Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 18
16
áhuga og hæfileika sem birtast og togast á í
starfi okkar. Eg hef ekki heldur talað um það
samfélag sem við störfum í og þau mismunandi
sjónarmið sem þar eru uppi - kannski nægir í
þessu sambandi að benda á ósamkvæmni
eða mótsögn sem gæti falist í nýju slagorði
Kennaraháskólans - Aliid við fólk og frœði.
Eftir er að skoða nánar gagnvirkni eða
samspil milli efnisþátta hlutverks, reglna og
verkfæra. Hægt er mála myndina dökka. Er
hugsanlegt að reglumar hafi þau áhrif á störf
okkar að við gleymum þeim grundvallar-
atriðum sem við lærðum í rannsóknarnáminu?
Mætti ekki stundum saka okkur um að leggja
aðaláhersluna á magn frekar en gæði? Gefum
við okkur tíma til að deila niðurstöðum með
félögum okkar, fá gagnrýni í samvinnuhópi
og ganga úr skugga um að niðurstöðurnar
séu trúverðugar hér heima og að þær nýtist
samstarfsfólki okkar eða í þróun á vettvangi?
1 stað þessa virðist mér við stundum stefna
beint að birtingu, helst erlendis. Yfirvinna
í kennslu er borguð strax og með fjölgun
nemenda virðist ávallt vera nægileg kennsla
í boði. Vinnumat á rannsóknum kemur seint
eða aldrei og útborgun úr vinnumatsjóði er
hvorki stór né örugg. Við erum óþolinmóð
og stundum tökum við ekki þann tíma sem
nauðsynlegur er til að gera forrannsóknir.
En þetta eru þyrnarnir-rannsóknarósin sjálf
blómstrar og fellur, dafnar og deyr. Við gerum
margt gagnlegt og áhugavert. Einu sinni sagði
meistaranemi við mig: „Ég vissi ekki að það
myndi vera svona gaman að gera rannsóknir."
Og við vitum þetta öll - það er gainan að læra,
annars værum við ekki hér í dag.
En hverskonar rósir viljum við rækta? Og
til hvers?
Þið sem eru að hlusta hér í anda dýptarnáms
hafið örugglega tekið eftir að ég hef sneitt
hjá því að koma með skilgreiningu á orðinu
rannsóknir og ég hef forðast að gera að
umfjöllunarefni til livers við erum að rannsaka.
Forseti íslands heimsótti Kennaraháskólann
nýlega og yfir kaffibolla á Rannsóknarstofnun
spurði hann okkur í hvaða tilgangi við værum
að stunda menntarannsóknir. Ég svaraði
honum strax, með nokkru öryggi. Ég sagði
honum að við stunduðum rannsóknir í þágu
umbóta menntakerfisins en ég veit um a.m.k.
einn mann hér inni sem er ekki sammála
mér. Athafnakenningin gerir kröfur um að við
drögum fram öll þau sjónarmið jafnt innan
skólans og utan sem er að finna um markmið
okkar með rannsóknum og þá afurð sem stefnt
er að og ég hvet Félag um menntarannsóknir
til að gera slíkt hið sama.
HEIMILDIR
Barab, Sasha A., Michael Barnett, Lisa
Yamagat-Lynch, Kurt Squire og Thomas
Keating (1999). Using activity theory
to understand the contradictions
characterizing a technology-rich
introductory astronomy course. A paper
presented at the 1999 Annual Meeting
of the American Educational Research
Association.
Breen, Rosanna og Roger Lindsay (1998).
Academic research and student
motivation. Studies in Higher Education,
24, 1,75-93.
Brown, Reva Berman og Sean McCartney
(1998). The link between research and
teaching: its puipose and implications.
Innovations in Education and Training
International, 35, 2, 117-129.
CERI (2002). Educational research and
development in England. OECD review.
Examiners ’ report. CERI/CD(2002) 10,
September 2002. http://www.oecd.org/
dataoecd/17/56/1837550.pdf
Edwards, Anne og Lynn Protheroe (2003).
Learning to see in classrooms: what are
student teachers leaming about teaching
and learning while leaming to teach in
schools? British Journal of Educational
Research, 9, 22, 227-242.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004