Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 40

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 40
 40 Í samræmi við samþykkt Kirkjuþings 2007 var 5. desember 2007 undirritaður kaup- samningur um kaup kirkjunnar á Kapellu ljóssins að Víkingabraut 775 og þremur rað- húsaíbúðum að Breiðbraut 672 á Vallarheiði. Unnið hefur verið að endurbótum á hús- næði Kirkjumálasjóðs á Vallarheiði, m.a. var rafmagni breytt til samræmis við íslenska staðla. Enn er unnið að úrlausn varðandi hljóðvist í Kapellu ljóssins en kapellan er leigð út til Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Hljóðvistin í sal kapellunnar þykir ekki heppileg fyrir kennslu og fyrirlestrahald. Til athugunar hefur verið að finna nýtt húsnæði eða byggja nýtt hús fyrir starfsemi Kirkjuhússins, sem nú er að Laugavegi 31, Reykjavík. Öll áform um þetta hafa þó verið lögð á hilluna í bili vegna óhagstæðra ytri skilyrða í efnahagsumhverfinu. Skálholt Unnið hefur verið að undirbúningi viðbyggingar við Skálholtsskóla fyrir sýningarskála, móttöku- og ráðstefnusal og bókhlöðu, eins og fram kom í síðustu skýrslu Kirkjuráðs. Unnið hefur verið að hönnun viðbyggingarinnar og gerð byggingarteikninga á tímabilinu og er verkefnið tilbúið til útboðs. Kostnaðaráætlun hefur hækkað vegna mikillar hækkunar á byggingavísitölu. Auk þess er fjármögnun ekki fyllilega tryggð eins og fyrr greinir og þykir því eðlilegt að bíða með útboð verksins uns aðstæður batna. Minnt er á að íslenska ríkið tekur þátt í verkefninu með því að leggja fram 48 millj. kr. á átta árum. Eins og áður hefur komið fram hefur verið unnið að gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir sumarhúsabyggð á Borgarhólum í landi Skálholts. Gert er ráð fyrir um 90 lóðum og er tillagan ennþá til meðferðar hjá skipulagsyfirvöldum. Öllum áformum um úthlutun lóða hefur þó verið slegið á frest. Þinglýsingar Unnið hefur verið áfram að þinglýsingum fasteigna kirkjunnar á Kirkjumálasjóð og má telja að búið sé að þinglýsa flestum eignunum. Eins og ljóst má vera hafa ýmis álita- og vandamál komið upp sem unnið er að lausn á. Kirkjuráð lét kanna hvernig þinglýsingum kirkna er háttað. Í ljós kom að það er með ýmsu móti og sumstaðar eru kirkjur ekki skráðar í landsskrá fasteigna. Kirkjuráð telur nauðsynlegt að allar kirkjur, sem þjóðkirkjusóknir hafa umsjón og fjárhald fyrir séu skráðar sem eign Þjóðkirkjunnar/viðkomandi sóknar í landsskrá fasteigna með samræmdum hætti. Kirkjuráð ályktaði að beina þeim tilmælum til sóknarnefna að kirkjur yrðu skráðar með tilteknum hætti. Kirkjuráð ákvað að bjóða þeim sóknum sem það kjósa aðstoð við framkvæmd þessa verks, undirbúning stofnskjala og samningagerð, samskipti við sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila eftir því sem við á. Þá ályktaði Kirkjuráð að ráða lögfræðing til að kanna stöðu mála varðandi ítök og önnur réttindi kirkna og stöðu og réttindi bændakirkna. Lögfræðingurinn skyldi jafnframt annast umsjón eða aðstoð við sóknarnefndir vegna þinglýsinga. Kaup og sala eigna Vísað er í 8. mál Kirkjuþings 2008 og greinargerð með því.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.