Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 83

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 83
 83 13. mál - Starfsreglur um breyting á starfsreglum um presta nr. 735/1998 Flutt af Kirkjuráði Frsm. Jóhann. E. Björnsson 1. gr. Við 5. ml. 15. gr. bætist: þegar fleiri en ein sóknarnefnd á í hlut Við 15. gr. bætist ný mgr. svohljóðandi: Sé ákveðið að auglýsa embætti prests er þjóni í fleiri en einu prestakalli skulu sóknarnefndir í þeim prestaköllum velja sameiginlega níu manna valnefnd við val á presti til starfa í þeim prestaköllum. Við val á fulltrúum í þá valnefnd skal taka tillit til skiptingar á starfi prestsins og fjölda sóknarbarna í viðkomandi prestaköllum. Prófastur er formaður hinnar sameiginlegu valnefndar og gilda um störf hennar sömu reglur og um valnefndir prestakalla eins og við getur átt. Umboð sameiginlegrar valnefndar fellur niður þegar nefndin hefur lokið störfum. 2. gr. Við 17. gr. bætist nýr 3. málsliður svohljóðandi: Við val á sóknarpresti skal auk þess líta til reynslu og hæfni í stjórnunarstörfum. 3. gr. 42. gr. orðist svo: Þar sem prestar eru fleiri en einn í prestakalli skulu þeir, undir forustu sóknarprests, skipta formlega með sér verkum samkvæmt því sem nánar er getið í starfsreglum þessum. Skulu þeir gera prófasti og sóknarnefnd grein fyrir því skriflega. Prófastur hlutast til um ef þetta er ekki gert. 4. gr. 45. gr. orðist svo: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og samkomulag tekst um að hann sé í leyfi meðan á rannsókn stendur og er þá biskupi heimilt að áskilja í því samkomulagi að presturinn veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan á leyfi stendur. 5. gr. Núverandi 45. gr. verður 46. gr. Starfsreglur þessar sem settar eru með stoð í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi þegar í stað.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.