Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 97
95
b) ýmsar ólíkar athafnir s.s. að halda augn-
sambandi, rétta upp hönd, segja málhljóð,
halda jafnvægi á slá, eða standa upp fyrir
öðrum, geta framkaliað eina tiltekna gerð
afleiðinga, t.d. hrós með orðunum „þetta
var gott hjá þér, sýndu mér þetta aftur”.
I Precision Teaching eins og í annarri tækni
sem byggist á þekkingu atferlisgreiningar, er
það einmitt margbreytileiki sambandanna sem
er grundvallarforsenda þess að hægt er að
nytja þekkinguna um lögmál hegðunar við jafn
margbreytilegar og ólíkar aðstæður og raun ber
vitni (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 1991:7),
s.s. eins og í skólastofunni þar sem margþætt
og flókið samspil er í gangi.
Ekki er dregið í efa að fleira getur haft
áhrif á það sem lífveran gerir en markviss
íhlutun með færniþjálfun Precision Teaching,
eða annarri þekktri tækni sem upprunnin
er í atferlisgreiningu. Það er hins vegar á
grundvelli hinnar innbyggðu aðferðafræði
að atferlisgreiningin hefur það umfram aðrar
aðferðir sem einnig geta haft áhrif á breytni
manna, að hægt er að meta með raun-
prófunum hvernig og hvers vegna breytingar
þær sem á hegðuninni verða eru tilkomnar.
Hvort það er vegna markvissrar íhlutunar,
kennslu og þjálfunar eða ekki (Guðríður Adda
Ragnarsdóttir, 1991:7).
Með atferlisgreiningu er hægt að hlutast til
um (e. intervene) athafnaslóðina, greina áhrif
íhlutunarinnar og sýna fram á með haldbærum
rökum hvað það er sem stýri breytingunum,
þ.e. að rannsaka árangur kennslu og þjálfunar
á námsferlið.
Samantekið má segja, að með útfærslu
Skinners kom í fyrsta sinn í sögu sálfræðinnar
fram á sjónarsviðið stöðluð mælieining og
mælistika fyrir hegðun. (Sjá nánar Guðríður
Adda Ragnarsdóttir, 1991:6).
A sömu nótum bendir Barrett (2002:73)
á, að fyrir tíma Skinners hafi kennslu- og
menntunarfræðin ekki haft mælistikuna tíðni
og mælitækið hlaðrita, né heldur hafi hún
haft nokkra algilda mælieiningu hliðstæða
hinni virku athöfn -óperantinum, til að mæla
afurðir sínar beint og svo nákvæmlega (e.fine-
grained) að hægt væri að sjá árangur kennslu
á námsferli um leið og námið ætti sér stað (sjá
einnig Greer, 1983).
Þetta er vert að skoða meðal annars í ljósi
þess að Kuhn (1970:59) heldur því fram að
þróun og siðskipti (e.paradigm shift) í vísindum
eigi sér stað þegar alkunn sannindi (e. familiar
findings) reynast ákvörðuð af áður óþekktum
breytum, svo aðlaga þurfi tækjabúnað og
endurskoða fyrri rannsóknaraðferðir. Að sama
skapi má ætla að val mælistiku (tíðni) og þróun
skráningartækja svo sem hlaðriti Skinners
(1957) og hið staðlaða hröðunarkort Lindsleys
(Lindsley 1964a) leiði til námkvæmari
greiningar viðfangsefnisins en áður var
möguleg og varpi þar af leiðandi nýju Ijósi á
gerð þess og reglufestu sem rannsakandanum
var áður hulin.
Þótt rafrænum skráningum á hegðun verði
sjaldnast vel viðkomið í kennslustofunni til
vísindalegra eða hagnýtra verka nema þegar
nemendur vinna á tölvur, þjóna fíngerðar og
næmar mælingar kennaranum engu að síður
til að geta hlúð sem best að hagsmunum
hvers nemanda. í kennslu gefa slíkar mælingar
forskot umfram það sem annars fæst, þar
sem tíðni og hröðun (e. acce/eration) í
framförum nemendanna sýna rannsakendum
jafnt sem kennurum þær breytingar sem verða
á hegðuninni, slóð hennar eða ferli, jafnóðum
og þær birtast.
Precision Teaching tekur einmitt á þeirri
knýjandi spurningu hvernig hægt er að
stýra hegðun, greina hana, mæla, meta og
spá nákvæmlega fyrir um breytingar á henni,
inni í skólastofunni (Lindsley, 1964a). Það
er vegna uppruna PT í frumrannsóknum
atferlisgreiningar sem hér hefur stuttlega
verið rakin, að færniþjálfun og mælingar með
Precison Teaching reynist klæðskerasniðin til
að svara spurningunni hvernig kennsla geti
verið rannsókn.
Samantekt og lokaorð
Fæmiþjálfun, mælingar og mat með Precision
Teaching (PT) er tækni sem Ogden Lindsley
þróaði til að bæta og hraða árangri þjálfunar
3 Um breytilega gagnkvæmni sambanda má t.d. sjá í Kerlinger (1973), 5.kafla.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004