Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 26
24
greina villurnar fyrr. í því augnamiði reynir
kerfisgreiningarfólk að lýsa sviðssetningum
eða sögum með texta (Rosson & Carroll
2002). Sögurnar sem lýsa notkun í ákveðnu
umhverfi og samhengi eru bornar undir
væntanlega notendur og þeir geta komið með
athugasemdir eða viðbætur. Stundum fylgja
sögunum lýsingar á persónum (Cooper, 1999)
og jafnvel tilfinningum þeirra (Strom, 2003).
Sviðssetningarnar þykja raunverulegri en
hugræn iíkön og auðvitað mun kostnaðarminni
en frumgerðir og ekki talað sé um fullunnin
notendaviðmót.
Frumgerðir hafa löngum verið notaðar til
að prófa hugmyndir og eru frumgerðir af
notendaviðmótum gagnlegar, til dæmis til
að prófa hugmyndir, samtöl á milli manns
og tölvu og útlit. Til að minnka áhættu við
hugbúnaðarþróun, hefur síðustu ár verið lögð
meiri áhersla á þróunarskeið með endurteknum
og endurbættum milliútgáfum. Frumgerðir hafa
skipað stóran sess í slfku þróunarskeiði, en án
þess þó að fólk í hugbúnaðargerð hafi fengið
betri tól til frumgerðarsmíða. Frumgerðir geta
verið af ýmsu tagi, allt frá því að vera mjög
einfaldar, nánast gerðar með blaði og blýanti
þar til að vera mjög líkar í útliti og hin áætlaða
fullgerða vara.
Notkun reynslufrumgerða (Buchenau, 2000)
hefur aukist með tilkomu notendaviðmóta sem
einkennast af því að þau eru ekki bundin
við hinn hefðbundna skjá og því færanlegri
og minni í sniðum. Reynslufrumgerðir eru
notaðar til að vekja viðbrögð hjá notendum,
leyfa þeim að leika ákveðin hlutverk, spinna,
leggja sitt af mörkum í hönnunina eða meta
nytsemi á hefðbundinn hátt. Yrnist eru notaðar
mjög einfaldar frumgerðir jafnvel með
leikmunum. Slíkar frumgerðir geta gagnast
við hugbúnaðarsmíð fyrir námsumhverfið og
hafa þær verið reyndar að hluta til í þróun
Snjalls námsvers. í framtíðinni er þörf á því að
kanna hvernig nám þróast í að fara fram utan
skólastofunnar, og þá ekki endilega dreifnám
þar sem skólastofan er færð inn á vinnustað
eða á heimilið, heldur færa námið lfka nær
viðfangsefninu. t.d. í náttúrunni, í borgum, á
söfnum eða í samfélaginu og á vinnustöðum.
Rannsóknamiðstöðvar (Emile, 2003)
þar sem reynslufrumgerðir eru settar upp
til að notendur geti kannað þær eða prófað
geta gert vísindamönnum frá mörgum
sviðum kleift að vinna saman að því að
setja fram og prófa nýjungar á þessu sviði.
Rannsóknamiðstöðvarnar geta verið smáar í
sniðum í rannsóknastofu þegar hugmyndir eru
á frumstigi. Frumgerðirnar má svo færa yfir
í rannsóknamiðstöðvar í raunumhverfi þegar
frumgerðirnar eru orðnar raunverulegri eða
fyrstu útgáfur af vöru hafa verið smíðaðar.
PrófanirokkaráEducaNextsýnaaðsamvinna
hugbúnaðarsérfræðinga og kennslufræðinga er
afar mikilvæg til að vinna hugmyndasmíði
fyrir dreifnám og margar villur má rekja
til þess að ekki var hugað nóg að þessum
þætti. Leiðbeiningar um notendamiðaða
hönnun tilgreina að kerfissmiðir verði
að þekkja notendur, takmarkanir þeirra og
getu, umhverfí notenda og þau verkefni sem
þeir eiga að leysa. Rannsóknamiðstöð um
framtíðarnám getur þannig verið vettvangur
fyrir vísindamenn í kennslufræði, tölvunarfræði
og fjarskiptaverkfræði eða hverja þá sem telja
sig geta lagt rannsóknunum lið.
Notendaviðmót EducaNext hefur verið
þýtt á nokkur tungumál: Frönsku, þýsku,
slóvensku, og íslensku. Við prófanir á
íslenska notendaviðmótinu kom enn betur í
ljós að notendur eru mjög viðkvæmir fyrir
hugmyndum eða orðanotkun sem samræmast
ekki þeirra hugarheimi. Það gæti verið eitt
hlutverk rannsóknamiðstöðvar eins og lýst er
hér að ofan, að byggja og prófa orðasafn fyrir
dreifnám. Með dreifðum kerfum og frekari
dreifingu upplýsinga er orðanotkunin ekki
bundin við einn skóla eða eina deild heldur
nær hún til allra nemenda sem tala íslensku.
Lokaorð
Ljóst er að nokkur þróun er hérlendis í notkun
námsstjórnunarkerfa. Lærdómurinn sem við
getum miðlað af þátttöku okkar í ýmsum
tilraunum innan rannsóknaverkefnanna sem
hafa þróað EducaNext og Snjallt námsver
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004