Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 93
91
þeim tíma náði nemandinn að skrifa 16 stafi
í allt, þar af voru 14 stafir réttir og 2 stafir
rangir. Á einni mínútu gerir það 14*4 = 56
rétta stafi og 2*4 = 8 ranga stafi. Tfðnin 56 á
móti 8 er þ.a.l. skráð á kortið. Farið er að með
hliðstæðum hætti ef æfingin varir lengur en
eina mínútu. B: Spretturinn varði í 2 mínútur
eins og sést beint fyrir neðan x-ið á stutta
lárétta strikinu neðan miðlínu (sjá tímaviðmið
á lóðrétta kvarðanum hægra megin). Á þeim
tíma skrifaði nemandinn 128 stafi alls. Af þeim
reyndust 112 vera réttir, en 16 rangir. Á einni
mínútu gerir það 112/2 = 56 rétta stafi, og 16/2
= 8 ranga stafi. Tíðnin 56 á móti 8 er skráð á
kortið.
Það skal undirstrikað að skráning réttra svara
og rangra er ætíð aðskilin. Röng svör þróast
(aukast og dvína) óháð réttum svörum. Þróun
á tíðni, réttra svara annars vegar og rangra hins
vegar, veitir miklar og gagnlegar upplýsingar
um nákvæmni og hraða í framvindu námsins
í atriðunum sem verið er að þjálfa. Á þeim
upplýsingum byggir kennarinn ákvarðanir sínar
um hvernig haldið skuli áfram. Á vefsfðu John
Eshleman (18. mars, 2002) eru sýnd myndræn
dæmi um ólíka námsferla (e. learningpictures)
(Lindsley, 1990) sem myndast eftir því sem
nemandanum miðar áfram.
2.2 Hröðun
Hröðun lýsir breytingu sem verður á tíðni
hegðunar yfir tiltekið tímabil (Johnston og
Pennypacker, 1993). í PT felur hröðun í sér
að fjöldi skipta sem umrædd athöfn birtist á
tiltekinni tímaeiningu (mínútu) á einni viku,
eykst eða dvínar. Skal nú tekið einfalt dæmi
um hröðun til útskýringa. Nemandi æfir sig
í vélritun. Hann slær alls 15 stafi á einni
mínútu, þar af 12 rétta og 3 ranga. Formúlan
fyrir hröðun er fjöldi skipta margfaldaður með
tímaeiningunni í öðru veldi. í þessu dæmi
12 x l2 = 12. Upphafstíðnin er 12 og í lok
vikunnar hafa aðrir 12 réttir stafir bæst við,
þ.e. nemandinn hefur þá tvöfaldað færni sína í
innslætti. Efvillunumfækkaðimeðsamsvarandi
hætti (3 / l2 = 3) yrði innslátturinn villulaus í
vikulok. Daglegar hraðaæfingar og mælingar
sýna þróun frá 12 réttum stöfum og 3 röngum,
í 24 rétta stafi og 0 ranga. (Sjá 2. dæmi um
hröðun á „hugsa málhljóð / ýta á hnapp með
bókstaf ’ sem merkt er inn á hröðunarkortið).
En hvað gerir hröðunarkortið staðlað og hver
er munurinn á því og öðrum línuritum?
Það sem gerir hröðunarkortið staðlað og
greinir það frá öðrum er brattinn á hinni
línulegu mælingu sem sýnir breytingar á tíðni;
hröðun eða dvínun, yfir eina viku. Dagleg
skráning á tíðni athafna sem mynda beina
(punkta)línu (e. trend) með 34° halla yfir 7
daga tímabil á hröðunarkortinu gefur til kynna
að nemandinn hafi tvöfaldað leikni sína á einni
viku í því atriði sem hann er að æfa (Potts et
al., 1993:182 - 183). Þetta þýðir t.d. (sjá 2.
dæmi á hjálögðu korti) að nemandinn nær 24
námseindum réttum á einni mínútu úr námsefni
sem hann á sama tíma náði 12 réttum svörum
úr, einni viku fyrr.
Til að geta sýnt svo mikinn tíðnimun á einni
viku, t.d. frá 11 til 22, 38 til 76 eða 102 til 204
og jafnvel stærri, er vel einangruð og áhrifarík
frumbreyta grundvallaratriði. í þessu samhengi
er frumbreytan tiltekin leið í kennslunni. (Sjá
umfjöllun um skynjunar- og verkleiðir hér að
framan).
Á hröðunarkortinu sem hér fylgir eru fimm
staðlaðar hröðunarlínur dregnar yfir kortið.
Þær sýna til glöggvunar hver brattinn er þegar
nemandinn bætir sig mikið í hverri viku.
Neðsta hröðunarlínan sýnir að færni hans
eykst 1,25 sinnum (25%) á viku. Næsta lína
sýnir brattann þegar nemandinn bætir sig 1,4
sinnum (40%) á viku. Síðan sést hver brattinn
á hröðunarlínunni er þegar færnin tvöfaldast
vikulega, t.d. frá 10 upp í 20 réttar lausnir
á mínútu. Að lokum sjáum við brattann á
leitnilínunni þegar færnin fjórfaldast á einni
viku, t.d. frá 10 upp í 40 réttar lausnir á mínútu,
og þegar færnin sextánfaldast, eins og þegar
nemandinn bætir sig yfir vikuna með því að
ná frá 10 upp í að ná 160 réttum lausnum á
mínútu.
4.3 Forspá
í skólum þar sem kennt er með tvennunni
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004