Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 61

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 61
59 þessi leið muni leiða til þess að mun fleiri nái að tengja sjálfan sig við menningu bæði skólans og þjóðfélagsins og henti því vel fyrir lýðræðisleg þjóðfélög sem byggja á grunngildum ástúðar, umönnunar, umburðarlyndis og jafnréttis fyrir allt mannkyn og er þar m.a. að tala út frá sjónarmiðum svokallaðra „póst-kolóníalista.“ Wahono (2002) ræðir um fjórar leiðir til að tengja eða takast á við þróun samsömunar eða sjálfsmynda og margbreytileikann eða fjölmenninguna á tímuni hnattvæðingar: Ein sé að horfa fram hjá vandamálinu; önnur sé meðvitað að útiloka suma; þriðja að þykjast vera opinn fyrir öllum en vera það ekki í reynd. Fjórðu leiðina kallar hann umburðarlyndi, að vera hlið við hlið í sátt og samlyndi. Wahono (2002) telur síðastnefndu leiðina ófullnægjandi og kallar eftir nýrri nálgun svokallaðri „með- tilveru“ (e. pro-existence) þar sem áhersla er ekki bara á umburðarlyndi heldur á lifandi og skapandi tengsl allra hópa til hagsbóta fyrir heildina. Segja má að ofannefndar hugmyndir Feinbergs, Wahonos, McCarthys og Willis eigi margt sameiginlegt og kalli á endurskoðun á skólastarfi sem er fastbundið út frá hefðbundnum greinabundnum námskrám og hugmyndum um samræmd próf fyrir alla. Nemamiðaðra eða einstaklingbundnara nám (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2003a og 2003b; Behar-Horenstein, 2000) yrði valkostur frá hefðbundnum námskrám ráðandi menningar þar sem námsefnið er óaðgengilegt fyrir stóran hóp nema sem hvorki finnur sjálfan sig í skólanum, né nær almennilegum tökum á menningarlæsi eða viðkomandi þjóðmenningu. Valkostur þar sem útgangspúnkturinn er neminn sjálfur og hans áhugamál eða menning, þar sem námsgreinar eru samþættar og margskonar menningarumræða þrífst á jafnréttisgrundvelli. Þá fær unga fólkið að njóta sín og koma þeim breytingum á sem lýðræðið kallar á í framtíðinni að mati Willis (2003), sem ávallt leggur höfuðáherslu á að ungt fólk eru pólitiskir gerendur en ekki aðeins óvirkir þolendur skólakerfis sem viðheldur völdum ráðandi hópa (Dolby og Dimitriadis, 2004). Um leið og telja verður mikilvægt að tengja menningarumfjöllun í skólum við menningu nýbúa sem annarra, þá má telja líklegt að hugtök eins og þjóðmenning og þjóðarvitund eigi eftir að taka verulegum breytingum. Mjög mikilvægt er að skólinn stuðli að því að nýbúar líti á sig sem „bæði og“, en ekki „hvorki né“; að þeir tilheyri bæði upprunamenningunni og þeirri íslensku í stað þess að öðlast óstaðbundna sjálfsmynd eins og dæmið um hann Patrik sýndi svo glöggt (Morgunblaðið, 2004, 24. mars). Nánari útfærslur á skólastarfi þar sem menning ungmenna, sjálfsmyndarþróun og vitund þeirra um eigin staðar- eða þjóðmenningu eru tengd saman, er flókið efni sem höfundar hafa rætt nánar í annarri grein um sömu rannsókn (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 2004). Það er mikil ögrun að taka mið af rannsóknamiðurstöðum sem þessum (Mahiri, 2004) ekki síst á tímum sem þjóðmenningin er víða í vörn og krafan um samræmd próf er hluti af stefnu stjómvalda um árangursstjórnun í menntakerfinu eins og höfundur hefur fjallað um annars staðar (Guðný Guðbjömsdóttir, 2001). Ýmsir hafa bent á (Luke, 2004; Allen, 2001; Apple, 2004) að þarna stangist verulega á krafa nýfrjálshyggjunnar um samræmt mat á skólastarfi sem samanburður og samkeppni á milli skóla og skólakerfa byggist á og krafa hnattvæðingarinnar um fjölmenningarlegar áherslur og nám sem er í takt við áhuga og þarfir hópa og einstaklinga þar sem menningarblanda (hybridity) og valfrelsi eru ráðandi öfl. Spyrja má hvernig kerfislega má meta margbreytilegt menningarlæsi (mandating multi-literacies), hvort næsta skref sé að finna upp samræmda mælikvarða á það? Þakkir Þakkir eru færðar eftirtöldum aðilum: Rannsóknasjóði Háskóla íslands og Rann- sóknarráði Italíu fyrir að styrkja rannsóknina. Viðmælendum okkar, 58 nemendum á þremur skólastigum fyrir þátttökuna og fróðleg viðtöl; einnig viðkomandi skólastjórnendum, kennurum og foreldrum fyrir góða samvinnu og Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.