Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 65

Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 65
 65 Um 5. gr. Í 1. mgr. er áréttað að skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í Þjóðkirkjuna veiti aðild að henni svo sem verið hefur. Í 2. mgr. er vísað til 8. gr. og 9. gr. laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög sem kveða á um aðild að skráðu trúfélagi, inngöngu í það og úrsögn úr því og Þjóðkirkjunni. Rétt þykir að tengja skráningu í Þjóðkirkjuna og úrsögn úr henni við þessi lagaákvæði sem geyma efnisreglur um verklega framkvæmd. Ákvæði 3. mgr. er samhljóða 2. mgr. 4. gr. núgildandi laga. Um 6. gr. Með setningu núgildandi þjóðkirkjulaga var lögð á það áhersla að marka Kirkjuþingi stöðu sem æðsta stjórnvaldi innan Þjóðkirkjunnar og auka valdsvið þess frá því sem verið hafði. Með þessari grein og öðrum ákvæðum frumvarpsins er haldið áfram á þeirri braut og að því stefnt að Kirkjuþingið fái í mjög auknum mæli heimildir til að kveða á um stefnu, skipulag og innri málefni Þjóðkirkjunnar. Þessu valdi verða þó sett takmörk eins og áður, sbr. 8. gr., 2. mgr. 14. gr. og 42. gr. frv. Um 7. gr. Hér er lagt til að Kirkjuþing fari með æðsta vald í fjármálum Þjóðkirkjunnar og geti þannig ákveðið skiptingu þess fjár sem til ráðstöfunar er á hverjum tíma. Kirkjuþing hefur vissulega mikið um fjármál Þjóðkirkjunnar að segja nú þegar, m.a. með ákvörðunum sínum um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma og með ákvörðunum um kaup og sölu fasteigna og um fjárfrek verkefni. Engu að síður eru ákvarðanir um ráðstöfun fjár til einstakra verkefna oft á hendi Kirkjuráðs án þess að Kirkjuþing fái nokkru um það breytt. Rétt þykir að skerpa að þessu leyti skil milli Kirkjuþings og Kirkjuráðs sem fer með framkvæmdavald innan Þjóðkirkjunnar í umboði þingsins. Þykir eðlilegt að hliðstæður háttur verði hér hafður á og er í samskiptum löggjafarvalds í landinu við framkvæmdavaldið. Ef þessi leið er farin þarf til samræmis að breyta ákvæðum laga nr. 35/1970 um Kristnisjóð o.fl. laga nr. 138/1993 um Kirkjumálasjóð og II. kafla laga nr. 91/1987 um sóknargöld o.fl. að því er varðar Jöfnunarsjóð sókna, sbr. athugasemd við 46. gr. frv. Um 8. gr. Í. 1. mgr. greinarinnar er ákvæði efnislega samhljóða 3. mgr. 20. gr. núgildandi laga en kenningarleg málefni lúta að kenningu kirkjunnar og játningum, guðsþjónustuhaldi, predikun, helgisiðum og sakramentum hennar. Í 2. mgr. er lagt til að valdi Kirkjuþings til að afgreiða samþykktir um kenningarleg málefni verði settar þær skorður að samráð þurfi um niðurstöðu við biskup Íslands sem hefur tilsjón með kristnihaldi og kenningu kirkjunnar skv. núgildandi lögum og 21. gr. frv. Eðlilegt er að um svo veigamikinn þátt í tilverugrundvelli Þjóðkirkjunnar náist samstaða með samræðu þeirra sem veita kirkjunni forystu. Með því er tekið tillit til ábyrgðar biskups gagnvart kenningu kirkjunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.