Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 81
79
Meirihluti íslenskra skólastjóra dreifa valdi
og ábyrgð. Þó er nokkuð stór hópur kvenna
sem ekki gerir það. Erlendar rannsóknir sýna
að konurnar eru líklegri til að dreifa valdi en
karlamir. Hér á landi er þessu öfugt farið,
karlar eru líklegri til að dreifa valdi en konur.
Bæði kyn líta svo á að ábyrgð skólastarfsins
sé í höndum skólastjórans og að rekstrarleg
ábyrgð sé hans. Rannsóknir erlendis sýna að
vantraust samfélagsins til kvenna um að þær
geti borðið rekstrarlega ábyrgð hefur þau áhrif
að konur veigra sér við að taka þá ábyrgð á
sig en ekkert slíkt vantraust kom fram, hvorki
gagnvart íslenskum kvenskólastjórum né hjá
þeim sjálfum.
Að mati meirihluta skólastjóranna eru
íslenskir kennarar bæði ánægðir með og
viljugir til að taka við valdi og ábyrgð. Þó telur
fjölmennur hópur kvenskólastjóra að svo sé
ekki. Má ætla að konur séu læsari á umhverfi
og fólk en karlar og finni fyrir því að kennarar
eru ekki alltaf ánægðir með þá ábyrgð sem
þeim er falin. Bæði kyn telja sig hafa yfirsýn
yfir skólastarfið, þó er hópur karla sem ekki
gerir það.
Kynin telja að þróunarstarf sé mikilvægt
og segja það hlutverk skólastjórans að koma
því á. Fleiri konur en karlar stýra sjálfar
þróunarvinnunni í skólunum. Astæðan er sú að
það virðist sem að konur eigi erfiðara en karlar
með að dreifa faglegu valdi til kennara.
Fleiri konur en karlar telja mikilvægt að
kennarar og skólastjóri hafi sömu markmið
og að það sé hans að hafa frumkvæði að
markmiðssetningu. Það er í samræmi við
erlendar rannsóknir.
Bæði kyn telja samvinnu í skólastarfi
mikilvæga og er enginn kynjabundinn munur á
því. Erlendis kemur fram kynjabundinn munur
konum í vil.
Islenskir skólastjórar telja sig umhyggjusama
gagnvart nemendum og kennurum sínum.
Engann kynjabundinn mun var að finna,
nema að karlar virðast frekar taka tillit til
persónulegra aðstæðna kennara sinna heldur en
konur. Erlendar rannsóknir sýna að umhyggja
er einkenni á kvenskólastjórum. Þá telja bæði
kyn sig hlusta á kennara sína en fleiri konur
segja að kennarar ræði einkalíf sitt við þær.
Flestir skólastjórar telja sig óformlega í
samskiptum en hópur kvenna taldi sig vera
formlega í samskiptum. Erlendis eru það
karlarnir sem eru formlegir, konurnar eru
óformlegar.
Einstaklingurinn skiptir kvenskólastjóra
meira máli en karlana, þeir líta frekar á
nemendahópinn í heild sinni. Erlendis er þessu
líka svo farið. Fleiri konur en karlar líta á
það sem skyldu skólanna að ná mælanlegum
árangir og eru þær árangursmiðaðri en karlarnir.
Erlendir karlskólastjórar eru árangursmiðaðir,
ekki erlendir kvenskólastjórar.
Konur telja ekki að allar námsgreinar séu
jafnmikilvægar, karlarnir gera það frekar.
Þeir eru líka samkeppnismiðaðri eins og
starfsbræður þeirra erlendis. Agi skiptir bæði
kynin miklu máli og var enginn kynjabundinn
munur þar á.
Báðir aðilar telja sig vera sanngjarna
stjómendur og að framhaldsnám í stjórnun
sé mikilvægt fyrir skólastjóra. Konur telja
sig vera rökvísari en karla en þeir telja að
tilfinningar ráði stjómunarlegri hegðun sinni.
Þessu er öfugt farið í niðurstöðum erlendis frá
en þar eru karlar taldir rökvísir en konur ekki.
Umræður
Eins og fram hefur komið var það trú mín
að gildismat íslenskra skólastjóra væri ólíkt
eftir kynferði og þess vegna væri munur
á stjórnunarlegri hegðun karla og kvenna.
Þá taldi ég að konur stjórnuðu skólum eftir
þeim gildum sem teldust vera kvenleg og
karlar stjómuðu eftir gildum sem teldust vera
karlleg. Niðurstöður erlendra rannsókna á
stjórnunarlegri hegðun skólastjóra og gildismati
þeirra studdu þessa tilgátu mína.
Niðurstaða rannsóknarinnar er ekki í sam-
ræmi við þær erlendu rannsóknir því svo
virðist sem stjórnunarleg hegðun karla og
kvenna hér á landi einkennist af kvenlegum
gildum og ef að eitthvað er þá sýni karlar
meiri „kvenlega" stjómunarlega hegðun heldur
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004