Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 60

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 60
58 rannsóknum. Fræðimenn greinir á um það hvort lokastig þróunarferilsins sé að einstaklingurinn samræmi þessi tvö sjónarmið eða að það sé háð einstaklingum og menningarhópum (Branch, 2001). Niðurstaðan er umhugsunarverð í ljósi þess að flestir viðmælendur sem voru fæddir á Islandi virtust jákvæðir gagnvart innflytjendum, en oft með skilyrðinu „ef þeir læra okkar tungu og menningu“. Þetta bendir til að ráðandi orðræða endurspegli svokallaða samlögun (assimilation), sem felur í sér að minnihlutahópar samlagist fyrst og fremst ráðandi menningu. Orðræðan endurspeglaði einnig það sjónarmið að menning nema af erlendum uppruna væri kynnt í skólum að vissu marki. Það bendir til að samþættingarstefnan (integration), sem leggur áherslu á að það sé vðfangsefni okkar allra að verða hluti af hnattvæðingunni og að nýbúar aðlagist nýrri menningu best með því að treysta grunn sinnar upprunamenningar (Rannveig Traustadóttir, 2001), virðist eiga einhvern hljómgrunn. í lok fyrri áfanga þessarar rannsóknar nefndi höfundur (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2000) að fróðlegt væri að kanna hvernig nýbúar upplifa íslenska menningu og afstöðu annarra nemenda til upprunamenningar nýbúa og ræddi um hugtökin fjölhyggju (e. pluralism) og fjölmenningu (e. multiculturalism) í því sambandi. Fyrrnefnda hugtakið leggur áherslu á að skólinn móti tilfinningu fyrir menningar- eða þjóðarheild, en hið síðara að nauðsynlegt sé að menningarhópur allra nema sé virtur í skólanum, því samkennd innan hans veiti merkingu og verði vettvangur persónuþroska og skapandi starfs. Einnig það sjónarmið Feinbergs (1998) að æskilegt sé að sameina þessi sjónarmið í skólastarfi, þar sem hættan við fjölmenningarlegar áherslur sé ógnun við þjóðarheildina, en hættan við fjölhyggjuna sé firring minnihlutahópa. Þessi athugun bendir til að enn vanti nokkuð á að þessi sjónarmið séu jafnvirt eða samþætt í þjóðfélaginu, ef marka má orðræðu viðmælenda. Seinni spurning greinarinnar beindist að því að kanna hvort það eru skil á milli orðræðunnar um þjóðarímyndina annars vegar og um eigin sjálfsmynd hins vegar - eða hvort íslensk menning kemur unga fólkinu persónulega við. Ljóst er að sumir upplifa skil á milli íslenskrar menningar og þjóðarímyndarinnar annars vegar og eigin sjálfsmyndar hins vegar. Þeim finnst æskilegt að kenna um íslenska menningararfinn og styrkja þjóðarímyndina, það eigi að skylda menn til þess, óháð því hvort áhugi sé fyrir hendi hjá viðkomandi. Þó að þetta teljist ráðandi sjónarmið orðræðunnar, heyrðust fleiri raddir. Skýr dæmi komu fram um það hvernig þeir sem upplifðu ekki þessi skil náðu að tengja bókmenntirnar eða menningarefnið við eigin sjálfsmynd, fannst efnið merkingarbært og tengdu það jafnvel við eigin sköpunarverk. I því sambandi er verðugt að minnast að menning þjóðar er ekki aðeins arfur liðinna kynslóða, heldur ekki síður lifandi og skap- andi starf uppvaxandi kynslóðar (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 1997, 1998). I nýlegu temahefti Harvard Educational Re- view (2003, 3) er fjallað um áhrif hnatt- væðingar á sjálfsmyndarþróun ungs fólks, fræðileg sjónarmið og tillögur um æskilegar breytingar á menntastefnu. Mælt er með því að ganga út frá skapandi unglingamenningu sem flestra hópa í skólastarfi, til að tengja saman menningu þeirra, sjálfsmynd og staðar- eða þjóðmenningu viðkomandi. í unglinga- menningunni birtist oft markalínur átakahópa, hverjir tilheyri hvaða hóp og hvers vegna og átökin um skilgreiningu á hvað það þýðir að vera borgari og tilheyra viðkomandi þjóð eða þjóðmenningu (McCarthy o. fl., 2003). Ef skólagangan og menningarlæsi beinist ekki að sjálfsmyndum einstaklinga eða tiltekinna hópa þá sé verið að afneita viðkomandi jöfnum tækifærum á við aðra menntunarlega, félagslega, efnahagslega og pólístískt (Tatum, 1999, 2003). Þetta sjónarmið er m.a. byggt á ítarlegum rannsóknum og riti Paul Willis (Learning to Labor, 1977) á viðbrögðum ungs fólks við þjóðfélagsbreytingum 20. aldar og hvernig þau birtast í skólum, stundum talið eitt mikilvægsta rit um menningu ungs fólks á Vesturlöndum (Dolby og Dimitriadis, 2004). Það er niðurstaða McCarthy o.fl. (2003) að Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.