Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 35
33
því að bjóða þeim að taka þátt í stöðugum og
gagnrýnum samræðum um eigið starf. Til að
styrkja samræðumar kynnti ég til sögunnar
hugtakið „fagleg starfskenning”, en það byggir
á samspili framkvæmdar (þess sem kennarar
gera), fræðilegrar þekkingar (hvemig kennarar
skilja eða tengja við fræðin það sem þeir gera)
og siðferðilegra gilda (hvers vegna þeir gera
það sem þeir gera).
Fagmennskakennaraogfræðilegurskilningur
á starfinu byrjar að mótast í námi en þróast áfram
af persónulegri reynslu í starfi, væntingum til
starfsins, umhverfinu sem viðkomandi starfar
í og sögu- og menningarlegum bakgmnni.
Skilningur á starfinu verður fyrir stöðugu áreiti
og mótast og endurmótast í samskiptum við
samstarfsfólk, nemendur og foreldra. Kennarar
eru þekktir fyrir að tala mikið um starfið en
ef samræður kennara festast í umfjöllun um
dagleg verkefni, árangur nemenda og dagleg
vandamál á vinnustaðnum er hætta á því að
grunndvallarkenningum um nám og kennslu
verði lítill gaumur gefinn í umræðunni og
ekki fjallað um ýmis mikilvæg málefni og
upplýsingar er tengjast fagmennsku kennara.
Til að auka og dýpka fræðilega umræðu um
kennarastarfið er mikilvægt að þróa ferli sem
styrkir víðtæka og gagnrýna umfjöllun um
það. Umræðan þarf að byggja á þeim skilningi
að á bak við framkvæmdina (kennsluna)
eru oft duldar kennslufræðilegar kenningar.
Handal og Lauvás (1987) komust að þeirri
niðurstöðu að allt sem kennarar gera eða
vilja gera byggir á ákveðinni starfskenningu
(practical theory), sem er persónuleg, þróast
og tekur breytingum eftir því sem reynslan og
þekkingin eykst. Þeir útskýra hugmyndir sínar
um framkvæmd, fræði- og siðfræðilegan grunn
með þríhymingsformi þar sem siðfræðilegi
þátturinn trjónir á toppnum vegna þess að
erfiðast er að fá kennara til að ræða þann þátt
starfsins. John Whitehead (1993) notaði aftur á
móti hugtakið „lifandi kenning” (living theory)
er hann reyndi að útskýra hvernig kennarar
þróa þekkingu og fræðilegan skilning út frá
athugun og túlkun á eigin kennslu.
Loughran og Northfield (1998) benda á að
fagleg ígrundun (professional reflection) er
virkt ferli sem getur opnað kennurum nýjan
skilning, leitt til betra starfs og stöðugrar
ígrundunar. Þeir telja ferlið virka sem öflugt
þróunarlfkan og leiðarvísi og byggja á virðingu
fyrir persónulegri reynslu um leið og það nýtist
sem grunnur við að móta nýja þekkingu og
nýjan skilning.
Dýpt ígrundunar hefur áhrif á þátttöku
kennara í skólamálaumræðu og árangur
faglegrarþróunar.Nauðsynlegteraðviðurkenna
þátt kennara í sköpun kennarastarfsins,
ígrundun og túlkun á því. Ekki má einungis
líta á kennara sem notendur og dreifendur
þekkingar það verður einnig að líta á þá sem
skapendur þekkingar. Richert (1997) telur að
þáttur kennara í hinu þróttmikla kerfi nýbreytni
starfsins felist í því að smíða nýja þekkingu þar
sem spyrja þarf mikilvægra spurninga og um
leið leita að jafn mikilvægum svörum.
Fagleg ígrundun er ferli sem byggir
á ákveðnum lykilatriðum, m.a. þekkingu á
kennslu og uppeldisfræði, meðvitund á
félagslegri menningu og sögulegum áhrifum á
menntun, skilningi á kerfisbundinni greinandi
ígrundun og tengslum milli nauðsynlegra
forsenda og fræðilegs skilnings. Sá skilningur
sem myndast af stöðugu samspili fagþekkingar,
framkvæmdar, ígrundunar og siðferðilegra
gilda mótar faglega starfskenningu kennarans.
Meðvituð fagleg starfskenning þróast í gegnum
kerfisbundna og víðtæka gagnrýna ígrundun
og samræður fagmanna. Þannig þróuð fagleg
starfskenning leggur sitt af mörkun til þróunar
fagmannsins, sköpun faglegrar þekkingar
og þróun framkvæmdar. Amboð faglegrar
starfskenningar sem notuð voru í rannsókninni
eru byggð á þessum forsendum og eru rammi
fyrir ígrundun og samræður um faglega
starfskenningu kennara.
Ég valdi hugtakið fagleg starfskenning
sem umgerð samræðna við kennarana í
rannsókninni því mér fannst ekki nóg að
þeir gerðu sér grein fyrir því að það byggi
ómeðvituð kenning að baki starfi þeirra, ég
taldi að þeir þyrftu einnig að gera sér grein fyrir
því hver hún væri og hvernig hún hefði mótast.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004