Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 133
131
Aðferðafræði
Opin viðtöl
Notuð er rannsóknaraðferð sem lýtur hug-
myndinni um grundaða kenningu (grounded
theory) og styðst við opin viðtöl. Aðferðin
gerir ráð fyrir að gögnum sé safnað og á
grundvelli þein-a séu þróaðar tilgátur og síðan
mótuð kenning. Leitað er eftir vísbendingum í
gögnum sem geta aukið skilning rannsakanda
á rannsóknarefninu og reynt er að finna hvaða
spurninga er mikilvægt að spyrja. Þetta gefur
möguleika á því að rannsaka viðfangsefni eins
og gildi menntun fyrir einstaklinga og leyfir
ýmsar leiðir til þess að túlka það og bæta
nýjum hugmyndum við (Bogdan og Biklen,
1998; Strauss, 1999).
Þátttakendur: Viðtöl voru tekin við 16 manns,
11 konur og 5 karla á aldrinum 32-68 ára.
Þátttakendur eiga það sameiginlegt að hafa
verið á vinnumarkaði með grunnskólapróf farið
síðan í nám að nýju, lokið námi á háskólastigi
og famar að vinna aftur. Tvær konur höfðu
þó snemma lokið framhaldsskólaprófi, önnur
Verslunarskólanum 17 ára gömul, en hin
húsmæðraskólaprófi. Tveir viðmælendur luku
ekki grunnskóla eða gagnfræðaprófi en fóru í
nám að nýju og luku því.
Það nám sem þátttakendur luku var þroska-
þjálfun (2), viðskiptafræði (1), félagsráðgjöf (1),
námsráðgjöf (1), lögfræði (3), náttúruvísindi
(2), heimspeki (1), tæknifræði (1), sálarfræði
(1), kennarapróf (1), iðnmeistarapróf (1) og
sagnfræði (1). Störf þátttakenda fyrir námið
voru margbreytileg en sumir höfðu unnið fleiri
en eitt starf áður en þeir hófu nám að nýju.
Þetta voru skrifstofustörf, aðstoð við umönnun
fatlaðra eða þroskaheftra, sjómennska bæði
sem undir- og yfirmenn, sölustörf, störf í
iðnaði við pípulagnir og húsasmíði, sendlastörf
og verslunarstörf.
Gagnaöflun og framkvæmd: Þátttakendur
voru fengnir með því að spyrjast fyrir meðal
kunningja, skólafélaga, kennara og viðmælenda
í rannsókninni sem bentu á fólk með fyrrgreinda
lífsreynslu.
Hvert viðtal tók eina til þrjár klukkustundir.
Þau fóru fram á heimili eða vinnustað
viðmælanda. Níu viðtöl voru tekin á tímabilinu
1999-2000 og sjö viðtöl í lok árs 2001 og byrjun
árs 2002. Viðmælendur voru spurðir um gildi
menntunar almennt, hvort aukin menntun hefði
skilað þeim bættri stöðu á vinnumarkaði, betra
einkalífi, hver hefði verið hvatinn að náminu,
hvað þeir störfuðu við áður en þeir fóru í nám,
um núverandi starf, og hvort þeir væru sáttir
við stöðu sína á vinnumarkaði og í einkalífi.
I lok hvers viðtals voru viðmælendur spurðir
hvort þeir vildu bæta einhverju við sem ekki
hefði komið fram en sem þeir teldu mikilvægt
varðandi gildi menntunar. Viðmælendur sögðu
jafnframt sögu sína í ljósi námsferilsins. í
viðtalinu sjálfu var sömu spumingarinnar spurt
oftar en einu sinni og fylgst var með hvort
sögunni sem viðmælendur sögðu um sjálfa sig
bæri saman við önnur svör. Einnig voru svörin
endurtekin þannig að viðmælandi gæti svarað til
um hvort spyrjandi hefði skilið hann rétt, þegar
vafi lék á hvað viðmælandi átti við. Eftir hvert
viðtal voru gögn borin saman við fyrri viðtöl
og rannsóknaraðferðin endurskoðuð. Fjórar
spurningar bættust við eða um sjálfsöryggi,
víðsýni, þátttöku í félagasamtökum og í stjórn-
málum. Einn af kostum þessarar aðferðar er
að samskiptin gefa möguleika á því að skýra
hugtök auk þess viðmælendur eru í raun að
móta þau hugtök sem notuð eru í rannsókninni.
Nöfnum viðmælenda hefur verið breytt og
einstaka staðreyndum um þá ef talin var hætta
á að þeir þekktust.
Gagnagreining: Gagnagreining byggir á
aðferð grundaðrar kenningar. Notaður var
sífelldur samanburður, fyrst opin kóðun, síðan
öxul kóðun og afmörkuð kóðun (Strauss, 1999).
Samtals liggja fyrir gögn upp á 546 blaðsíður.
Þetta eru vettvangsnótur sem skrifaðar voru
eftir hvert viðtal. Viðtalið var skráð orðrétt.
Einnig voru minnisblöð skrifuð og gögn greind
eftir kóðunarflokkum. Gögnin voru síðan færð
inn í textavinnsluforritið winMax, lesin þar
yfír á ný með tilliti til fyrri umferðar og einnig
var kóðun endurskoðað ef við átti.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004