Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 66
64
almennt yfirlit yfir rannsóknir á tímabilinu
1970-2002, byggðar á gagnagrunni sem unnin
var sérstaklega í þeim tilgangi (Sigurður
Fjalar Jónsson og Gretar L. Marinósson,
2003), og nokkrar tilgátur ræddar um þróun
þeirra í samhengi við opinbera stefnumótun
og stofnanalega umgjörð rannsókna hér á
landi. Ekki gefst tækifæri að svo stöddu til að
skoða einstakar rannsóknir eða áhrif rannsókna
almennt á menntamál.
Afmörkun viðfangsefnisins
Ýmsir erfiðleikar fylgja því að afmarka
viðfangsefnið. Ekki er fyrirfram ljóst hvað
telja má til sérþarfa eða fötlunar bama eða
hvernig hugtökin sérþarfir og fötlun tengjast
fræðilega. Afmörkunarerfiðleikarnir birtast
meðal annars í eftirfarandi spurningum sem
tíðum eru fram settar: Eru hegðunarerfiðleikar
barna í skóla eða félagslegir erfiðleikar barna
utan skóla taldir til sérþarfa, fötlunar eða
hvorugt? Á að telja hér með erfiðleika sem
stafa af sérstöðu vegna trúarbragða, tungumáls
eða afburðanámshæfni? Eru
sérþarfir viðfangsefni skóla-
kerfisins og fötlun viðfangsefni
félagslega kerfisins?
Nokkru auðveldara er að
skilgreina sérkennslu þegar
hún er aðgreind frá almennri
kennslu en ekki jafn létt þegar
allur stuðningur við nemendur
í almennum skólum er talinn
vera sérkennsla. Á að fjalla um
aðlögun námsefnis fyrir ein-
staklinga í almennum bekk,
svonefnda nýbúakennslu, frí-
mínútnagæslu fyrir nemendur
sem annars kunna að hlaupa
heim, táknmálstúlkun, þjálfun í notkun hvíta
stafsins eða sérstakt heimanám þeirra nemenda
sem ekki fylgja hraða bekkja-rins? Hvað er
sérkennsla? Um hvaða aldurshóp ætti helst
að fjalla? Ætti umfjöllunin að afmark-ast við
rannsóknir í skólakerfinu eða einnig rannsóknir
á endurhæfingu í heilbrigðis- og félagslega
kerfinu? Engin einhlít svör eru til við þessum
spurnmgum.
í samræmi við tilgang þessa yfirlits
eru rannsóknir á sviðinu skilgreindar sem
kerfisbundnar tilraunir til að afla þekkingar
á skerðingu sem hefur áhrif á nám barna og
á viðbrögðum skólakerfisins við sérþörfum
í námi. Viðbrögð skólakerfisins, sem fela í
sér sérstakar bjargir, við námserfiðleikum
(vegna skerðingar af ýmsu tagi) eru oftast
nefnd sérkennsla. Hún hefur þann tilgang
að vinna gegn fötlun og koma til móts við
sérþarfir í námi. Yfirlitið er þess vegna jafnt
um rannsóknir sem fjalla um einstaklinginn
og skerðingu hans og um opinbera keifið og
viðbrögð þess. Aldursviðmiðunin er 2-18 ára
skólanemendur en rannsóknir á þeim utan
skóla eru ekki taldar. Samskipti og félagslegir
erfiðleikar í skóla eru þó ekki meðtalin, nema
þau hafi bein áhrif á nám. Þrátt fyrir afmörkun
sem þessa eru fjölmörg álitamál. við val á
rannsóknum í gagnagrunninn og í yfirlit sem
þetta.
Yfírlit yfir rannsóknir
Við skoðun á gagnagrunninum vöknuðu fyrst
spurningar um þróun rannsóknastarfsemi í
tíma og hver hefði unnið einstakar rann-
sóknir. Tveir flokkar rannsakenda voru mest
áberandi: Fagmenn í menntamálum (kennarar
og þroskaþjálfar) og klínískir fagmenn (sál-
1. tafla. Fjöldi rannsókna flokkaðar eftir tímabilum og
faghópum (Innan sviga: Þar af rannsóknarritgerðir.)
1971- 1980 1981- 1990 1991- 2000 2001- 2002 Alls
Rannsóknir unnar af fagmönnum í 55 (36)
menntamálum Rannsóknir unnar af klínískum 3(3) 11 (6) 32 (19) 9(8)
fagmönnum 3(2) 3(0) 12(0) 4(0) 23 (2)
Alls 6(5) 14(6) 44(19) 13(8) OO OO V 9S
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004