Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 21

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 21
Tímarit um Menntarannsóknir, 1 árg. 2004, 19-25 19 Fjarskipti í þágu menntunar Sigrún Gunnarsdóttir, Landssfma íslands Ebba Þóra Hvannberg, Háskóla íslands Sæmundur E. Þorsteinsson Landssíma Islands Tæknistutt nám býður upp á nýjar víddir í skólaumhverfinu. í stað þess að einbeita sér að upplýsingatækninni einvörðungu þá er nú farið að beina sjónum meira að námsefninu, nýjum námsaðferðum, þjálfun kennara, samskiptum innan skólans sem og við aðra skóla, jafnt hérlendis sem erlendis. Kennarar og nemendur eru að aðlagast nýju umhverfi og áhrifum þess á námskrár, þörfum á tæknilegri aðstoð og breytingum á stjómun innan skólanna. Þetta tekur tíma og krefst þess að kennarar læri að nýta þau tækifæri sem í boði eru, nýtt námsefni og nýja þjónustu. Nemendur verða einnig að læra að feta sig áfram í hinum nýja heimi og læra að vinna sjálfsætt, vinna markvisst að framförum miðað við sína getu, til þess að verða sjálfstæðir, ábyrgir og skapandi einstaklingar í framtíðinni. Það eru margar hindranir sem þarf að yfirstíga áður en upplýsingatæknin fer að skila okkur áhrifaríku skólastarfi. Fyrst ber þar að nefna viðeigandi þjálfun fyrir kennara. Þjálfunin er að færast úr því að kenna á tölvur í það að kenna hvernig hægt sé að nota þær til þess að nýta nýjar eða núverandi kennsluaðferðir á áhrifarrkan hátt. Síðan ber að nefna að aðgengi að námsefni er takmarkað og erfítt er að bjóða ólíkum einstaklingum mismunandi kennsluefni eins og krafist er í einstaklingsmiðuðu námi. Möguleikar fjarskipta- og upplýsingatækninnar til þess að koma til móts við aukna útbreiðslu og aðgengi að fjölbreyttu námsefni er umfjöllunarefni þessarar greinar. I grein þessari er fjallað um kerfrn EducaNext4 og Snjallt námsver (e. Smart learning space* 2) en þau hafa verið þróuð í tveimur evrópskum rannsóknarverkefnum sem höfundar starfa innan. EducaNext er miðlari sem var hannaður með samvinnu háskólanna í Evrópu í huga. Þessi miðlari aðstoðar kennara við að skiptast á námsefni með því að geyma og leyfa fyrirspumir um námsefnið en námsefnið sjálft er þó geymt hjá útgefendum eða höfundum. Hugbúnaðarkerfið Snjallt námsver sem má líta á sem framhald af EducaNext hefur það að markmiði að setja upp þróað umhverfi til endurmenntunar fyrir starfsmenn fyrirtækja. Nám í þessu umhverfi byggist á svonefndum P2P (e. peer-to-peer) fjarskiptum þar sem unnt er að bjóða ýmiss konar námsþjónustu. I P2P eða það sem mætti kalla jafningjafjarskipti er efni ekki safnað á miðlægan þjón heldur geymt á dreifðan máta. Hægt verður að halda utan um mismunandi þarfir einstaklinga og hanna námsferil sem hentar hverjum og einum sem best. Grunnurinn að því að Snjallt námsver geti orðið að veruleika, er að styðjast við þekkta staðla varðandi gagnaskráningu námsefnisins, persónuupplýsingar nemenda og það samhengi sem nemendur vinna í eins og til dæmis starfsvettvang þcirra. Markmið greinarinnar er að vekja athygli á því að þótt hver skóli eða kennari noti sitt eigið kerfi er nauðsynlegt að hægt sé að tengja kerfin saman og að gæði þcirra jafnt sem gæði efnis sé haft í fyrirrúmi. Tímabært er að fjalla um samþættingu kerfanna, því námsumhveifi á fslandi er að þróast í átt að meiri samvinnu, bæði innanlands og utan, bæði vegna hagræðingar og fjölbreyttara námsvals. Hér verður lýst nokkrum tegundum upplýsingakerfa í námi og kennslu. Þar á eftir er fjallað um hvernig haga má stöðluðum samskiptum á milli kerfanna og tekið dæmi úr Snjöllu námsveri og EducaNext. Helstu stöðlum og staðlahönnuðum í námsumhverfi er lýst þar næst. I kaflanum Gæðatrygging greinum við frá því hvernig EducaNext kerfið var notendaprófað og við lýsum því hvemig rannsóknamiðstöð um framtíðarnám getur verið þverfaglegur vettvangur sérfræðinga og notenda. 'Vefsíða EducalNext er http://www.educalnext.org 2Vefsíða Elena verkefnisins er http://www.elena-project.org Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.