Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 68

Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 68
 68 sérstakar og knýjandi aðstæður. Gert er ráð fyrir því að Kirkjuþing setji sérstakar reglur um málsmeðferð vegna þessa í þingsköp. Um 21. gr. Um tilsjónarvald biskups og kenningarnefnd er nú mælt fyrir í 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. og 14. gr. núgildandi laga. Rétt þykir að hafa í einni grein þessi ákvæði er lúta að kristnihaldi og kenningu Þjóðkirkjunnar. Um 22. gr. Greinin er efnislega samhljóða 2. og 3. mgr. 10. gr. núgildandi laga en því er þó bætt við að biskup vísiteri söfnuði eins og tíðkast hefur um aldir. Þá er lagt til að samkomulag liggi fyrir við evangelísk-lúterska fríkirkjusöfnuði áður en biskup Íslands vígir til prestsembættis eða djáknaþjónustu einstaklinga sem hafa verið kallaðir til þjónustu af þeim. Um 23. gr. Efnisákvæði í þessari grein koma fram í 10. gr. núgildandi laga. Ákvæði um tilsjón biskups Íslands með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu er hins vegar flutt í 21. gr. frv. og ákvæði um forsæti biskups í Kirkjuráði er flutt í þann kafla er fjallar um Kirkjuráð, sbr. 13. gr. frv. Um 24. gr. Ákvæði um yfirumsjón biskups Íslands með kirkjuaga innan Þjóðkirkjunnar er að finna í 11. gr. núgildandi laga. Í þessu frumvarpi er lagt til að ákvæði 12. og 13. gr. laganna um úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd verð felld brott en þau úrræði sem þar er mælt fyrir um þykja ekki hafa gefið góða raun auk þess sem þau hafa verið afar kostnaðarsöm. Rétt þykir að Kirkjuþing finni aga- og ágreiningsmálum innan Þjóðkirkjunnar farveg eftir því sem þingið kýs, sbr. 3. mgr., en ákvæði um meðferð ágreiningsmála er nú þegar að finna í starfsreglum um prófasta og vígslubiskupa. Þess utan er hin almenna dómstólaleið í landinu að sjálfsögðu opin til að leysa úr ágreiningsmálum innan Þjóðkirkjunnar eftir því sem við getur átt. Í 2. mgr. er lagt til að biskupi Íslands verði fengið í hendur ákveðið úrræði þegar sérstaklega stendur á og nauðsyn ber til að bregðast við vegna brota eða ávirðinga í starfi, einkum af siðferðilegum toga, þ.e. heimild til að setja starfsmenn Þjóðkirkjunnar í launað leyfi í allt að sex mánuði án samþykkis þeirra. Ákvæði þetta þykir ekki of íþyngjandi fyrir starfsmenn Þjóðkirkjunnar en nauðsynlegt getur verið að bregðast við með þessum hætti í einstökum tilvikum vegna starfsheiðurs kirkjunnar og þeirrar nauðsynjar að um störf hennar og starfsmenn ríki friður í þjóðfélaginu. Um 25. gr. Greinin er efnislega samhljóða 16. og 17. gr. núgildandi laga en þó þykir skýrara að hafa ákvæði um verkefni þessara biskupa og stöðu í biskupsdæminu í sérstakri grein, sjá 26. gr. frv. Í 2. mgr. er lagt til að skipun biskupanna í Skálholti og á Hólum í embætti verði ótímabundin eins og skipun biskups Íslands með sömu rökum og fram eru færð í athuga- semdum við 20. gr. frv.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.