Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 76
74
efnahagslegri rökvísi, þeir séu sterkir, taki
„harðar“ ákvarðanir, stjórni af tæknilegri
þekkingu og séu menn framkvæmda. Konur
stjórni lýðræðislegar, séu samvinnufúsari,
umhyggjusamari, námskráin og nemandinn sé í
öndvegi og þær séu frekar tilbúnar til að breyta
hlutunum en karlar (Blackmore 1999:4-15).
Þá sýna sumar rannsóknir að stjórnunarleg
hegðun kvenna sé ekki aðeins ólík stjórnun-
arlegri hegðun karla heldur sé hún einnig
skilvirkari, þ.e. skólar þar sem konur
stjórna sýna betri árangur á flestum sviðum
skólastarfsins. Ovvens vitnar í rannsóknir
Gilligan sem sýna fram á að konur og karlar
sjá og hugsa um veröldina á ólíkan hátt. Þá
sýna rannsóknir Owens fram á að kynferði sé
sá þáttur sem hefur mest áhrif á það hvernig
maður sér heiminn og bregst við því sem upp
kemur (Owens 1998:222-223).
Þetta gengur þvert á þær kenningar sem segja
að hegðun einstaklingsins sé undir áhrifum frá
skapgerð eða persónuleika. Að mati Owens
er sá munur sem er á stjómunarlegri hegðun
karla og kvenna tengdur kynferði en ekki
persónuleika. Máli sínu til stuðnings vitnar
hann í rannsóknir Rosener en niðurstöður
hennar sýna að konur nota víxlverkandi
stjómunarstfl, hvetja aðra til þátttöku, dreifa
valdi og upplýsingum, eru hluti hópsins. láta
fólk finna fyrir mikilvægi sínu og vekja með
því áhuga á starfinu. Rannsóknir á karlkyns
stjómendum sýna að þeir treysta á hefðbundna
stjómunarlega valdboðshegðun og að hafa allt
undir stjórn sinni, þ.e. stíll sem hefur komið
þeim vel í fortíðinni en gengur ekki sem skyldi
í því umhverfi sem skólar og stofnanir búa við
í nútímaþjóðfélagi (Owens 1998: 223).
Samkvæmt hefð er skólastjórnun karlastarf
og eins og flest önnur stjórnunarstörf er búið
að móta starfið út frá hugmyndafræði karla.
Sú hugmyndafræði gengur m.a. út á það að
stjórnandi verði að vera samkeppnismiðaður,
regluveldissinnaður, sigurvegari, rökvís og sýni
persónuleg einkenni eins og mikla sjálfsstjórn,
litlar tilfinningar og sé greinandi í nálgun á
málefnum. Þessir þættir hafa verið skilgreindir
sem skilvirkir samkvæmt fræðunum, hin eina
sanna stjórnunarlega hegðun sem allir verði að
taka upp (Gold og Evans 1998:27). Hin staðlaða
ímynd karlstjórnandans er að sýna styrk, vera
staðfastur og ákveðinn leiðtogi sem er upptekinn
af verkefnum frekar en tengslum við fólk. Hin
staðlaða ímynd kvenstjórnandans er hin mjúka
hlið sem oft er tengd starfsmannastjórnun
(Coleman 1996:164).
Hin kvenfræðilega hugmyndafræði í
skólastjórnun byggir á hugmyndum kvenna
um m.a. traust, gildi, viðhorf, kynþætti, stöðu
kvenna, kynferði og ólíka hæfileika þeirra.
Fjallað er um pólitísk málefni án fordóma
um kynferði og kynþætti. Hugmyndin er sú
að hin kvenfræðilega stefna sé framkvæmd
á þann hátt að hún breyti valdahlutföllum í
stjórnunarstöðum í skólum. Skóli er stofnun
þar sem konur eru í miklum meirihluta sem
starfsmenn og því er nauðsynlegt að fá konur
til að gegna stjórnunarstöðum í þeim til að
endurspegla þennan meirihluta og þau gildi
sem þar ríkja (Strachan 1999:309-310).
Hugtakið vald skipar stóran sess í umfjöllun
um femínisma og stjómun. Hin kvenfræðilega
stefna leggur áherslu á að nota vald í þágu
einhvers eða fyrir einhvern, þ.e. nota það til
að styðja aðra og veita endurgjöf, ekki til að
stjórna öðrum. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að
með því að dreifa valdi til starfsmanna, sýna
starfsfólki virðingu, meta það að verðleikum
og viðurkenna faglegt vald þess getur það
hjálpað til við að brjóta niður stjómunarlegt
ofríki (Strachan 1999:310).
Umhyggjan er einnig mikilvægt hugtak í
kvenfræðilegri skólastjórnun vegna þess að á
grundvelli hennar er hægt að skilgreina þarfir
sem koma upp vegna kúgunar. Með virðingu,
viðurkenningu, umhyggju og ástúð verður
til samfélag sem fólki finnst það tilheyra og
finnur að samfélaginu er umhugað um það
(Strachan 1999:310).
Rannsóknir hafa sýnt að þeir kvenskóla-
stjórar sem stjóma eftir kvenfræðilegri hug-
myndafræði vinna að því að auka félagslegt
réttlæti og jafnrétti bæði fyrir starfsfólk og
nemendur, dreifa valdi, og vinna að því að
skólasamfélagið einkennist af umhyggju
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004