Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 168

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 168
166 námskeiðunum þá náttúrulega hefur maður ekkert til mjög margra að leita.“ Samstarf kennara um námskrárgerð og kennslu er óformlegt og flokkast fremur undir spjall en faglegar umræður. Kennarar leita einstaka sinnum liðsinnis samkennara sinna en þá frekar almennt og óformlega. Kennari sem er tiltölulega nýr í starfi segist gjarnan spjalla um nám og kennslu við aðra kennara á kaffistofunni en er ekki viss um að reyndari kennararnir telji sig þurfa eins mikið á slíkri umræðu að halda. Allir kennararnir nefna þó dæmi um ánægjulega samvinnu þegar þeir hafa kennt námskeið með samstarfsmönnum sínum og þannig komið saman að skipulagi þeirra og sumir nefna sérstaklega að þeim þætti gott að geta rætt og borið ákvarðanir sínar undir aðra. Viðhorf kennara til þekkingar og fræðigreinarinnar Hvað ræður vali á inntaki náms? Hvaða þekkingu telja kennararmikilvægt að nemendur kynnist og tileikni sér? sínar í háskóla. Viðhorf kennara til kennslu litast af því hvað þeir sjá sem markmið menntunar eða kennslu (sjá t.d. Eisner og Vallance, 1974). Þau mótast sterkt af lífsgildum kennara og reynslu en ekki síst af viðhorfi kennara til fræðigreinar sinnar og þekkingarfræðilegum hugmyndum um fræðasvið sitt. Háskólakennarar líta fræðasvið sitt misjöfnum augum og viðhorf þeirra til fræðigreinarinnar litar og móta það hvernig kennarar skipuleggja námskeið fyrir nemendur. Kennararnir sem rætt var við virðast nokkuð sammála um hvernig beri að skilgreina verkfræði og þá þekkingu sem henni tilheyrir. Ragnar talar fyrir munn hinna kennaranna þegar hann lýsir sérstöðu verkfræðinnar sem fræðigrein: „Þaö vita allir hvað raunvísindi eru þannig að það er ágætt að taka útgangspunkt í því. Og munurinn á verkfræði og raunvísindum er sá að raunvísindi fást við að greina vandamál eða analýsera en fara ekki út í sýnstesuna þ.e.a.s að hanna. En þar liggur sérstaða verkfræðinnar. Við getum ekki látið okkur nægja að greina eitthvað og skilja vandamál, við verðum að koma með lausn. Lausnin er stóra orðið." Lausnin er lykilatriðið segja kennarar greinar- innar og undirstrika þar með hinn hagnýta þátt iðnaðar- og vélaverkfræðinnar. Til að vera góður verkfræðingur þurfa nemendur vissulega að búa yfir þekkingu í grunngreinum en mikilvægast er þó að þeir geti hagnýtt sér þá þekkingu til að takast á við og leysa verkfræðileg vandmál. Kennararnir telja að inntak greinarinnar sé nokkuð svipað hvar sem er í heiminum og segja háskólagreinina staðlaða. Verkfræði er verkfræði og hugmyndir kennara ráða þar litlu um inntakið. Ingvar segir að námskeiðin sem hann kenni séu „svona klassísk námskeid”. Hann segir að hægt sé að breyta því hvemig menn kenna en „efnið sem slíkt er mjög standard” . „Þetta eru svolítið svona stöðluð námskeið þannig að hvort sem þau voru hér ...eða í einhverjum amerískum háskóla eða í Englandi, þá er þetta sama námskeiðið." Þetta þekkja kennarar af eigin reynslu af verkfræðinámi víða um heim. Námsdvöl erlendis þar sem kennarar tileinka sér fræðigrein sína virðist einkum móta hugmyndir kennara og þeir nýta eigin reynslu úr námi sem fyrirmynd að því hvernig eigi að skipuleggja ákveðin námskeið og hvað námsefni eigi að fara í eða byggja á. Kennararnir vísa í viðtölunum í eigin námsreynslu og eiga frá henni ýmsar minningar sem virðast hafa mótað þá talsvert. Ingvar lítur til baka og segir: „Og ég er alltaf að verða meira og meira undrandi á þessu hvað þessi ár sem ntaður var í framhaldsnámi, sem er kannski frá 25 til þrítugs - þessi ár svona öðru hvoru megin við 25 árin, hvað þau eru virkilega mótandi á mann í þessum efnum “ Reyndar segja kennarar að það skipti máli hvort þeir haft sótt nám sitt til Evrópu eða Bandaríkjanna, þar sé að finna ólíkar hefðir sem fylgi kennurum heim og þaðan sé einkum Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.