Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 107
105
endur sem gera „margvíslegar kröfur sem
áður voru ekki gerðar, bæði sanngjarnar og
ósanngjamar“ (bls. 76-77). Kennaramir töldu
minni festu í þjóðfélaginu nú og að erfiðara
væri að halda uppi reglu í skólastarfinu. Aukin
virkni nemenda, kröfur og minni agi gerðu það
að verkum að starfinu fylgdi meira „andlegt,
líkamlegt og ekki síst tilfinningalegt álag“ (bls.
77). Hjá Auði Kristinsdóttur (2000) kemur
frant að sérkennarar hafa fundið fyrir miklum
breytingum á starfi sínu. Þeir segja starfið
flóknara, að verkefnum hafi fjölgað, álagið
aukist m.a. vegna aukins fjölda nemenda með
hegðunar- og tilfinningalega örðugleika og að
meiri kröfur væru almennt gerðar til skólans.
Það sem oftast er nefnt sem aukinn álagsþáttur
í staifi kennara eru aga- og hegðunarvanda-
málin (Anna Þóra Baldursdóttir, 2000; Anna
Kristín Sigurðardóttir, 1996; Gold og Roth,
1993). Kennarar telja að þeim nemendum
fjölgi sem eiga í margs konar félags- og tilfínn-
ingalegun vanda (Sigrún Aðalbjarnardóttir,
1992:259; Kristín Elfa Guðnadóttir, 2001)
og þeir kvarta undan skorti á úrræðum fyrir
börn í vanda (Guðni Kjartansson og Sólveig
Karvelsdóttir, 1999; Ingvar Sigurgeirsson
og Sólveig Karvelsdóttir, 1999; Kristín Elfa
Guðnadóttir, 2001). Þá veldur það álagi að
kennurum er ætlað að koma til móts við
ólíkar, einstaklingsbundnar þarfir fjölmenns
nemendahóps. Sarason (1995) segir þetta
óraunhæfar kröfur og heldur því fram að eins
og undirbúningi til kennslustarfs og skipulagi
skóla sé háttað verði slíkt aldrei nema í orði og
kennarar viti það í hjarta sínu (bls. 132). Hann
segir líka að miðað við það magn kennslu-
efnis sem kennurum sé ætlað að komast yfír,
sé borin von að þeir hafi tíma til að kynnast
nemendum, áhugasviðum þeirra, þörfum og
vandamálum (Sarason, 1995:139).
Samkvæmt ýmsum rannsóknum er al-
gengt að kennarar kvarti undan vinnuálagi
og tímaskorti, slæmri hegðun nemenda og
áhugaleysi og skorti á námsgögnum (Anna
Þóra Baldursdóttir, 2000; Griffith, Steptoe og
Cropley, 1999). Langvarandi álag getur valdið
streitu en það sem einkum orsakar hana er
að einstaklingi finnst þær kröfur sem til hans
eru gerðar vera meiri en hann fær risið undir
(Terry, 1997:6). Meðal þátta í starfi kennara
sem auka hættu á streitu og kulnun er óljóst
mat á frammistöðu í starfi, síauknar kröfur,
margbreytni starfsins og lág laun. Einnig má
nefna þætti eins og lítinn stuðning stjórnenda
og skólayfirvalda, hegðunarvanda nemenda,
og vinnuálag (Gold og Roth, 1993; Terry,
1997). Streitueinkenni eru bæði af líkamlegum
og sálrænum toga. Langvarandi streita getur
leitt til kulnunar sem þróast á löngum tíma
og einkennist meðal annars af örmögnunar-
tilfinningu og vanmáttarkennd (Anna Þóra
Baldursdóttir, 2000:18).
Kennslustarf og tilfínningar
tengdar kennslu
Hargreaves (1998) segirað miklar væntingartil
kennara og auknar kröfur komi ekki eingöngu
utanfrá því kennarar geri sjálfir miklar kröfur
til sín og keyri sig iðulega áfram til að ná þeim
metnaðarfullu markmiðum sem þeir setja sér
(bls. 126). Hann bendir á að kennarastarfið
í mörgum löndum sé nú skilgreint mjög vítt
og feli í sér félags- og tilfinningaleg markmið
ekki síður en námsleg markmið og varði bæði
velferð barna á heimilum og frammistöðu
í skólanum. Hann telur erfítt að verða við
svona kröfum og ómögulegt að fullvissa sig
um hvort þær náist. Samt reyni kennarar að
verða við þeim (bls. 126). Hann segir að í
viðræðum við kennara um störf þeirra berist
talið iðulega að sektarkennd (guilt). Þeim
finnist þeir aldrei hafi gert nóg. Þetta geti
verið djúpstæð og erfið tilfinning og fari hún
saman með vonbrigðum og kvíða geti hún
dregið úr áhuga þeirra og virkni. Hann segir
marga þætti í stafi kennarans vera þess eðlis
að þeir geti leitt til samviskubits (bls. 141-
156). Meðal þeirra má nefna álagsþætti sem
tengjast því að kenna í bekk þar sem mikil
breidd er í nemendahópnum og að kennarar
hafi einnig áhyggjur af því að sumir nemendur
verði útundan í kennslunni (Hargreaves og
Fullan, 1998:565). Hann segir samviskubit
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004