Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 87
85 • greina námsefnið í frumeiningar sínar eða eindir (e. components) s.s. málhljóð, sem stærri og samsettir þættir þess (e. composites) t.d. orð grundvallast á, • greina stöðugt einstaklingsbundnar þarfir nemandans út frá raunprófuðum færnimörkum (e. empirically based fluency criteria) sem hann á að hafa á valdi sínu samkvæmt námsskrá, • skrá afköst nemandans mæld í tíðni (fjölda skipta á tímaeiningu) á þar til gert graf -staðlað hröðunarkort (e. Standard Celeration Chart), • meta færni nemandans hlutlægt, megindlega og myndrænt, og bera við fyrri stöðu, • taka ákvarðanir sem byggðar eru á þeim upplýsingum, og á grundvelli þeirra • stýra framförum nemandans á markvissan hátt, • spá fyrir um hversu mikið og hratt nemand- anum fari fram í því atriði námsefnisins sem verið er að æfa (Lindsley, 1997). Hægt er að nýta PT tæknina eina og sér til að þjálfa einstaklinga, mæla og meta færni þeirra og spá fyrir um hvað þeir koma til með að bæta sig mikið. PT gagnast að sama skapi þegar henni er beitt í kjölfar frumkennslu (innlagnar) með öðrurn aðferðum. Þar að auki ber að undirstrika að þegar þjálfað er með PT í kjölfar kennsluaðferða sem einnig fela í sér mælingu á námshegðuninni (Potts o.fl., 1993) s.s. Direct Instruction (Engelman og Engelman, 1966), þá sýna gögnin endurtekið að það tvíeyki bætir fæmi (hærri tölur) miðað við það sem áður var og flýtir henni (brattari lína á hröðunarkorti) til muna (Lindsley, 1997, bls. 538). I því sambandi má nefna kennslulíkan Morningside Academy skólans (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2000, a og b) og tölur um árangur þess með tvenndinni Direct Instmction og PT. (Sjá einnig Desjardins og Slocum. 1993; Freeman og Haughton, 1993a; Johnson og Layng, 1992; Maloney, 1998). Það sem einkennir þjálfun, mælingar og mat með PT er: 1. Skynjunar- og verkleiðir, 2. Vísitölur, 3. Þarfagreining, og 4. Hröðunarkort. 1. Skynjunar- og verkleiðir Ef gengið er út frá því að hlutverk kennarans sé að auka tíðni tiltekinna athafna í fari nemenda sinna, þurfum við að vita fyrir fram hvað það er sem kennslan á að framkalla, þ.e. hvaða breytingar koma til með að verða á hegðun nemandans. Jafnframt því þarf einnig að skilgreina vel hvað það er í kennslunni sem veldur þeirri breytingu, þ.e. í hverju frumbreytan felst. Ef til vill má segja sem svo að megin verkfærið sem kennarinn hafi sé eigin hegðun og samkvæmt því frumbreyta í kennslunni. Hegðun nemandans er síðan sú fylgibreyta sem skoða skal. Til að magnbinda þessar frumbreytur og fylgibreytur er hegðun kennara og nemanda greind og hnitmiðuð (e. pinpoint) í merkjanlegar og teljanlegar mælieiningar - svonefndar virkar eða óperant athafnir (Lindsley, 1972) sem mögulega verða endurteknar. Athafnirnar eru nefndar með sagnorðum í nútíð, germynd, s.s. sýnir, segir, ýtir á, merkir, skrifar og bætir við. í skólastofunni er fjöldi breyta sem hafa áhrif á hegðun nemandans án þess að vera undir kerfisbundinni stjórn og eru þess vegna mögulegar áhrifabreytur. Til að sýna fram á stýriáhrif þeirra við að breyta hegðun nemandans, þarf að skilgreina skilmerkilega hvaða frumbreytur það eru í PT þjálfuninni sem verið er að skoða hverju sinni. Taka má dæmi um byrjendakennslu í lestri: Kennarinn segir tiltekið málhljóð, nemandinn hlustar og endurtekur hljóðið. Kennarinn skrifar tákn -bókstaf á töfluna, og segir hvert málhljóð hans er. Nemandinn sér bókstafinn, hlustar á hljóðið og endurtekur það. Kennarinn skrifar bókstafinn á töfluna, og nemandinn umskráir með því að segja hvert málhljóð bókstafsins er án þess að honum sé í þetta skiptið sagt það fyrst. Kennarinn segir tiltekið málhljóð og nemandinn umskráir með því að skrifa bókstafinn sem málhljóðið er táknað með. Síðan þarf nemandinn að geta skrifað bókstafinn án þess að vera kvaddur (e. prompted) sérstaklega til þess af kennaranum. Ferlið lýsir áætlun kennarans um það sem Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.