Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 198
196
hvað síst frá nemendum sjálfum. Æ fleiri kjósi
að stunda nám með vinnu og því verði sífellt
meira áberandi sú krafa að fyrirkomulag náms
taki mið af ólíkum þörfum nemenda. í því
felist m.a. að hægt sé að stunda nám óháð stað
og stund.
Þrýstingur kemur einnig frá útskrifuðum
nemendum sem vilja halda áfram að mennta
sig og frá fyrirtækjum sem vilja fá starfmenn
sem þjálfaðir eru á ákveðnu sviði. Dillman et.
al. (1995) könnuðu hug almennings til háskóla
og kornust að þeirri niðurstöðu að kröfur um
símenntun á háskólastigi væru stöðugt að
aukast og fjarnám væri ein af þeim aðferðum
sem hentaði símenntun vel. Höfundar telja
að háskólar verði að breyta skipulagi sínu til
að koma til móts við þessar kröfur. Hanna
(2000) telur að meginverkefni skóla séu að
gefa nemendum færi á að kynnast því sem
til þarf til að skapa þekkingu og færni sem
æskileg er fyrir líf í síbreytilegu þjóðfélagi en
einnig að ala með nemendum þau viðhorf að
nám sé ekki endanlegt ferli. Það er því ljóst að
margvíslegar áskoranir mæta þeim sem með
einum eða öðrum hætti koma að stjórnun og
stefnumótun náms og kennslu í háskólum.
Peters (2000) bendir á að þessi þróun
kalli á breytingar á uppbyggingu háskólans
sem stofnunar. Nauðsyn sé á nýrri nálgun
í háskólanámi sem byggjast þurfi á þremur
grunnþáttum, sjálfsnámi, rafrænu námi,
og félagslegum samskiptum. Menntun
á háskólastigi þurfi allt í senn að vera
nemendamiðuð, stuðla að virkni og taka mið af
framtíðinni. Peters bendir á að fjamám og nám
í rafrænu námsumhverfi hafi leitt af sér ýmsa
nýbreytni í námi. Þessa nýbreytni sé mikilvægt
að færa sér í nyt og þróa námið meira í átt til
sjálfsnáms. Eigi það að vera unnt álítur Peters
nauðsynlegt að snúa frá þvf sem hann nefnir
kennslumenningu yfir í námsmenningu.
Sé litið yfir fræðasviðið má segja að
í dag sé það orðin viðtekin fræðasýn að
notkun upplýsinga- og samskiptatækni geti
með margvíslegum hætti haft áhrif á gæði
náms og kennslu. Með notkun upplýsinga- og
samskiptatækni opnast margar nýjar leiðir.
Kennslustofan og þau samskipti sem þar eiga
sér stað eru ekki lengur háð stað og stund.
Með því að nýta bæði mannlegarog tæknilegar
auðlindir má skapa virkt námssamfélag
þar sem allir þátttakendur hafa mikilvægu
hlutverki að gegna í námsferlinu. Um leið
og þróun slíks námssamfélags getur verið
árangursrík leið til að gera nemendur virkari í
eigin þekkingaruppbyggingu stuðlar það ekki
síður að góðum undirbúningi nemenda undir
líf og starf í flóknu samfélagi.
Könnunin sem hér verður fjallað um er
hluti af rannsóknarverkefninu NámUST
sem samanstendur af rannsóknum á notkun
upplýsinga- og samskiptatækni í námi og
kennslu frá leikskólastigi til háskólastigs.
Að verkefninu koma Kennaraháskóli íslands
(KHÍ), Háskólinn á Akureyri (HA) og
Háskólinn í Reykjavík (HR). Verkefnið hófst
haustið 2002 og er því stýrt af Rannsóknar-
stofnun KHI (sjá nánar http://namust.khi.
is). NámUST verkefnið hefur hlotið styrk frá
RANNIS til þriggja ára. Greinarhöfundar taka
þátt í þeim hluta verkefnisins sem beinir athygli
að notkun upplýsinga- og samskiptatækni í
námi og kennslu á háskólastigi en að auki
tekur Asrún þátt í þeim hluta sem beinist að
framhaldsskólastiginu (M. Allyson Macdonald,
Anna Ólafsdóttir, Ásrún Matthíasdóttir, Kristín
Guðmundsdóttir, Manfred Lemke, Sólveig
Jakobsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, 2002). Þess
skal getið að Anna Ólafsdóttir, annar höfundar
þessarar greinar, hefur unnið matsskýrslu um
notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi
og kennslu í Háskólanum á Akureyri. í skýrsl-
unni er að hluta til stuðst við niðurstöður
ofangreindrar könnunar meðal nemenda og
kennara í HA. Matsskýrslan var M.Ed. verkefni
höfundar (Anna Ólafsdóttir. 2003). Hér á eftir
verður greint frá framkvæmd og helstu niður-
stöðum könnunarinnar sem lögð var fyrir í
ofangreindum þremur háskólum og beindist að
notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi
og kennslu.
Aðferð
Könnun á notkun upplýsinga- og samskipta-
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004