Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 61
59
þessi leið muni leiða til þess að mun fleiri nái að
tengja sjálfan sig við menningu bæði skólans og
þjóðfélagsins og henti því vel fyrir lýðræðisleg
þjóðfélög sem byggja á grunngildum ástúðar,
umönnunar, umburðarlyndis og jafnréttis fyrir
allt mannkyn og er þar m.a. að tala út frá
sjónarmiðum svokallaðra „póst-kolóníalista.“
Wahono (2002) ræðir um fjórar leiðir til
að tengja eða takast á við þróun samsömunar
eða sjálfsmynda og margbreytileikann eða
fjölmenninguna á tímuni hnattvæðingar: Ein
sé að horfa fram hjá vandamálinu; önnur sé
meðvitað að útiloka suma; þriðja að þykjast
vera opinn fyrir öllum en vera það ekki í reynd.
Fjórðu leiðina kallar hann umburðarlyndi, að
vera hlið við hlið í sátt og samlyndi. Wahono
(2002) telur síðastnefndu leiðina ófullnægjandi
og kallar eftir nýrri nálgun svokallaðri „með-
tilveru“ (e. pro-existence) þar sem áhersla er
ekki bara á umburðarlyndi heldur á lifandi og
skapandi tengsl allra hópa til hagsbóta fyrir
heildina.
Segja má að ofannefndar hugmyndir
Feinbergs, Wahonos, McCarthys og Willis eigi
margt sameiginlegt og kalli á endurskoðun
á skólastarfi sem er fastbundið út frá
hefðbundnum greinabundnum námskrám og
hugmyndum um samræmd próf fyrir alla.
Nemamiðaðra eða einstaklingbundnara nám
(Guðný Guðbjörnsdóttir, 2003a og 2003b;
Behar-Horenstein, 2000) yrði valkostur frá
hefðbundnum námskrám ráðandi menningar
þar sem námsefnið er óaðgengilegt fyrir stóran
hóp nema sem hvorki finnur sjálfan sig í
skólanum, né nær almennilegum tökum á
menningarlæsi eða viðkomandi þjóðmenningu.
Valkostur þar sem útgangspúnkturinn er neminn
sjálfur og hans áhugamál eða menning, þar
sem námsgreinar eru samþættar og margskonar
menningarumræða þrífst á jafnréttisgrundvelli.
Þá fær unga fólkið að njóta sín og koma
þeim breytingum á sem lýðræðið kallar á
í framtíðinni að mati Willis (2003), sem
ávallt leggur höfuðáherslu á að ungt fólk
eru pólitiskir gerendur en ekki aðeins óvirkir
þolendur skólakerfis sem viðheldur völdum
ráðandi hópa (Dolby og Dimitriadis, 2004).
Um leið og telja verður mikilvægt að tengja
menningarumfjöllun í skólum við menningu
nýbúa sem annarra, þá má telja líklegt að
hugtök eins og þjóðmenning og þjóðarvitund
eigi eftir að taka verulegum breytingum. Mjög
mikilvægt er að skólinn stuðli að því að nýbúar
líti á sig sem „bæði og“, en ekki „hvorki né“;
að þeir tilheyri bæði upprunamenningunni og
þeirri íslensku í stað þess að öðlast óstaðbundna
sjálfsmynd eins og dæmið um hann Patrik
sýndi svo glöggt (Morgunblaðið, 2004, 24.
mars).
Nánari útfærslur á skólastarfi þar sem
menning ungmenna, sjálfsmyndarþróun og
vitund þeirra um eigin staðar- eða þjóðmenningu
eru tengd saman, er flókið efni sem höfundar
hafa rætt nánar í annarri grein um sömu
rannsókn (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio
Morra, 2004). Það er mikil ögrun að taka mið af
rannsóknamiðurstöðum sem þessum (Mahiri,
2004) ekki síst á tímum sem þjóðmenningin
er víða í vörn og krafan um samræmd próf er
hluti af stefnu stjómvalda um árangursstjórnun
í menntakerfinu eins og höfundur hefur fjallað
um annars staðar (Guðný Guðbjömsdóttir,
2001). Ýmsir hafa bent á (Luke, 2004; Allen,
2001; Apple, 2004) að þarna stangist verulega
á krafa nýfrjálshyggjunnar um samræmt mat
á skólastarfi sem samanburður og samkeppni
á milli skóla og skólakerfa byggist á og krafa
hnattvæðingarinnar um fjölmenningarlegar
áherslur og nám sem er í takt við áhuga og þarfir
hópa og einstaklinga þar sem menningarblanda
(hybridity) og valfrelsi eru ráðandi öfl. Spyrja
má hvernig kerfislega má meta margbreytilegt
menningarlæsi (mandating multi-literacies),
hvort næsta skref sé að finna upp samræmda
mælikvarða á það?
Þakkir
Þakkir eru færðar eftirtöldum aðilum:
Rannsóknasjóði Háskóla íslands og Rann-
sóknarráði Italíu fyrir að styrkja rannsóknina.
Viðmælendum okkar, 58 nemendum á þremur
skólastigum fyrir þátttökuna og fróðleg
viðtöl; einnig viðkomandi skólastjórnendum,
kennurum og foreldrum fyrir góða samvinnu og
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004