Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 79

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 79
 79 9. mál - Þingsályktun um fjárfestingarstefnu Þjóðkirkjunnar Flutt af Kirkjuráði Frsm. Jóhann E. Björnsson Kirkjuþing 2008 samþykkir eftirfarandi fjárfestingarstefnu Þjóðkirkjunnar og felur Kirkjuráði að fylgja eftir framkvæmd hennar. Fjárfestingarstefna Þjóðkirkjunnar Markmiðið með fjárfestingum Þjóðkirkjunnar er að styrkja og efla starf kirkjunnar um land allt. Þjóðkirkjan leggur áherslu á að tryggja bestu ávöxtun fjármuna sinna, með eins lítilli áhættu og kostur er á hverjum tíma og meti fjárfestingarkosti í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar og kristinna siðgilda. Fjármunir skulu einkum ávaxtaðir hjá traustum innláns- stofnunum. Kirkjuráð leggur árlega fyrir Kirkjuþing fjárfestingastefnu á þessum grund- velli. Þjóðkirkjan á varasjóð ábyrgðardeildar Jöfnunarsjóðs sókna, sbr. reglugerð um ábyrgðir nr. 865/2001. Þjóðkirkjan byggir upp varasjóð í Kirkjumálasjóði til að mæta áföllum og skal höfuðstóll sjóðsins nema allt að árlegum tekjum hans samkvæmt lögum um Kirkjumálasjóð og Kristnisjóð. Til varasjóðsins skal renna hluti sölutekna af fasteignum og fjármagnstekna sjóða kirkjunnar samkvæmt áætlun sem Kirkjuráð leggur árlega fyrir Kirkjuþing. Þá skal og mynda í Kirkjumálasjóði sérstakt viðfangsefni til þess að stuðla að aukinni prests- og djáknaþjónustu. Kirkjuráð leggur árlega fram áætlun á Kirkjuþingi um hve stórum hluta sölutekna af fasteignum og fjármunatekjum Jöfnunarsjóðs og Kirkjumála- sjóðs skal varið til þjónustunnar. Þjóðkirkjan varðveitir kirkjur, prestssetur og aðrar eignir, sem styðja þjónustu hennar og markmið. Áhersla er lögð á að samræmis sé gætt innan landssvæða um hvar prestssetur eru lögð til embætta presta. Ávallt skal meta aðstæður og virða sérstök söguleg eða menningarleg rök.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.