öðrum gildandi réttarheimildum, birtar á vef kirkjunnar, kirkjan.is. Áður hefur verið minnst á endurskoðun laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Gert er ráð fyrir að aðgengi að lagagögnum kirkjunnar á vef hennar verði endurskoðað og bætt til muna þegar nýr vefur kirkjunnar verður tekinn í notkun í októbermánuði 2008. Sérstaklega verður lögð áhersla á að auðvelda útprentun gagnanna. Áður hefur verið greint frá breytingum á lögum um staðfesta samvist. V. Fjármál Fjárhagsáætlanir og úthlutun Kirkjuráð samþykkti í desembermánuði 2007 fjárhagsáætlanir Kirkjumálasjóðs og úthlutaði úr Jöfnunarsjóði sókna og Kirkjumálasjóði fyrir árið 2008. Veitt var fé til verkefna sem lögmælt eru, verkefna samkvæmt samþykktum Kirkjuþings og verkefna samkvæmt sérstökum ákvörðunum Kirkjuráðs. Að vanda var úthlutað styrkjum til ýmissa annarra verkefna. Þá veitir Kirkjuráð framlög til samningsbundinna verkefna, sem Þjóðkirkjan er aðili að. Má þar t.d. nefna samstarfssamning um útgáfu ritraðarinnar Kirkjur Íslands, Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, samning um Löngumýri, Sið- fræðistofnun, stofnun um fjölskyldurannsóknir, o.fl. Kirkjuráð leggur fram tillögu að þingsályktun um fjárfestingarstefnu kirkjunnar í 9. máli Kirkjuþings 2008. Þá leggur Kirkjuráð fram fjárhagsáætlun ársins 2009 fyrir framangreinda sjóði. Eins og ljóst má vera bera fjárhagsáætlanir með sér að aðhalds verður gætt í hvívetna árið 2009. Vegna hækkandi verðlags, verðbólgu og lægri tekna er ljóst að kirkjan verður að gæta aðhalds í fjármálum sínum. Ýmsum framkvæmdum verður slegið á frest eða hætt við þær og almennt verður dregið svo sem kostur er úr útgjöldum. Kirkjur Íslands Á árinu komu út í ritröðinni Kirkjur Íslands 12. bindi, Kjalarnessprófastsdæmi, en útgáfa þessi er samstarfsverkefni Biskupsstofu/Kirkjuráðs, Húsafriðunarnefndar ríkisins, Hins íslenska bókmenntafélags og Þjóðminjasafns Íslands. Aksturskostnaður prestsembætta Kirkjuráð ákvað að koma því á framfæri við Kirkjuþing að hlutast til um hækkun fjárhagsviðmiða vegna aksturskostnaðar prestsembætta á árinu 2009 í starfsreglum um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.