Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 54

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 54
 54 22. gr. Biskup Íslands vígir presta og djákna og setur þeim vígslubréf. Heimilt er biskupi að vígja prest og djákna sem hafa verið kallaðir til þjónustu af evangelísk-lúterskum fríkirkjusöfnuðum í landinu enda liggi fyrir samkomulag um það milli biskups og safnaðarstjórnar. Biskup Íslands vígir kirkjur og vísiterar söfnuði. 23. gr. Biskup Íslands hefur ákvörðunarvald um einstök mál sem ekki heyra undir önnur stjórnvöld Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum þessum. 24. gr. Biskup Íslands hefur yfirumsjón með kirkjuaga innan Þjóðkirkjunnar og beitir sér fyrir lausn ágreiningsefna sem rísa kunna á kirkjulegum vettvangi. Biskup getur veitt þeim starfsmönnum Þjóðkirkjunnar sem lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taka til, leyfi á launum í allt að sex mánuði án samþykkis þeirra. Kirkjuþing setur nánari reglur um meðferð agabrota og lausn ágreiningsmála innan Þjóðkirkjunnar. 25. gr. Tveir biskupar skulu vera til aðstoðar biskupi Íslands með aðsetur á hinum fornu biskupsstólum, í Skálholti í Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal. Forseti Íslands skipar biskupa skv. 1. mgr. ótímabundið. Um kjörgengi þeirra gilda sömu reglur og um kjörgengi til embættis biskups Íslands, sbr. 20. gr. svo og um heimild Kirkjuþings til að ákveða biskupskjör. Kirkjuþing setur nánari reglur um kosningu biskupanna í hvoru umdæmi fyrir sig. 26. gr. Biskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa tilsjón með kristnihaldi í umdæmum sínum í umboði biskups Íslands. Þeir eru biskupi Íslands til aðstoðar um kirkjuleg málefni og annast þau biskupsverk sem hann felur þeim. Biskup Íslands kallar til biskupafundar svo oft sem þurfa þykir. Nánar skal kveðið á um biskupafund í starfsreglum frá Kirkjuþingi. Kirkjuþing setur nánari reglur um starfssvið og umdæmi biskupanna í Skálholti og á Hólum. 27. gr. Í forföllum biskups Íslands skal sá biskup í Skálholti eða á Hólum sem eldri er að biskupsvígslu kvaddur til að gegna embætti hans um stundarsakir. Nú fellur biskup Íslands frá eða lætur af embætti og skal þá sá biskup sem eldri er að biskupsvígslu gegna embætti hans þar til biskupskjör hefur farið fram og nýr biskup Íslands hefur fengið skipun í embætti sitt. Verði biskup Íslands vanhæfur til meðferðar einstaks máls sem undir hann ber að lögum skal sá biskup sem eldri er að biskupsvígslu fara með málið nema biskup Íslands eigi sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Séu báðir biskuparnir vanhæfir til að

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.