Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 171
169
hann verði leiður á vananum og hafi í raun ekki
„breytt neitt svona drastíkst bara gert bara
svona minimal breytingar” er Lára uppfull
af því að nýta reynsluna og læra. Hún er að
kenna þriðja árið sitt og segir frá því hvemig
hún er að ná meiri öryggi í starfinu. Hún kom
að kennslunni óreynd að mestu og tók við nýju
námskeiði af öðrum kennara:
„Þá var búið að skipuleggja það af öðrum þegar
ég kem inn í það. Og ég tek bara þennan hluta og
ég kenni það bara nákvæmlega eins og það hafði
verið kennt “
Til að byrja með Lára óörugg og annt um að
komast yfir efnið og kenna eins og hún heldur
að eigi að kenna námskeiði en smá saman nær
hún tökum á kennslunni og verður öruggari og
um leið áræðnari.
„Maður er ekki nógu öruggur til að taka inn í
sitt svona eigið, sem manni finnst maður geta
miðla meira. Það kemur seinna. Eg finn það að
ég er kannski aðeins svona ...aflappaðri. Þú veist
öruggari. Þá fer maður líka að miðla meira svona
sjálfur og getur farið að breyta aðeins út af þessu
niðumjörvaða fari “
Kennslan er ekki Iengur „áhœtta” og
kennarinn nýi getur farið að vera með smá
„tilraunastarfsemi” til að skoða „hvaö virkar
og livað virkar ekki. Hún fer að reyna nýjar
leiðir og sátt við sumt og annað ekki. Hún
segir ítrekað að hún sé „að lœra af reynslunni.
Nú á þriðja ári hefur hún öðlast það öryggi að
hún getur farið að sveigja námskeiðin sín nær
þeim hugmyndum sem hún hefur um nám og
kennslu og markmið verkfræðinámsins:
„En þar er ég með sjálf alveg skýrt í mínum huga
hvað ég vil að þau fái út úr því ...eftir því sem
maður kennir það oftar þá þróar maður námskeiðið
þannig að maður nái frekar markmiðinu “
Reyndari kennaramir eru ekki eins upprifnir
yfir eigin kennslu. Hún er orðin hversdagslegur
hluti hins daglega starfs og sumir hafa efasemdir
um hversu góðir kennarar þeir eru. Þrátt fyrir
þessar efasemdir um eigið ágæti geta þeir allir
sem einn lýst á einhvern hátt þeirri tilfinningu
sem fylgir góðri kennslu. Þegar allt gengur upp
eru „nemendur virkir", „námskeiðið flýtur”
og kennarinn situr uppi með þá tilfinningu
„að allt hafi virkað”. Kennaramir segjast vera
ófróðir um kennsluaðferðir og kennsluhætti en
lýsa því samt allir hvernig þeir eru í kennslu
sinni að reyna nýjar leiðir til að gera betur eða
til að halda sjálfum sér við eins og Ragnar
lýsir því:
„Sumpart til að sparka í sjálfan mig. Bæði til að
prófa eitthvað sem ég hef trú á að sé betra en líka
bara til að breyta aðeins til þannig að maður detti
ekki í að verða gamall og leiður kennari."
Ytri þættir og áhrifavaldar
Þó að ákvarðanir háskólakennara um nám
og kennslu byggist á hugmyndum þeirra um
markmið náms, viðhorfí til fræðigreinar, svo
og lífssýn og reynslu eru þær teknar í fræðilegu
og stofnanalegu umhverfi og litast af því. Þau
stef sem rætt hefur verið um hér að ofan má öll
skilgreina sem hluta af hugsun, hugmyndum
eða starfskenningum kennara. En ytri þættir
eða skynjun kennara á aðstæðum sínum hefur
líka áhrif á það hvemig kennarar skipuleggja
námskeið sín (Stark og Lattuca, 19997).
Einn slíkur áhrifavaldur er síaukinn fjöldi
nemenda. Nemendum hefur fjölgað mikið að
mati kennaranna og stærri hópar gera aðrar
kröfur og kennslu og skipulags námskeiða.
Kennaramir segja að það sé erfiðara að kenna
stórum nemendahópum og stærð hópsins hefur
áhrif á það hvernig hægt er að kenna. Lára
segir:
„Eftir því sem nemendunum fjölgaði, þá var
þetta náttúrulega orðið erfiðara, þú veist þetta er
ofsalega auðvelt með tíu manna hóp.. .en þegar þú
ert kominn með 40 eða 50 manna hóp, þá er þetta
orðið ofsalega mikið mál. “
Þegar nemendahópurinn er orðinn stór
er erfiðara að sinna hverjum og einum og
kennarar þurfa að breyta verkefnum og gera
þau þannig að það sé auðveldara að leggja þau
fyrir og fara yfir þau. Það felst yfirleitt í því að
ekki er hægt að taka eins mikið mið af hverjum
og einum nemanda. Kennararnir telja sig ekki
geta lengur farið með nemendahópa í verkefni
úti í fyrirtæki og stærð hópsins gerir það að
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004