Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 33

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 33
31 ekki bara ég sem var að rannsaka kennsluna, kennararnir voru að rannsaka eigin kennslu. Einn daginn þegar ég kom í heimsókn var bekkurinn á leið í ritvinnslu, sumir áttu að fara á bókasafnið en aðrir í tölvustofuna. Ég fór með og skráði eftirfarandi lýsingu á eftir: Tölvukennarinn heilsar nemendum um leið og þeir koma í tölvuverið. Hann kynnir tölvuforritið sem nemendur eiga að nota og athugar hvort þeir kunni ekki að kveikja á tölvunni og forritinu. Börnin setjast niður og geta varla beðið eftir að byrja, sum vita nákvæmlega hvað þeim ber að gera en önnur eru búin að gleyma og þurfa aðstoð. Eg fylgist með kennurunum tveimur og börnunum og langar avleg óskaplega mikið til að taka þátt í vinnunni, sumir nemendur eru með hendur á lofti vegna þess að þeir þurfa á aðstoð að halda og kennararnir tveir mega hafa sig alla við. Eg velti fyrir mér hvað ég eigi að gera en áður en líður á löngu þá biður einn drengjanna mig um aðstoð. Bömin vinna á Kidspick, forrit sem ég þekki mjög vel svo ég á ekkert í vandræðum með að aðstoða. A sama tíma og ég aðstoða nemendur fylgist ég með Björgu, en áður en ég veit af hringir skólabjallan og tíminn er búinn. Björg lítur á mig og þakkar mér fyrir hjálpina en ég svara að ég bara gleymi mér alltaf mér sé svo eðlilegt að kenna, en spyr um leið hvort ekki hafi verið í lagi að ég gripi inn í. Hún hélt það nú og óskaði þess bara að ég væri þarna alla daga. Eftir tímann settumst við Björg niður og ræddum um það sem gerðist í tímanum, um ákafa barnanna, vandamálin sem koma upp ef kennarinn er ekki nógu vel að sér í notkun forritsins, væntingar og kröfur til kennarans af því að þetta er mikil einstaklingskennsla og nemendur með mjög ólíka fæmi. Af nógu var að taka bara eftir þennan eina stutta tíma og auðvelt að gleyma sér í vangaveltum um hvemig nám fer fram og hvemig best er að bregðast við hverjum og einum nemanda. Það var ég sem skráði því kennarar eiga oft erfitt með að finna tíma til þess í annríkinu en þeir lásu yfir, komu með athugasemdir og bættu við ef þeim fannst ég ekki nógu nákvæm. Samræður kennara A meðan á rannsókninni stóð þá tók ég bæði formleg viðtöl við kennarana sem voru alltaf hljóðrituð og afrituð og óformleg sem voru skráð niður jafnóðum. Ég tók mörg „viðtöl” við hvern kennara og skipulagði þau á þann veg að þau urðu að samræðum milli mín og þeirra. Sem kennari til margra ára þekki ég vel “kennaratal” og hef tekið þátt í því og hlustað á reynslusögur kennara, bæði þegar vel gengur og illa. Ég reyni að hafa að leiðarljósi að viðtöl verði að samræðum þegar gagnkvæm viðbrögð og skoðanaskipti eiga sér stað, þegar báðir aðilar taka jafnan þátt í að hlusta, segja frá, skilja og læra af hinum aðilanum (Dalmau & Hafdís Guðjónsdóttir. 2000a; Dalmau & Hafdís Guðjónsdóttir, 2000b). Samræðuformið skipti miklu máli í rannsókninni vegna þess að það ýtti undir að við kennaramir værum afslappaðir er við ígrunduðum viðhorf þeirra til kennslu og vangaveltur um hana, innsýn og trú á starfið. Eftir eitt viðtalið sagði einn kennarinn við mig: Hafdís, ég var að segja vinkonu minni frá því að ég tæki þátt í rannsókn á kennslu og það væri svo mikill lúxus því að ég fengi tækifæri til að tala um kennslu í marga klukkutíma. En Hafdís, mér finnst svolítið leiðinlegt hve ég tala mikið og að þú fáir varla að komast að. í samræðum okkar þá töluðu kennaramir um athafnir sínar, skilning á námi og kennslu, hvernig kenningar tengdust framkvæmdinni og rökræddu gerðir stnar. Þessu til viðbótar þá skiptumst við á lesefni og létum hugann reika um kennsluhætti og kennsluaðferðir og um hvernig við læmm. Þannig sköpuðum við aðstæður og tækifæri til að ígrunda kennslu og öðlast nýja þekkingu, en einnig hjálpaði þetta kennurunum við að taka ákveðamir og undirbúa kennsluna. Hugtakakort Á undanfömum árum hefur áhugi á notkun skýringamynda við skipulagningu þekkingar, miðlun hennar og leit að nýjum og bættum skilningi farið vaxandi (Buzan & Buzan, 1993; Hyerle, 1996; Martin & Kompf, 1996). Sjónræn framsetning á því hvernig einstaklingar sjá og skilja eigin þekkingu geta nýst mjög vel við sköpun og þróun nýrrar þekkingar eða skilnings. Hugarkort eða hugtakakort lýsir Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.