Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 43

Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 43
 43 Dalvík, Selfossi og á Hvammstanga var málið kynnt og lögð áhersla á að sóknarnefndir ræddu það út frá eigin aðstæðum. Víða má finna gott samstarf, svo sem milli sókna, t.d. um starf organista. Einnig eru fjölmörg dæmi um samstarf sókna við stofnanir og félagasamtök í sókninni og á svæðinu. Þá má og nefna að víða er gott samstarf milli presta, t.d. hvað varðar fræðslu, og sama á við um prófastsdæmi. Kirkjuráð veitti fé til að styrkja ákveðin samstarfsverkefni á þessu sviði. Þar er um að ræða djáknaþjónustu og verkefni á sviði eftirfylgdar, sem var 17. mál Kirkjuþings 2006. Þá má minna á samstarfssamning Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands sem að framan greinir, svo og samstarfssamning Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar og Endurmenntunar Háskóla Íslands. Á þessu starfsári, 2008-2009, er áherslan á umgjörð þjónustunnar, stjórnun og starfseiningar. Á þessu Kirkjuþingi eru mörg mál sem lúta að þessu, svo sem endurskoðun þjóðkirkjulaga, 4. mál, heildarskipan þjónustu kirkjunnar, 5. mál, samþykktir um innri málefni kirkjunnar, 6. mál, sérþjónustu kirkjunnar 7. mál og tillaga að fjárfestingarstefnu kirkjunnar, 9. mál. Einnig má nefna tillögu að stofnskrá fyrir Rannsóknarsetur í trúarbragðafræðum og guðfræði, 14. mál. X. Önnur mál Launanefnd Þjóðkirkjunnar hefur starfað að gerð tveggja kjarasamninga á árinu. Annars vegar er um að ræða samning við Félag íslenskra organista, FÍH, og hins vegar stéttarfélagið Fræðagarð (áður nefnt Útgarður). Samningsgerð er lokið. Í ár eru liðin 50 ár frá stofnun Kirkjuþings. Kirkjuráð skipaði afmælisnefnd til að undirbúa dagskrá af þessu tilefni. Í nefndina voru skipaðir Pétur Kr. Hafstein, forseti Kirkjuþings; sr. Halldór Gunnarsson, kirkjuráðsmaður; og biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sem var formaður. Til hátíðarfundar Kirkjuþings er boðið fulltrúum erlendra systurkirkna. Forseti Íslands mun ávarpa hátíðarfundinn og býður Kirkjuþingi og gestum þess til móttöku á Bessastöðum. XI. Lokaorð Kirkjuráð fjallaði um ýmis önnur mál sem unnt er að lesa um í fundargerðum ráðsins á heimasíðu kirkjunnar, kirkjan.is. Einnig skal vísað til greinargerðar framkvæmdastjóra Kirkjuráðs í Árbók kirkjunnar 2007. Þá fylgja skýrslu þessari eftirtalin gögn: a) Skýrsla þjóðmálanefndar b) Skýrsla - skoðun á skráðum og þinglýstum eignarheimildum kirkna c) Skýrsla nefndar um árangursmat í kirkjustarfi d) Skýrsla um stöðu og starfshætti Fjölskylduþjónustu kirkjunnar e) Skýrsla starfshóps um mótun umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar f) Samband kirkju og fjölmiðla, greinargerð, október 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.