Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 73

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 73
 73 eign Þjóðkirkjunnar og viðkomandi sóknar en nánari afmörkun þessara eigna hlítir reglum eignarréttarins. Nýleg úttekt á þinglýsingum sýnir að samræma þurfi með hvaða hætti þinglýsingum þessara eigna er háttað. Til þess þarf atbeina þeirra sem hlut eiga að máli. Rétt þykir jafnframt að slá þann varnagla í lögum að kirkjur og kirknaeignir verði ekki veðsettar eða af hendi látnar nema biskup Íslands, viðkomandi sókn og Kirkjuþing samþykki en í mörgum tilvikum er engum þinglýstum eignarheimildum til að dreifa. Ákvæði þetta tekur að sjálfsögðu ekki til svonefndra bændakirkna í eigu ein- staklinga þótt þeir séu skráðir innan Þjóðkirkjunnar. Þá tekur ákvæðið ekki heldur til kirkna í eigu ríkisins. Um 45. gr. Greinin er samhljóða 1. mgr. 3. gr. núgildandi laga, sbr. lög nr. 82/2007, en rétt þykir að skipa þessu ákvæði í VIII. kafla um eignarrétt, fjármál Þjóðkirkjunnar o.fl. Um 46. gr. Greinin er nýmæli. Til samræmis við 7. gr. frv. um fjárstjórnarvald Kirkjuþings þarf að breyta ákvæðum laga nr. 35/1970 um Kristnisjóð o.fl., laga nr. 138/1993 um Kirkjumálasjóð og II. kafla laga nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. að því er varðar Jöfnunarsjóð sókna. Í þessum lögum er mælt fyrir um að þessir sjóðir séu í umsjá Kirkjuráðs og skuli fjárhagsáætlun Kristnisjóðs samþykkt af dóms- og kirkju- málaráðuneytinu en fjárhagsáætlanir Kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna skuli kynntar ráðuneytinu og Kirkjuþingi. Rétt þykir að mæla svo um í lögum að Þjóðkirkjan fari með stjórn sjóðanna og Kirkjuþing kveði á um nánari tilhögun þess í starfsreglum. Um 47. gr. Greinin er efnislega samhljóða 60. gr. núgildandi laga sem var sett til samræmis við samkomulag ríkisins og Þjóðkirkjunnar í janúar 1997 um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar. Um 48. gr. Greinin er efnislega samhljóða 61. gr. núgildandi laga. Áréttað skal að ákvæðið mælir einungis fyrir um meginstefnu en Kirkjuþing verður síðan að setja nánari ákvæði um réttarstöðu starfsmanna Þjóðkirkjunnar í starfsreglur. Um 49. gr. Í 2. mgr. 59. gr. núgildandi laga er Kirkjuþingi heimilað að setja reglur um tiltekna þætti kirkjustarfsins sem ekki er fjallað um í þeim almennu reglum um starfsmenn Þjóð- kirkjunnar og stjórnun og starfshætti kirkjunnar er þingið setur á grundvelli laganna. Í athugasemdum með þessari grein var sagt að þessum reglum væri ætlað að hafa bindandi gildi innan Þjóðkirkjunnar. Ætlast væri til þess að reglur af þessu tagi yrðu settar um kirkjuleg málefni og gætu þær e.t.v. smám saman tekið að nokkru leyti við hlutverki eiginlegrar löggjafar um starfsemi Þjóðkirkjunnar. Þetta ákvæði þykir ekki nægilega skýrt og því er lagt til að Kirkjuþing fái almenna heimild til að setja starfsreglur um önnur málefni Þjóðkirkjunnar en frumvarpið tekur til enda verði þess gætt að þær séu ekki í andstöðu við lög um trúarleg og kirkjuleg málefni. Sem dæmi má nefna starfsreglur um staðfestingu stofnskráa og endurskoðun reikninga á vegum Þjóðkirkjunnar. Slík víðtæk

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.