Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 190

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 190
188 í ljós kom í lok leikskóla að fá börn gátu lesið. Um og yfir 80% þeirra lásu þrjú orð eða færri og var því ákveðið að sleppa mati á lestri í lok leikskóla. í lok 2. bekkjar kom í ljós að ókleift var að raða umsögnum kennara um lestur barnanna í stighækkandi röð. Umsagnir þessar lýstu framförum í lestri miðað við gengi barnsins sjálfs, þannig að barn sem réði illa við lestur en hafði farið mikið fram gat fengið jafngóða eða betri umsögn en barn sem hafði verið vel læst allan veturinn. Þvf var óhjákvæmilegt að sleppa því lestrarmati. Bókstafaþekking, sjónræn aðgreining bókstafa og stafaruna og málþroski við upphaf og lok síðasta leikskólavetrarins voru einnig metin. Til þess að meta bókstafaþekkingu og sjónræna aðgreiningu voru 2 undirpróf á Aston Index prófinu notuð (Bjarnfrfður Jónsdóttir o.fl., 1996). Á undirprófinu Bókstafir og hljóð eru allir bókstafirnir settir með skýru letri upp á blað, litlir stafir og stórir, hvor flokkur í handahófskennda röð. Talið var hversu marga stafi hvert barn þekkti. Á undirprófinu Sjónrœn aðgreining sjá börn bókstaf eða bókstafarunu og eiga að finna hvað er eins í hópi áþekkra stafa eða stafaruna. Tvö undirpróf á TOLD-2P málþroska- prófinu, Endurtekning setninga og Botnun setninga, voru notuð til þess að meta málþroska barnanna, það fyrrnefnda við upphaf lokavetrar í leikskóla og bæði prófin í lok vetrarins. Þessi undirpróf voru valin vegna þess að mælitölur fyrir þau voru þær mælitölur sem hæsta fylgni höfðu við heildarútkomuna, Málþroskatöluna, í íslenska staðfærsluúrtakinu (Ingibjörg Símonardóttir, Einar Guðmundsson, Sigurgrímur Skúlason og Sigríður Pétursdóttir, 1995). Framkvæmd Notuð voru verkefni úr kennsluhandbókinni Markviss málörvun. Bókin er byggð þannig upp að byrjað er á hlustunarleikjum þar sem bæði er hlustað á umhverfishljóð og mál. Þar sem hugtakið hljóðkerfisvitund vísar til hljóðkerfis málsins var umhverfishljóðaleikjunum sleppt hér. Úr öðrum viðfangsefnum voru valin verkefni eftir því sem við átti úr öllum flokkum og eru þeir flokkar því taldir upp hér. Næst á eftir hlustunarleikjunum koma rímverkefni og leikir. Þá taka við verkefni þar sem börnum er kennt að átta sig á fyrirbærunum setningum og orðum og þar á eftir koma leikir með samstöfur eða atkvæði og síðan hljóðvitundarverkefni þar sem byrjað er að greina forhljóð og loks tengja saman og sundurgreina málhljóð. Þessir flokkar eru því í þyngdarröð og innan hvers verkefnatlokks er líka nokkur þyngdarröðun, þannig að auðvelt var að raða verkefnum saman eftir því hve erfið þau væru. Jafnframt eru í bókinni tillögur að kennslufyrirkomulagi og voru þær notaðar til að skipuleggja þá kennslu sem hér á eftir er nefnd hefðbundin markviss ntálörvun. Fyrsti árgangur barnanna, árgangur 1, fékk ekki Markvissa málörvun og var því viðmiðunarhópur. Börnin í þeim árgangi voru fyrst prófuð í lok leikskóla. Árgangur 2 fékk kennslu í Markvissri málörvun á sínu síðasta leikskólaári. Kastað var krónu um hvor leikskólinn notaði Markvissu málörvunina þannig að börnin fengju ólík verkefni sem miðuð voru við upphafsgetu þeirra (tilraunahópur) og hvor notaði hefðbundna Markvissa ntálörvun (samanburðarhópur). Börnunum í þessum árgangi var skipt í þrjá getuflokka og var þeint kennt í 4 - 6 barna hópunt, þrisvar í viku, 20 mínútur í senn, samtals í 19 vikur frá því í október og fram í apríl á lokaári þeirra í leikskóla. Geta þeirra var fyrst metin með forprófi í september áður en kennslan í Markvissri málörvun hófst, síðan að lokinni kennslu vorið áður en þau hófu grunnskólanám og loks voru einkunnir í lestri fengnar í lok fyrsta og annars bekkjar, en eins og áður sagði var síðasta matinu sleppt. Tilraunahópur og samanburðarhópur fengu hvor sitt kennsluskipulag, annar tilsniðna og hinn hefðbundna Markvissa málörvun. Samanburðarhópurinn fékk hefðbundna Markvissa málörvun í samræmi við það sem lagt var til í kennsluhandbókinni og fengu litlu hóparnir sams konar kennsluáætlun óháð hljóðkerfisvitund bamanna. í tilraunahópnum Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.