Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 63

Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 63
 63 starfsreglna frá Kirkjuþingi og aðrar réttarskapandi ákvarðanir þess. Í 13. gr. er Kirkjuþingi fengið ákvörðunarvald um skipan Kirkjuráðs og umboð kirkjuráðsmanna að öðru leyti en því er varðar setu biskups Íslands í ráðinu og forsæti hans. Þá skuli vera ótvírætt að Kirkjuráð beri ábyrgð gagnvart Kirkjuþingi, sbr. 14. gr. Í 20. gr. og 25. gr. er lagt til að biskup Íslands og biskuparnir í Skálholti og á Hólum verði skipaðir ótímabundið í embætti í stað fimm ára samkvæmt 23. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá er lagt til í 26. gr. að í stað embættisheitisins vígslubiskup verði tveir síðarnefndu biskuparnir kenndir við hina fornu biskupsstóla án þess þó að vald- og verksviði þeirra verði breytt enda er eitt biskupsdæmi á Íslandi. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd Þjóðkirkjunnar verði lagðar niður og Kirkjuþing setji nýjar starfsreglur um meðferð agabrota og lausn ágreiningsmála innan Þjóðkirkjunnar, sbr. 24. gr. Biskup Íslands fái þar að auki ákveðið úrræði þegar sérstaklega stendur á og nauðsyn ber til að bregðast við vegna ásakana eða brota í starfi, einkum af siðferðilegum toga, þ.e. heimild til að setja starfsmenn Þjóðkirkjunnar í launað leyfi í allt að sex mánuði án samþykkis þeirra. Í 27. gr. eru sett skýrari ákvæði en nú er að finna í lögum um staðgöngu vegna vanhæfis biskups Íslands til meðferðar einstaks máls. Þá er lagt til í frumvarpinu að lög nr. 36/1931 um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra verði felld úr gildi. Efnisatriði þeirra um rekstrarkostnað embætta presta og prófasta og löggiltar embættisbækur eru flutt í frumvarpið, 2. mgr. 33. gr., 2. mgr. 34. gr. og 2. mgr. 39. gr. Þá verði Kirkjuþingi ætlað að setja gjaldskrá um aukaverk presta í stað kirkjumálaráðherra, sbr. 6. mgr. 34. gr. Lagt er til að lög nr. 9/1882 um leysing á sóknarbandi verði felld úr gildi og Kirkjuþingi fengið vald til að kveða á um þau efni í starfsreglum, sbr. 5. mgr. 29. gr. Þá er í 6. mgr. sömu greinar gert ráð fyrir því að Kirkjuþing setji starfsreglur um samráðsvettvang leikmanna en sérstakt ákvæði um leikmannastefnu í 58. gr. núgildandi laga falli brott. Í 37. gr. frumvarpsins er kveðið á um að biskup Íslands geti veitt prestsembætti að eigin ákvörðun ef ekki fæst niðurstaða í valnefnd eða með kosningu. Þá geti hann ákveðið að auglýsa embætti laust til umsóknar að fimm ára skipunartíma liðnum, svo sem ráð er fyrir gert um veitingarvaldshafa í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þótt engin tillaga hafi komið fram um það í prestakalli. Í 44. gr. er lagt til að þær kirkjur og kirknaeignir í umsjá aðila innan Þjóðkirkjunnar sem þinglýstar eignarheimildir ná ekki til verði lýstar eign Þjóðkirkjunnar og viðkomandi sóknar í lögum. Þá verði skýrlega kveðið á um að engar kirkjur eða kirknaeignir verði látnar af hendi nema biskup Íslands, Kirkjuþing og viðkomandi sókn samþykki. Myndi það eiga við um þessar eignir óháð því hvort þinglýstar eignarheimildir eru fyrir hendi eða ekki. Loks er í 49.gr. almenn heimild fyrir Kirkjuþing til að setja starfsreglur um önnur málefni Þjóðkirkjunnar en frumvarpið tekur til enda verði þess gætt að þær séu ekki í andstöðu við lög um trúarleg og kirkjuleg málefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.