Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 85

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 85
 85 8. gr. Biskup Íslands skipar forstöðumann Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar í samráði við stjórn og telst hann vera sérþjónustuprestur. Hann skal vera viðurkenndur sérfræðingur á sviði trúarbragðafræði eða guðfræði. Forstöðumaður annast daglegan rekstur stofnunar- innar samkvæmt ákvörðun stjórnar og ákvæðum í erindisbréfi sem biskup Íslands setur honum. 9. gr. Rekstrarfé stofnunarinnar er árlegt framlag úr Kirkjumálasjóði, styrkir og tekjur af starf- semi. 10. gr. Stjórn stofnunarinnar ber ábyrgð á fjármálum hennar gagnvart Kirkjuráði og skilar ráðinu endurskoðuðum ársreikningum til staðfestingar. Stjórn og framkvæmdastjóri skila árs- skýrslu, auk rekstrar- og fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár, til umfjöllunar og samþykktar í Kirkjuráði. 11. gr. Stofnskrá þessa skal endurskoða á Kirkjuþingi 2010. 12. gr. Stofnskrá þessi er sett með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og tekur gildi þegar í stað. Viðauki: Stjórnin skal leita samninga við Háskóla Íslands þess efnis að forstöðumaður geti gegnt akademísku gestastarfi við Háskóla Íslands, sbr. verklagsreglur um akademísk gestastörf við H.Í, samanber samþykkt háskólaráðs 7. desember 2006 og 13. gr. reglna fyrir H.Í. nr. 485/2000.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.