Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 57

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 57
 57 Nánari ákvæði um val á sóknarpresti og presti samkvæmt 3. mgr. 34. gr., m.a. um skilyrði til almennra kosninga, setur Kirkjuþing í starfsreglur. 37. gr. Biskup Íslands veitir þeim embætti sóknarprests eða annars prests skv. 3. mgr. 34. gr. sem valinn hefur verið eða kosinn en ákvarðar að öðrum kosti veitingu. Nánari ákvæði um veitingu prestsembætta setur Kirkjuþing í starfsreglur. Skipað skal í embætti sóknarprests eða annars prests skv. 3. mgr. 34. gr. til fimm ára, sbr. 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hinu sama gegnir um embætti héraðsprests. Biskup Íslands skal tilkynna presti eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Komi fram rökstudd tillaga í prestakallinu um að embætti skuli auglýst laust til umsóknar skal með tillöguna farið eftir starfsreglum sem Kirkjuþing setur. 38. gr. Hafi enginn sótt um embætti er biskupi Íslands heimilt að setja prest í embættið í allt að eitt ár. Embættið skal auglýst að nýju að setningartíma loknum. 39. gr. Biskup Íslands útnefnir prófasta úr hópi þjónandi presta prófastsdæmisins. Prófastar eru fulltrúar biskups Íslands í prófastsdæmum og trúnaðarmenn hans og hafa í umboði biskups almenna tilsjón með kirkjulegu starfi. Biskup Íslands getur útnefnt prófasta til að hafa umsjón með tilteknum þáttum kirkjulegrar þjónustu. Kirkjuþing setur starfsreglur um umdæmi prófasta, skipan þeirra, starfsskyldur og um rekstrarkostnað embætta þeirra. 40. gr. Djákni Þjóðkirkjunnar er hver sá sem á grundvelli köllunar og vígslu gegnir fastri djáknaþjónustu í Þjóðkirkjunni eða starfar á vegum stofnunar eða félagasamtaka með samþykki biskups Íslands. Hann lýtur tilsjón kirkjulegra stjórnvalda í kirkjulegum efnum. Til að hljóta ráðningu og vígslu sem djákni þarf hlutaðeigandi að hafa lokið viðeigandi prófi frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands eða sambærilegu prófi frá annarri menntastofnun. Biskup Íslands getur leitað umsagnar Háskóla Íslands um slíkar stofnanir og próf frá þeim. Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um ráðningu, starfsþjálfun og þjónustu djákna. VII. kafli. Prestastefna. 41. gr. Biskup Íslands boðar til almennrar prestastefnu og er forseti hennar. Á Prestastefnu eiga setu- og atkvæðisrétt biskuparnir í Skálholti og á Hólum og allir þjónandi prestar skv. 33. gr., djáknar í föstu starfi, fastir kennarar við guðfræði- og trúar-

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.