Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 17
15
og þolinmæði sem þeir sýndu í verki var
aðdáunarverð, þó að vissulega væri langt
frá því að verið væri að vinna samkvæmt
hugmyndum um þróun þekkingar í anda
hugsmíðahyggju; raunhyggjan/pósitívisminn
var þarna á fullri ferð.
Mortimore (2000,: 14-15) hefur einnig bent
á ýmislegt sem skort hefur á, svo sem frekari
rannsóknir á námi og þróun náms-kenninga, og
rannsóknir sem ná til margra skóla í senn. Hann
hefur gagnrýnt skýrslugerð og framsetningu
á niðurstöðum sem eru stundum óþarflega
flóknar og bent á að oft hefur viðmælendum
og iðkendum ekki verið sýnd nægileg virðing.
I nýlegri úttekt á vegum OECD á mennta-
rannsóknum í Bretlandi var fræðimönnum þar
í landi hrósað fyrir frammistöðu sína við þróun
rannsókna síðastliðin 5-10 ár (CERI, 2002).
Ef við beitum athafnakenningunni og skoðum
áhrif verkfæra á viðfangsefnið er sennilega
óhætt að segja að smám saman hafi aðferðum
í rannsóknum ekki aðeins tekist að breyta sýn
manna á viðfangsefnið heldur hafi rannsóknin
sjálf sem athöfn einnig breyst.
Hér í Kennaraháskólanum eru kennarar
með fjölbreyttan bakgrunn, sumir með mikla
rannsóknarmenntun, aðrir sem hafa farið aðrar
leiðir í framhaldsmenntun. Örfáir hafa góð
tök á megindlegum aðferðum og svo gæti
virst sem sumir hafi stundum gagnrýnislausa
trú á eigindlegum aðferðum. Við erum
mörg að vinna að verkefnum sem eru smá
í sniðum. Er hugsanlegt að aðferðir okkar
í rannsóknum séu að móta, meira en góðu
hófi gegnir, þær rannsóknir sem við erum að
sinna, hönnun þeirra, réttmæti, áreiðanleika
eða trúverðugleika?
Aður en kemur að því að draga saman það
sem ég hef sagt hér, langar mig að segja nokkur
orð um tækni og áhrif hennar á rannsóknir. Hér
er líka hægt að ímynda sér að með því að beita
tækni í formi hugbúnaðar eins og Word, SPSS,
NVivo eða EndNotes séum við jafnframt að
breyta rannsóknunum sjálfum. Gott dæmi
um þetta er rafræn gagnasöfnun; gömlum
hefðum er kastað, jafnvel í hugsunarleysi, án
þess að nokkur samanburður sé gerður við
niðurstöður sem hefðbundnar aðferðir hefðu
kannski leitt til. Heimsóknir á vettvang gætu
lagst af og þar með gætu tapast upplýsingar
sem slíkar heimsóknir gætu gefið okkur. Hér
er ég bæði að tala um t.d. rafrænar kannanir og
tölvuviðtöl; hvort tveggja rannsóknaraðferðir
sem eru að ryðja sér til rúms.
Ekki eru þó eingöngu gallar við það að
temja sér notkun nýrrar tækni. Ég setti mér að
gamni markmið við samningu þessa erindis.
Allar heimildir voru sóttar með því að setjast
við tölvuna mína í Rannsóknarstofnun í þeiiri
góðu trú að aðgengi að rafrænum heimildum
hér á Islandi sé meðal þess besta sem gerist í
heiminum og þær heimildir sem ég hafði áhuga
á myndu finnst t.d. í Proquest. í undirbúningi
erindis sem ég flutti árið 1999 fórum við
margar ferðir upp á gamla loftið í bókasafninu.
Gæti verið að ég hafi þá hugsað mig tvisvar
um hvort það væri þess virði að ljósrita grein
sem ég fann á meðan ég ýtti núna bara strax á
prent-takkann?
Niðurstöður og lokaorð
Hér í dag hef ég drepið á nokkur atriði sem
beiting athafnakenningarinnar leiðir í ljós en
margt er enn ósagt og óskoðað 2. mynd.
Ég tók sérstaklega til umræðu mótsagnir í
tvíþættum hlutverkum sem kennarar standa
frammi fyrir, togstreituna sem er að myndast
í reglum um mat á starfi okkar og þeim
áhrifum sem val á rannsóknaraðferðum getur
haft á gerð og þróun rannsókna. Ég hef ekki
rætt hér um ýmsa eiginleika í fari okkar
sem stunda rannsóknir og þær tilfinningar,
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004