Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 59

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 59
 59 Fjölgi þeim sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 skal ríkið greiða laun eins prests til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki þeim sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 lækkar tala starfandi presta í 1. mgr. um einn. Sama á við um frekari fækkun. Fjölgi prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., skal ríkið greiða laun eins starfsmanns á Biskupsstofu til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., lækkar tala starfsmanna á Biskupsstofu um einn. Sama á við um frekari fækkun. Um greiðslu launa til framangreindra starfsmanna Þjóðkirkjunnar fer eftir lögum nr. 47/2006 um kjararáð eða lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna með áorðnum breytingum, eftir því sem við getur átt. Launagreiðslur annarra starfsmanna Þjóðkirkjunnar eru ríkinu óviðkomandi. 48. gr. Þeir starfsmenn Þjóðkirkjunnar sem þiggja laun úr ríkissjóði, sbr. 47. gr., njóta réttinda og bera skyldur sem opinberir starfsmenn eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, svo og öðrum lögum er kveða á um réttarstöðu opinberra starfsmanna. Kirkjuþing setur nánari ákvæði um réttarstöðu starfsmanna Þjóðkirkjunnar í starfsreglur. IX. kafli. Gildistaka o.fl. 49. gr. Kirkjuþingi er heimilt að setja starfsreglur um önnur málefni Þjóðkirkjunnar en lög þessi taka til enda sé þess gætt að þær séu ekki í andstöðu við önnur lög um trúarleg og kirkjuleg málefni. 50. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2010. 51. gr. Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar með áorðnum breytingum, lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993, lög nr. 36/1931 um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra með áorðnum breytingum og lög nr. 9/1882 um leysing á sóknarbandi með áorðnum breytingum.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.