Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 62

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 62
 62 að mjög náin tengsl eru milli ríkisvaldsins og Þjóðkirkjunnar. Hún er eftir sem áður sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili, sem getur borið, og ber, réttindi og skyldur að lögum. Þjóðkirkjan og stofnanir hennar geta því m.a. átt eignir sem njóta m.a. fullrar verndar 67. gr. stjórnarskrárinnar og verða eigi af þeim teknar nema ströngum skilyrðum þeirrar greinar sé fullnægt, enda komi þá ætíð fullt verð fyrir eins og þar er mælt fyrir um. Þegar talað er um íslensku þjóðkirkjuna sem stofnun er hafi a.m.k. nokkurt sjálfstæði eftir lögum og venju og verði eigi talin sem hver annar angi ríkisvaldsins verður að minnast þess að hugtakið þjóðkirkja verður ekki til hér á landi fyrr en með tilkomu stjórn- arskrárinnar frá 1874, en fyrirmynd viðkomandi ákvæðis var hliðstætt ákvæði í grund- vallarlögunum dönsku.“ IV. Svo sem áður er fram komið er að því stefnt með þessu frumvarpi að einfalda almenna löggjöf um Þjóðkirkjuna og færa ábyrgð og ákvarðanatöku í þeim efnum í enn ríkara mæli til Kirkjuþings en gert var fyrir rúmum áratug með lögum nr. 78/1997. Frumvarpið er í níu köflum. Í I. kafla er fjallað um skilgreiningu á stöðu Þjóðkirkjunnar og réttarstöðu hennar gagnvart ríkisvaldinu. Þá þykir rétt að víkja strax í II. kafla að Kirkjuþingi sem ætlað er að fara með æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar og marka henni stefnu með starfsreglum og öðrum samþykktum. Í III. kafla eru ákvæði um Kirkjuráð sem fer með framkvæmdarvald í málum kirkjunnar og ber ábyrgð gagnvart Kirkjuþingi. IV. kafli fjallar um biskupsdæmið sem er eitt hér á landi og biskups- þjónustuna sem biskup Íslands hefur á hendi með aðstoð biskupanna í Skálholti og á Hólum. Í V. kafla eru ákvæði um sóknir, prestaköll og kirkjustjórn í héraði. Þá er í VI. kafla vikið að prestum próföstum og djáknum og veitingu embætta þeirra og verkaskiptingu. VII. kafli er um Prestastefnu og VIII. kafli um eignarrétt, fjármál Þjóðkirkjunnar, launagreiðslur og réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar. Loks eru í IX. kafla ákvæði um gildistöku og brottfelld lög auk almennrar heimildar til handa Kirkjuþingi að setja starfsreglur um önnur málefni Þjóðkirkjunnar en þetta frumvarp tekur til. Lagt er til að heiti laganna verði Þjóðkirkjulög. Þótt ekki sé með þessu frumvarpi stefnt að umbyltingu á stjórnkerfi Þjóðkirkjunnar og starfsemi hennar eru meðal ákvæða þess ýmis nýmæli sem leiða til breytinga á starfsháttum og ákvarðanatöku. Í 3. mgr. 2. gr. er svo að orði kveðið að Þjóðkirkjunni beri að tryggja að allir landsmenn geti átt kost á kirkjulegri þjónustu. Þjóðkirkjan hefur jafnan leitast við að uppfylla þetta heit en mikilvægt er að árétta að auknu sjálfstæði Þjóðkirkjunnar fylgi rík ábyrgð í þessu efni. Í 3. gr. eru tekin af tvímæli um að stjórn- sýslulög og upplýsingalög gildi um alla stjórnsýslu kirkjunnar eftir því sem við á. Í 7. gr. er lögð til sú grundvallarbreyting að Kirkjuþingi verði fengið æðsta vald í fjármálum Þjóðkirkjunnar en Kirkjuþing setji nánari ákvæði í starfsreglur um tilhögun þessa fjárstjórnarvalds. Í 8. gr eru valdi Kirkjuþings um kenningarleg málefni settar þær skorður að samstaða verði að nást milli þingsins og biskups Íslands um þennan grund- vallarþátt í tilveru Þjóðkirkjunnar. Með 11. gr. eru ákvæði um ábyrgð forseta Kirkjuþings á starfsemi þingsins, undirbúningi þess og eftirfylgd skerpt og skuli hann annast birtingu

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.