Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 123
121
og hér. Markaðurinn er lítill og því hætta á
að til verði fyrirtæki, sem geri út á opinber
matsverkefni, sem sníða skýrslurnar þannig
að þær falli í frjóan jarðveg fjármálaaflanna.
Annað vandamál sem House telur afleiðingu
þessarar stefnu er að í hverri stofnun vill fólk
fá mjög sérhæfðar upplýsingar sem aftur leiðir
til þess að misskilningur verður algengur. Fáir
þeirra sem framkvæma eða kaupa matið búa
yfir heildrænni mynd af stofnunum. Sífellt er
verið að brjóta upplýsingar um tiltekin atriði
niður í smærri eindir. Upplýsingar um heildina
eru til staðar en komast sjaldan alla leið og
ef horft er til Senge (2000) má telja þetta
gjald sérhæfingarinnar. House bendir líka á að
opinberir aðilar sem kaupa mat eru venjulegast
í mjög litlum samskiptum við þær stofnanir
senr eru metnar. Því hafí nratsbeiðandi oft ekki
aðra mynd af viðkomandi stofnun en þá sem er
á pappírum og það viti allir, sem vilja, að það
er töluvert önnur mynd en af lifandi stofnun.
Hann telur þetta skapa ákveðna fjarlægð milli
þeirra sem metnir eru og matsbeiðenda sem
ekki er holl, jafnvel skaðleg. Hann varar líka
við þeirri hættu, sem hann segir raunverulega,
að matsfólk eigi það til að samsama sig
þeim sem þeir eru að meta og gefa þá of
jákvæða mynd af starfseminni. Þarna bendir
House aftur á atriði sem erfitt getur verið
að komast hjá í litlum samfélögum. House
tekur dæmi frá rfkisstofnunum í Bretlandi
sem breyttu niðurstöðum mats af því að þeim
líkaði ekki niðurstaðan. Hann hefur áhyggjur
af slíkum vinnubrögðum og spyr hvort slíkt
dragi ekki úr trú almennings á mati. Dæmi
um slíka tilhneigingu er til hérlendis og má
þar benda á frumskýrslu Rannsóknarnefndar
flugslysa um flugslysið í Skerjafirði árið
2000 (sjá helstu niðurstöður úr frumskýrslu í
grein í Morgunblaðinu, laugardaginn 7. aprfl,
2001) og síðan lokaskýrsluna (sjá skýrslu
Rannsóknarnefndar flugslysa á heimasíðu
vvvvvv.rnf.is) sem var umtalsvert frábrugðin,
meðal annars vegna áhrifa hagsmunaaðila.’ Frá
sjónarhorni matsfræða er það mikla ósamræmi
sem fram kemur afar áhugavert. Má velta fyrir
sér hvort til dæmis smæð samfélagsins og náin
vina- og ættarbönd hafi ráðið einhverju um
þær breytingar sem gerðar voru.
Ljóst má vera að matsfræðingar geta ekki
leyft sér þau vinnubrögð að telja að viðskipta-
vinurinn hafi ávallt rétt fyrir sér. í viðtali við
Bickman (Fitzpatrick, 2002) segir hann frá því
hvemig reynt var að hafa áhrif á matsverkefni,
sem hann vann fyrir bandaríska herinn, með því
að veifa sérfræðiáliti. Til dæmis reyndu yfirmenn
hersins að setja hömlur á fjölda þátttakenda í
matinu. Herinn keypti „sérfræðing” sem gaf
það álit að Bickman og félagar væru þegar
komnir með nægjanlegan fjölda þátttakenda.
Seinna kom í ljós að viðkomandi sérfræðingur
var með doktorsgráðu í verkfræði en ekki
félagsvísindum. Umfangsmikil matsverkefni
eru dýr og Bickman segir frá því hvernig reynt
var með tilvísun í akademískt gildi að fá þá
til að slá af matsverðinu. Herinn benti á að
háskólinn græddi á verkefninu með því draga
að sér betri doktorsnema. Eins og dæmin sýna
er margt áhyggjuefnið sem matsfólk þarf að
fást við.
Siðferðilegar vangaveltur
Siðferðilegar spurningar eru eðlilegur þáttur í
öllum rannsóknum. Sem fyrr segir eru skilin
á milli rannsókna og mats oft óljós. Telja má
að siðferðilegar vangaveltur og afstaða séu ef
eitthvað enn mikilvægari þegar rætt er um mat
en rannsóknir. Weiss (1998b) bendir til dæmis á
að í mati séu þátttakendur raunverulegt fólk og
niðurstaða matsins geti haft beinar afdrifaríkar
afleiðingar fyrir líf þess og kjör. Auðvitað
er fólk iðulega þátttakendur í rannsóknum
en þátttakan hefur sjaldnast bein áhrif á líf
’Þeir sem vilja kynna sér málið nánar er bent á umfjöllun og samanburð á skýrslunum á heimasíðu sem
haldið er úti af aðstandendum þeirra létust í flugslysinu í Skerjafirði: www.llugslys.is
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004