Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 14
12
yfirborðskennt nám (e. surface learning). Talað
er um að dýptarnám sé það sem sóst er eftir í
háskólanámi. Athygli beinist að hugtökum,
tengslum nýrrar þekkingar við þá þekkingu sem
fyrir er, tengslum þekkingar úr mismunandi
námskeiðum, tengslum kenninga og daglegrar
reynslu og greiningu á milli sönnunargagna
og rökræðu. Þar sem dýptarnám er ástundað
kemur skipulag þekkingar og hvatinn til að
læra innan frá (Ramsden, vitnað til í Brown
and McCartney, 1998:125). Hljómar þetta ekki
eins og rannsóknir?
Þegar kennarar reyna að kenna í anda
dýptarnáms þá svipar kennslunni meira til
rannsókna. Ahersla er lögð á hvernig nemendur
geta lært að læra, eða með öðrum orðum,
hvernig þeir geta lært að rannsaka (Brown and
McCartney, 1998:126).
En nú kemur babb í bátinn - nemendurnir
sjálfir og áhrif þeirra á kennslu og háskóla-
starfsemi. Við höfum öll tekið eftir nemendum
sem líður illa á námskeiðum þar sem lögð er
áhersla á pælingar þegar þeir vilja helst fara
eftir bókunum. Breen og Lindsay (1999) hafa
gert athyglisverðar rannsóknir þar sem skoðuð
var áhugahvöt nemenda og viðhorf þeirra til
kennara sem eru virkir í rannsóknum.
Breen og Lindsay byrjuðu á því að greina
gagnkvæm áhrif kennslu og rannsókna, bæði
neikvæð og jákvæð:
• Með því að rannsaka veit kennarinn um
nýjar aðferðir eða niðurstöður en jafnframt
er kannski minna lagt í kennsluna sjálfa.
• Með því að kenna öðlast rannsakandinn
jafnvel meiri yfirsýn yfir fræðasviðið í
heild og spurningar frá nemendum geta
verið hvetjandi. Vinnuálag getur þó verið
svo mikið að ekki sé unnt að fara út í nýjar
rannsóknir.
Breen og Lindsay vildu skoða áhrif innri
og ytri áhugahvatar á viðhorf nemenda til
rannsóknarstarfsemi. Nemendur sem búa yfir
innri áhugahvöt leggja áherslu á að skilja
það sem þeir eru að læra og eru hlynntir
dýptarnámi. Nemendur sem búa yfir ytri
áhugahvöt hafa kannski fremur áhuga á góðum
einkunnum en skilningi. Hvernig birtist þetta í
háskólaumhverfinu? Spurningalisti var lagður
fyrir nemendur þar sem könnuð voru fimm
atriði: starfsáhugi þeirra, hvatning sem þeir
fengu í námi sínu, viðhorf til náms, reynsla
og þekking á rannsóknum í viðkomandi deild
og viðhorf til rannsókna. Alls svöruðu 100
nemendur, 65.5% af úrtaki, kvenkynsnemendur
voru í meirihluta og aldursdreifing var frá 20
til 49 ára, að meðaltali 25,5 ár.
Það kom í ljós að nemendum sem fannst
námið áhugavert og fullnægjandi þekktu vel
til rannsókna kennara sinna og höfðu jákvæð
viðhorf til rannsókna. Auk þess voru nemendur
sem töldu sig hæfa til að takast á við námið
einnig jákvæðir í garð rannsókna. Mögulegt
var að menning deildarinnar þar sem hvatt var
til virkni nemenda tengdist innri áhugahvöt
og mati á eigin dugnaði. Hins vegar kom
fram að ef nemandi hafði sótt um aðgang
að háskóla vegna hvatningar frá öðrum en
ekki endilega að eigin frumkvæði voru meiri
líkur til þess að hann hefði neikvæð viðhorf
til rannsóknarstarfsemi kennara, vildi ekki
taka þátt í rannsóknum og vildi ekki ganga í
gegnum rannsóknamám.
Niðurstaðan var að hægt er að greina á milli
þriggja hópa nemenda:
• nemendur sem sýna innri áhugahvöt og
leita að þekkingu, hafa jákvæð viðhorf til
rannsókna, vilja læra um þær og vilja taka
þátt í þeim,
• nemendur sem eru hlutlausir gagnvart
rannsóknum og eru komnir til að fá
starfsréttindi og taka þátt í félagslífi, og
• nemendur sem leggja ekki mikið upp úr
sambandi við kennara en vilja samt fá
góðar einkunnir og eru á móti rannsóknum
og umræðum um þær í tírnum.
Greinarhöfundum fmnst líklegt að jákvæði
hópurinn sé einmitt nemendur sem tileinka sér
dýptarnám. Vitum við nokkuð um áhugahvöt
í háskólanemendahópi? Viturn við hverskonar
hvatningu við sem kennarar fáum frá nemendum
til að sinna rannsóknarhlutverki okkar og segja
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004