Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 96

Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 96
 96 Ávarp biskups að loknu Kirkjuþingi Forseti og Kirkjuþing. Ég vil taka undir þakkarorð forseta til Kirkjuþings, starfsliðs þess og húsráðenda hér, þakka fyrir þetta góða og mikla tímamótaþing sem við höfum átt hér. Ég þakka forseta fyrir hans frábæru stjórn og styrku leiðsögn sem hefur leitt okkur í gegnum þau mikilvægu mál sem hér hafa verið til umfjöllunar. Sú afgreiðsla sem hér var í dag á þessu merkilega máli er sögulegur atburður. Við göngum þess ekki dulin að hér eru sannarlega tímamót og við treystum því að það mál sem Kirkjuþing hefur hér afgreitt fái gott brautargengi á alþingi. En eins og forseti minntist á þá eru erfiðir tímar, óvissutímar á Íslandi sem og um heimsbyggð alla og það er sá heimur sem mætir okkur er við göngum héðan út. Við minnumst þess að það verk sem við höfum unnið hér, það lagafrumvarp sem við höfum samþykkt hér eins og önnur málefni sem fyrir Kirkjuþingi liggja er umfram allt til þess að skapa rými, farvegi, verkfæri, fyrir starf kirkjunnar og þjónustu kirkjunnar; fyrir þjónustu fagnaðarerindisins í heiminum með okkar þjóð. Þegar við höldum héðan þá förum við héðan styrkt og efld í vissunni um að við viljum vinna saman að því að orð Guðs og leiðsögn þess megi blessa okkar þjóð og okkar heim. Og eins og segir í Opinberunarbókinni, 3. kafla, og við skulum heyra þau orð eins og til okkar töluð, kirkja Íslands. Þar segir: „Engli safnaðarins í Fíladelfíu skaltu rita: Þetta segir sá heilagi, sá sanni sem hefur lykil Davíðs, hann sem lýkur upp svo að enginn læsir og læsir svo að enginn lýkur upp. Ég þekki verkin þín. Ég hef látið dyr standa opnar fyrir þér sem enginn getur lokað. Þú hefur lítinn mátt en hefur þó varðveitt orð mitt og ekki afneitað mér. Af því að þú hefur varðveitt orð mitt um þolgæði mun ég varðveita þig á þeirri reynslustund sem á að koma yfir alla heimsbyggðina til að reyna þau sem á jörðinni búa. Ég kem skjótt. Haltu fast því sem þú hefur til þess að enginn taki kórónu þína. Þann er sigrar mun ég gera að máttarstólpa í musteri Guðs míns og hann skal aldrei framar fara þaðan. Á hann mun ég rita nafn Guðs míns og nafn borgar Guðs míns, hinnar nýju Jerúsalem, er kemur af himni ofan frá Guði mínum, og nafnið mitt hið nýja. Hver sem eyra hefur hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.