Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 87
85
• greina námsefnið í frumeiningar sínar
eða eindir (e. components) s.s. málhljóð,
sem stærri og samsettir þættir þess (e.
composites) t.d. orð grundvallast á,
• greina stöðugt einstaklingsbundnar
þarfir nemandans út frá raunprófuðum
færnimörkum (e. empirically based
fluency criteria) sem hann á að hafa á
valdi sínu samkvæmt námsskrá,
• skrá afköst nemandans mæld í tíðni
(fjölda skipta á tímaeiningu) á þar til gert
graf -staðlað hröðunarkort (e. Standard
Celeration Chart),
• meta færni nemandans hlutlægt,
megindlega og myndrænt, og bera við
fyrri stöðu,
• taka ákvarðanir sem byggðar eru á þeim
upplýsingum, og á grundvelli þeirra
• stýra framförum nemandans á markvissan
hátt,
• spá fyrir um hversu mikið og hratt nemand-
anum fari fram í því atriði námsefnisins
sem verið er að æfa (Lindsley, 1997).
Hægt er að nýta PT tæknina eina og sér til að
þjálfa einstaklinga, mæla og meta færni þeirra
og spá fyrir um hvað þeir koma til með að bæta
sig mikið. PT gagnast að sama skapi þegar
henni er beitt í kjölfar frumkennslu (innlagnar)
með öðrurn aðferðum. Þar að auki ber að
undirstrika að þegar þjálfað er með PT í kjölfar
kennsluaðferða sem einnig fela í sér mælingu
á námshegðuninni (Potts o.fl., 1993) s.s. Direct
Instruction (Engelman og Engelman, 1966), þá
sýna gögnin endurtekið að það tvíeyki bætir
fæmi (hærri tölur) miðað við það sem áður var
og flýtir henni (brattari lína á hröðunarkorti)
til muna (Lindsley, 1997, bls. 538).
I því sambandi má nefna kennslulíkan
Morningside Academy skólans (Guðríður
Adda Ragnarsdóttir, 2000, a og b) og tölur um
árangur þess með tvenndinni Direct Instmction
og PT. (Sjá einnig Desjardins og Slocum.
1993; Freeman og Haughton, 1993a; Johnson
og Layng, 1992; Maloney, 1998).
Það sem einkennir þjálfun, mælingar og
mat með PT er: 1. Skynjunar- og verkleiðir, 2.
Vísitölur, 3. Þarfagreining, og 4. Hröðunarkort.
1. Skynjunar- og verkleiðir
Ef gengið er út frá því að hlutverk kennarans sé
að auka tíðni tiltekinna athafna í fari nemenda
sinna, þurfum við að vita fyrir fram hvað
það er sem kennslan á að framkalla, þ.e.
hvaða breytingar koma til með að verða á
hegðun nemandans. Jafnframt því þarf einnig
að skilgreina vel hvað það er í kennslunni
sem veldur þeirri breytingu, þ.e. í hverju
frumbreytan felst.
Ef til vill má segja sem svo að megin
verkfærið sem kennarinn hafi sé eigin hegðun
og samkvæmt því frumbreyta í kennslunni.
Hegðun nemandans er síðan sú fylgibreyta
sem skoða skal. Til að magnbinda þessar
frumbreytur og fylgibreytur er hegðun
kennara og nemanda greind og hnitmiðuð
(e. pinpoint) í merkjanlegar og teljanlegar
mælieiningar - svonefndar virkar eða óperant
athafnir (Lindsley, 1972) sem mögulega verða
endurteknar. Athafnirnar eru nefndar með
sagnorðum í nútíð, germynd, s.s. sýnir, segir,
ýtir á, merkir, skrifar og bætir við.
í skólastofunni er fjöldi breyta sem hafa
áhrif á hegðun nemandans án þess að vera
undir kerfisbundinni stjórn og eru þess vegna
mögulegar áhrifabreytur. Til að sýna fram
á stýriáhrif þeirra við að breyta hegðun
nemandans, þarf að skilgreina skilmerkilega
hvaða frumbreytur það eru í PT þjálfuninni
sem verið er að skoða hverju sinni.
Taka má dæmi um byrjendakennslu
í lestri: Kennarinn segir tiltekið málhljóð,
nemandinn hlustar og endurtekur hljóðið.
Kennarinn skrifar tákn -bókstaf á töfluna, og
segir hvert málhljóð hans er. Nemandinn sér
bókstafinn, hlustar á hljóðið og endurtekur
það. Kennarinn skrifar bókstafinn á töfluna, og
nemandinn umskráir með því að segja hvert
málhljóð bókstafsins er án þess að honum sé
í þetta skiptið sagt það fyrst. Kennarinn segir
tiltekið málhljóð og nemandinn umskráir með
því að skrifa bókstafinn sem málhljóðið er
táknað með. Síðan þarf nemandinn að geta
skrifað bókstafinn án þess að vera kvaddur (e.
prompted) sérstaklega til þess af kennaranum.
Ferlið lýsir áætlun kennarans um það sem
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004