Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 15
13
frá því? Erum við að kenna í anda dýptarnáms?
Hvaða tengsl eru milli kennara og nemenda
hvað varðar rannsóknir?
Einnig væri hægt að ræða hér um viðfangs-
efni rannsókna, hvað okkur er gert kleift að
rannsaka, hvaða deildir eða brautir eru til
og hvert er hefðbundið hlutverk háskólans í
kennslu jafnt sem rannsóknum. En tíminn leyfir
okkur ekki að fara núna út í þær mótsagnir sem
þar er örugglega að finna.
En það er fleira en mótsagnir í hlutverkum
okkar sem getur verið áhyggjuefni. Snúum
okkar nú að þeint reglum sem mynda umgjörð
utan um starf okkar.
Reglur um afköst rannsakenda
Síðastliðin 15-20 ár hafa verið að þróast
víða um heim leiðir til að meta rannsóknir
eftir birtingarformi og Island er þar engin
undantekning. Jafningjamat og ritrýni hafa
þróast í gegnum tíðina sem leið til að meta
gæði rannsókna. Þróun í háskólastarfsemi,
aukin aðsókn nemenda og síaukin þörf fyrir
fjármagn til að reka háskóla, hafa leitt til
þess að stjórnvöld í OECD löndum eins og
Ástralíu (Harman, 2002), Nýja Sjálandi (Pratt,
Margaritis og Coy 1999), Englandi (CERI,
2002) og Finnlandi (University of Helsinki,
1999) hafa verið að vinna að matskerfum
svo hægt sé að bera saman afköst háskóla og
háskóladeilda.
Nú er í mótun stefna ríkisstjórninnar um
vísinda- og tæknimál sem ég nefndi í upphafi
og meðal annars verður leitað nýrra leiða
í úthlutun fjármagns til háskólanna. Meiri
áhersla verður lögð á samskeppnissjóði bæði
beint í fjármögnun rannsóknarverkefna og
óbeint með samanburði á rannsóknarvirkni
mismunandi háskóla. Kerfi byggð á þessum
forsendum eru í notkun t.d. í Bretlandi og í
Ástralíu (Harman, 2002). Ovíst er hvemig
menntarannsóknir muni standa sig í samanburði
við aðrar fræðigreinar.
Kjaranefnd reið á vaðið á Islandi árið 1998
með kerfi til að leggja mat á störf prófessora
og síðan hafa þrír háskólar tekið í notkun kerfi
sem er að öllu leyti eins og prófessorakerfið
eða lítillega breytt. Matskerfið kom til
framkvæmda í Kennaraháskólanum árið 2001
þegar allir kennarar fóru í gegnum svokallað
grunnmat. Kerfið er einnig notað árlega til
að ákveða úthlutun úr vinnumatssjóði og er
grundvöllur fyrir laun kennara. Meðalvirkni
kennara sl. þrjú ár er einnig reiknuð til að
ákveða hvort kennarar geti fengið viðbót við
rannsóknarhluta launa sinna eða ekki. Sumir
kennarar koma vel út en aðrir sem leggja
vinnu í annars konar faglegt starf en það sem
er tekið til mats, eins og endurmenntun eða
þróunarstarf, koma ekki eins vel út.
Hver eru helstu einkenni matskerfisins? í
vísindaheiminum skipta gæði rannsókna mestu
máli og besta leiðin til að tryggja slíkt er
talið vera jafningjamat eða ritrýni. Ritrýndar
vísindagreinar vega því þyngst í kerfinu.
Birting eða dreifing á niðurstöðum er það sem
skiptir máli, þannig að hægt er að gefa stig
t.d. fyrir bæði grein og ráðstefnuerindi vegna
þess að þá hafa niðurstöður rannsókna verið
vel kynntar.
En hvað hefur notkun matskerfisins í för
með sér? Pratt o.fl. (1999) hafa fjallað um
rannsóknarmenningu og innleiðingu matskerfis
í háskóla á Nýja Sjálandi. Til að byrja með var
kerfið notað sem hvatning til þeirra sem voru
með minni rannsóknarreynslu og voru stig gefin
fyrir verk í vinnslu og fyrir ráðstefnuerindi.
Með tímanum lagði matsnefndin meiri áherslu
á ritrýnda vinnu til að auka gæði.
I Ástralíu hefur svipað kerfi verið í notkun
og talað hefur verið um óæskilegar afleiðingar
þess þegar fólk hefur verið að skipta skrifum
sínum upp í minni greinar til að fá fleiri
stig. Þar hefur verið haft á orði að sumir
rannsakendur séu farnir að misnota kerfið á
þann hátt að það jaðri við að vera ósiðlegt
(Harman, 2002).
Hér eruin við farin að sjá áhrif þessa kerfis
eftir að því hefur verið beitt í þrjú ár. Á
meðan sumir segja að þetta „snarvirki“ sem
hvatning, eru aðrir að leggja fram verk sem
varla standast kröfur um nýja þekkingu og
þar sem rannsóknaraðferðir eru ekki alltaf
mjög sannfærandi. Hér eins og í háskólum
L
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004