Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 53

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 53
 53 13. gr. Kirkjuráð skal kosið á fyrsta Kirkjuþingi á nýju kjörtímabili. Biskup Íslands er forseti Kirkjuráðs en Kirkjuþing setur starfsreglur um skipan Kirkjuráðs að öðru leyti, hlutfall vígðra og leikra, kosningu varaforseta og umboð kirkjuráðsmanna. 14. gr. Kirkjuráð ber ábyrgð gagnvart Kirkjuþingi. Einstökum ákvörðunum Kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjórnsýslu verður þó ekki skotið til Kirkjuþings en fjalla má um málefnið á Kirkjuþingi að frumkvæði ein- stakra kirkjuþingsmanna. 15. gr. Í samráði við forseta Kirkjuþings undirbýr Kirkjuráð fundi Kirkjuþings og fylgir eftir starfsreglum og öðrum samþykktum þess. 16. gr. Kirkjuráð hefur forræði Skálholtsstaðar samkvæmt lögum um heimild handa ríkisstjórn- inni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað. 17. gr. Kirkjuþing setur nánari ákvæði um stöðu og starfshætti Kirkjuráðs í starfsreglur. IV. kafli. Biskupsdæmið. 18. gr. Ísland er eitt biskupsdæmi. 19. gr. Biskup Íslands fer með yfirstjórn Þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum þessum og starfsreglum frá Kirkjuþingi. Hann hefur aðsetur í Reykjavík og er Biskupsstofa embættisskrifstofa hans. 20. gr. Forseti Íslands skipar biskup Íslands ótímabundið að afloknu biskupskjöri sem Kirkju- þing setur reglur um. Kjörgengur til biskupsembættis er hver guðfræðikandídat sem fullnægir skilyrðum til þess að gegna prestsembætti í Þjóðkirkjunni. Kirkjuþing getur ákveðið með samþykki 2/3 hluta þingfulltrúa að biskupskjör skuli fara fram. 21. gr. Biskup Íslands hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. Biskup Íslands skipar nefnd sér til ráðuneytis um kenningarleg málefni samkvæmt nánari ákvæðum í starfsreglum frá Kirkjuþingi.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.