Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 151
149
og líkamlegu atgervi, menningu eða trú. Þá
er m.a. fjallað um að leikskólastjóra beri
skylda til, samkvæmt lögum um leikskóla og
reglugerð um starfsemi leikskóla, að stuðla að
samstarfi heimila og leikskóla (Aðalnámskrá
leikskóla, 1999). Fjölmenningarstefna
Leikskóla Reykjavíkur er frá mars 2001. Þar
kemur m.a. fram að í leiðarljósi Leikskóla
Reykjavíkur sé gert ráð fyrir að hverju barni sé
mætt á eigin forsendum, að byggt sé upp gott
foreldrasamstarf með virkri þátttöku foreldra
og að í leikskólanum starfi vel menntað og
áhugasamt starfsfólk. í íjölmenningarstefnunni
kemur einnig fram að Leikskólar Reykja-
víkur framfylgi stefnu Reykjavíkurborgar
um fjölmenningarlegt samfélag (Leikskólar
Reykjavíkur, 2001). í aðalnámskrá grunnskóla,
almennum hluta 1999 segirað skólastefnan eigi
að styrkja og móta heilsteypt starf í einstökum
skólum og skólakerfinu í heild. Þar kemur
m.a. fram að leitað sé úrræða til að bregðast
við þörfum hvers nemanda (Aðalnámskrá
grunnskóla. Almennur hluti 1999). í hluta um
jafnrétti til náms kemur fram að það sé eitt
grundvallarviðmið í skólastarfi og sé fólgið
í því að bjóða nemendum nám og kennslu
við hæfi og gefa þeim tækifæri til að spreyta
sig á viðfangsefnum að eigin vali. Þar kemur
einnig fram að í þessu felist ekki endilega
sömu úrræði fyrir alla heldur sambærileg og
jafngild tækifæri. Verkefnin skuli höfða jafnt
til drengja og stúlkna, nemenda í dreifbýli sem
þéttbýli og fatlaðra og ófatlaðra óháð uppruna,
trú og litarhætti (Aðalnámskrá grunnskóla.
Almennur hluti 1999). Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur hefur inarkað stefnu í málefnum
barna með íslensku sem annað tungumál í
grunnskólum Reykjavíkur. Þessi stefna byggist
á sameiginlegu leiðarljósi borgarstofnana, þ.e.
að reykvískt samfélag fái notið fjölbreytni í
mannlífi þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti
og gagnkvæm virðing einkenni samskipti
fólks af ólíkum uppruna (Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, 2000). Af ofangreindu er ljóst
að nokkuð ítarleg stefnumörkun hefur átt sér
stað í Reykjavík varðandi börn af erlendum
uppruna og er hún í anda fjölbreytileika og
jafnréttis. I aðalnámskrám eru enn fremur lögð
drög að slíkri stefnu, þó að þeim sé e.t.v. ekki
fylgt nægilega eftir í þróun námsgreina. Enn
fremur skortir umræðu urn og að því er virðist
nokkurn skilning í skólakerfinu á þeim árangri
sem börn af erlendum uppruna sýna með því
að taka þátt í íslensku skólakerfi og hvernig
meta skuli þann árangur (Wrigley, 2000). Óvíst
er hvort sú stefna sem mörkuð hefur verið nægi
til að tryggja velgengni barna af erlendum
uppruna í íslensku samfélagi og spyrja má hvort
ekki þurfi að huga betur að ýmsum þáttum
skólastarfs, svo sem skólamenningu. stjórnun,
samvinnu, tengslum við foreldra og nánasta
samfélag og efla grundvallarsýn jafnréttis og
fjölbreytileika í skólastarfi almennt. Grunnur
að slíkri sýn er lagður í Samningi Sameinuðu
þjóðanna um réttindi bamsins.
Jafnrétti og fjölbreytileiki:
Réttindi barna
1 umfjöllun um fjölmenningarlega skóla
byggðri á nýlegum rannsóknum er algengt að
hugtökin jafnrétti og fjölbreytileiki séu nefnd
sem nauðsynleg grundvallaratriði í skólastefnu
í fjölmenningarsamfélagi og algeng rök eru að
annað geti ekki verið án hins (Wrigley, 2003;
Cotton o.fl., 2003; Siraj-Blatchford, 1994;
Nieto, 1999). í reynd þýðir þessi sýn að komið
skuli til móts við alla einstaklinga, annars sé
ekki um að ræða jafnrétti í réynd. Jafnrétti merki
ekki að koma eins fram við alla, því með því sé
verið að líta fram hjá sérkennum einstaklinga.
Með hugtökunum jafnrétti og fjölbreytileiki
er þvf verið að benda á mikilvægi þess að
skólastarf sé lagað að þörfum allra. Svipaðar
áherslur má sjá í Samningi Sameinuðu þjóðanna
um réttindi barnsins (1992 nr. 18 2. nóvember),
svonefndum Barnasáttmála, sem ísland hefur
samþykkt og fjallar ítarlega um réttindi barna.
Þar kemur m.a. fram í 28. grein að aðildarríki
viðurkenni rétt barns til menntunar, allir skuli
njóta sömu tækifæra, sem felist m.a. í því
að koma á skyldu til grunnmenntunar sem
allir geti notið ókeypis og stuðla að þróun
ýmiss konar framhaldsmenntunar, þar á meðal
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004