Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 60
58
rannsóknum. Fræðimenn greinir á um það hvort
lokastig þróunarferilsins sé að einstaklingurinn
samræmi þessi tvö sjónarmið eða að það sé háð
einstaklingum og menningarhópum (Branch,
2001). Niðurstaðan er umhugsunarverð í
ljósi þess að flestir viðmælendur sem voru
fæddir á Islandi virtust jákvæðir gagnvart
innflytjendum, en oft með skilyrðinu „ef þeir
læra okkar tungu og menningu“. Þetta bendir
til að ráðandi orðræða endurspegli svokallaða
samlögun (assimilation), sem felur í sér að
minnihlutahópar samlagist fyrst og fremst
ráðandi menningu. Orðræðan endurspeglaði
einnig það sjónarmið að menning nema af
erlendum uppruna væri kynnt í skólum að vissu
marki. Það bendir til að samþættingarstefnan
(integration), sem leggur áherslu á að það
sé vðfangsefni okkar allra að verða hluti af
hnattvæðingunni og að nýbúar aðlagist nýrri
menningu best með því að treysta grunn sinnar
upprunamenningar (Rannveig Traustadóttir,
2001), virðist eiga einhvern hljómgrunn. í
lok fyrri áfanga þessarar rannsóknar nefndi
höfundur (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2000)
að fróðlegt væri að kanna hvernig nýbúar
upplifa íslenska menningu og afstöðu annarra
nemenda til upprunamenningar nýbúa og
ræddi um hugtökin fjölhyggju (e. pluralism)
og fjölmenningu (e. multiculturalism) í því
sambandi. Fyrrnefnda hugtakið leggur áherslu
á að skólinn móti tilfinningu fyrir menningar-
eða þjóðarheild, en hið síðara að nauðsynlegt
sé að menningarhópur allra nema sé virtur
í skólanum, því samkennd innan hans veiti
merkingu og verði vettvangur persónuþroska
og skapandi starfs. Einnig það sjónarmið
Feinbergs (1998) að æskilegt sé að sameina
þessi sjónarmið í skólastarfi, þar sem hættan
við fjölmenningarlegar áherslur sé ógnun við
þjóðarheildina, en hættan við fjölhyggjuna sé
firring minnihlutahópa. Þessi athugun bendir
til að enn vanti nokkuð á að þessi sjónarmið
séu jafnvirt eða samþætt í þjóðfélaginu, ef
marka má orðræðu viðmælenda.
Seinni spurning greinarinnar beindist að því
að kanna hvort það eru skil á milli orðræðunnar
um þjóðarímyndina annars vegar og um eigin
sjálfsmynd hins vegar - eða hvort íslensk
menning kemur unga fólkinu persónulega við.
Ljóst er að sumir upplifa skil á milli íslenskrar
menningar og þjóðarímyndarinnar annars vegar
og eigin sjálfsmyndar hins vegar. Þeim finnst
æskilegt að kenna um íslenska menningararfinn
og styrkja þjóðarímyndina, það eigi að skylda
menn til þess, óháð því hvort áhugi sé fyrir
hendi hjá viðkomandi. Þó að þetta teljist
ráðandi sjónarmið orðræðunnar, heyrðust fleiri
raddir. Skýr dæmi komu fram um það hvernig
þeir sem upplifðu ekki þessi skil náðu að
tengja bókmenntirnar eða menningarefnið við
eigin sjálfsmynd, fannst efnið merkingarbært
og tengdu það jafnvel við eigin sköpunarverk.
I því sambandi er verðugt að minnast að
menning þjóðar er ekki aðeins arfur liðinna
kynslóða, heldur ekki síður lifandi og skap-
andi starf uppvaxandi kynslóðar (Guðný
Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 1997, 1998).
I nýlegu temahefti Harvard Educational Re-
view (2003, 3) er fjallað um áhrif hnatt-
væðingar á sjálfsmyndarþróun ungs fólks,
fræðileg sjónarmið og tillögur um æskilegar
breytingar á menntastefnu. Mælt er með því
að ganga út frá skapandi unglingamenningu
sem flestra hópa í skólastarfi, til að tengja
saman menningu þeirra, sjálfsmynd og staðar-
eða þjóðmenningu viðkomandi. í unglinga-
menningunni birtist oft markalínur átakahópa,
hverjir tilheyri hvaða hóp og hvers vegna og
átökin um skilgreiningu á hvað það þýðir að
vera borgari og tilheyra viðkomandi þjóð eða
þjóðmenningu (McCarthy o. fl., 2003). Ef
skólagangan og menningarlæsi beinist ekki
að sjálfsmyndum einstaklinga eða tiltekinna
hópa þá sé verið að afneita viðkomandi
jöfnum tækifærum á við aðra menntunarlega,
félagslega, efnahagslega og pólístískt (Tatum,
1999, 2003). Þetta sjónarmið er m.a. byggt
á ítarlegum rannsóknum og riti Paul Willis
(Learning to Labor, 1977) á viðbrögðum ungs
fólks við þjóðfélagsbreytingum 20. aldar og
hvernig þau birtast í skólum, stundum talið
eitt mikilvægsta rit um menningu ungs fólks
á Vesturlöndum (Dolby og Dimitriadis, 2004).
Það er niðurstaða McCarthy o.fl. (2003) að
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004