Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 47

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 47
 47 samræmi við markmið frumvarpsins um aðhald í rekstrargjöldum er gert ráð fyrir 1% lækkun framlagsins frá því sem ella hefði verið, sem nemur 8 m. kr. Biskupsstofa Framlag til Biskups Íslands er 1.560,7 m. kr. að frádregnum sértekjum að fjárhæð 73 m. kr. Um er að ræða launa- og verðlagshækkanir en frumvarpið hækkar um 129 m. kr. frá fjárlögum 2008 eða um 9%. Áætlun ársins 2007 gerði ráð fyrir að reksturinn yrði hallalaus en niðurstaða var að tekjuafgangur var 4,1 m. kr. Skýringin er að hluti launabóta, vegna úrskurðar Kjararáðs í desember 2006 um hækkun launa presta aftur í tímann, kom inn á fjárlagalið ársins 2007. Rekstraráætlun ársins 2008 er enn í vinnslu. Kirkjumálasjóður 1. júlí 2007 voru lög um Prestssetrasjóð numin úr gildi og sjóðurinn sameinaður Kirkjumálasjóði frá sama tíma. Árið 2007 eru prestssetrin færð sem eign Þjóðkirkjunnar hjá Kirkjumálasjóði í samræmi við samninga við ríkið um afhendingu prestssetranna til Þjóðkirkjunnar. Þá hækkaði jafnframt lögboðið framlag tekna Kirkjumálasjóðs úr 11,3% hlutfalli af sóknargjöldum í 14,3%. Ársreikningur Kirkjumálasjóðs 2007 er sam- stæðureikningur Kirkjumálasjóðs og Prestssetrasjóðs. Í ársbyrjun 2008 voru fasteignir Skálholts ásamt skuldum fluttar yfir á Kirkjumálasjóð. Samningur um launaþjónustu vegna starfsfólks Skálholts er í gildi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2009 hækkar framlag í Kirkjumálasjóð um 13,6 % milli áranna 2008 og 2009 eða um 38,5 m. kr. Í áætlun 2009 er gert ráð fyrir að tekjur Kristnisjóðs að fjárhæð 96,7 m. kr. renni inn í Kirkjumálasjóð og 67 m. kr. af ráð- stöfunarfé Jöfnunarsjóðs sókna einnig – auk 10 m. kr. vegna starfsmanna Jöfnunarsjóðs hjá Kirkjumálasjóði. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir fór fram á fundi Kirkjuráðs í lok september. Jöfnunarsjóður sókna Lögboðið framlag í Jöfnunarsjóð sókna er reiknað sem 18,5% hlutfall af sóknargjöldum og hækkar samkvæmt frumvarpi 2009 sem nemur 13,5% frá fjárlögum 2008 eða um 22,6 m. kr. Kirkjubyggingasjóður rann inn í ábyrgðadeild Jöfnunarsjóðs sókna árið 2002. Miðað við stöðu ábyrgðadeildarinnar í árslok 2007 er heimild til ábyrgðaveitinga um 893,7 m. kr. samkvæmt ársreikningi. Veittar ábyrgðir voru á sama tíma um 270 m. kr. Í fjárhagsáætlun 2009 er gert ráð fyrir að 15% af ráðstöfunartekjum Jöfnunarsjóðs renni inn í Kirkjumálasjóð, þ.m.t. af áætluðum vaxtatekjum, eða 67 m. kr. auk 10 m. kr. vegna starfsmanna Jöfnunarsjóðs sem vistaðir eru hjá Kirkjumálasjóði. Fyrri umræða um úthlutun til sókna fór fram á fundi Kirkjuráðs í lok september, en héraðsnefndum gefst kostur á að skoða úthlutanir og gera breytingatillögur.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.