Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 91

Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 91
 91 22. mál - Þingsályktun vegna efnahagsþrenginga Íslendinga Flutt af allsherjarnefnd Frsm. Gísli Gunnarsson Íslenska þjóðin gengur nú gegnum efnahagsþrengingar sem snerta alla með einum eða öðrum hætti. Margir hafa glatað fjármunum og óvissa er um atvinnu og efnahag heimilanna. Reiði og kvíði eru tilfinningar sem fylgja þessari óvissu. Jafnframt má víða sjá æðruleysi og samstöðu fólks á vinnustöðum og í þjóðfélaginu öllu. Þegar frá líður munu fást skýringar á þeirri atburðarás sem leiddi til þess ástands sem nú ríkir. Mikilvægt er að umræða fari fram af hreinskilni en einnig að tími sannleikans verði tími sáttargjörðar í íslensku samfélagi. Enn sem fyrr eru trúin, bænin og kærleikurinn ómetanleg hjálp í erfiðleikum. Kirkjan er öllum opin og veitir mikilvægan stuðning með sálgæslu, bæna- og kyrrðarstundum, 12 spora starfi, foreldramorgnum, barna- og æskulýðsstarfi, messum og öðrum samveru- stundum. Kirkjuþing hvetur söfnuði og stofnanir kirkjunnar til að leita nýrra leiða og vera vakandi fyrir þeim sem þurfa aðstoðar við. Kirkjuþing beinir því til safnaða Þjóðkirkjunnar að þeir veiti aðstöðu án endurgjalds í safnaðarheimilum og kirkjum fyrir starf sem miðar að því að styðja og styrkja fólkið í samfélaginu við þessar aðstæður. Hjálparstarf kirkjunnar hefur að undanförnu fundið fyrir verulegri aukningu hjálparbeiðna innanlands. Margir sem koma eru að leita aðstoðar í fyrsta sinn. Á sama tíma er erfiðara og dýrara fyrir hjálparstofnanir og líknarfélög að fá matvörur til úthlut- unar. Kirkjuþing hvetur Kirkjuráð, héraðssjóði, sóknarnefndir og einstaklinga, sem aflögufærir eru, til að leggja sitt af mörkum til Hjálparstarfsins. Ljóst er að víða verður samdráttur í samfélaginu í vetur og að stjórnvöld þurfa að finna leiðir til sparnaðar. Þegar staða heimilanna verður erfiðari er mikilvægara en nokkru sinni að styðja börn og unglinga eftir megni og huga að andlegri og líkamlegri næringu þeirra. Kirkjuþing hvetur ríkisstjórn og sveitarfélög til að láta skólastarf og forvarnarstarf njóta forgangs þegar erfiðar ákvarðanir um niðurskurð eru teknar. Margir þeirra sem nú glíma við alvarlegan fjárhagsvanda fá ekki aðstoð samkvæmt núverandi viðmiðunarreglum. Kirkjuþing hvetur ríkisstjórn og sveitarfélög til að gefa sérstakan gaum að því. Prestar, djáknar og starfsfólk þjóðkirkjusafnaða hafa víða samstarf um aðstoð við þá sem koma að samfélagsþjónustu í sveitarfélögunum. Kirkjuþing hvetur söfnuði og þjóna Þjóðkirkjunnar til að taka höndum saman við alla þá sem vinna að lausn þeirra verkefna er við blasa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.