Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 199
197
tækni í háskólunum þrernur var tvískipt.
Annars vegar var um að ræða könnun meðal
háskólanema og hins vegar háskólakennara.
Könnun meðal háskólanema hafði það
markmið að reyna að kortleggja sem best
tíðni notkunar upplýsinga- og samskiptatækni í
námi, til hvers hún væri notuð og hvemig hinar
ýmsu kennslu- og námsmatsaðferðir hentuðu
nemendum. Einnig voru könnuð viðhorf
nemenda til notkunar upplýsingatækni í námi
og leitað svara við því hverja nemendur teldu
helstu kosti og ókosti notkunar upplýsinga-
og samskiptatækni í nárni. Þá var spurt um
reynslu og viðhorf til fjamáms (KHÍ og HA)
og háskólanáms með vinnu (HMV í HR).
Könnun meðal kennara hafði að meginhluta
sömu markmið, þ.e. að fá sem skýrasta mynd
af notkun upplýsinga- og samskiptatækni. Má
þar nefna tfðni notkunar, hvernig upplýsinga-
og samskiptatækni væri notuð við undirbúning
kennslu og hvernig hún væri notuð í kennslunni
sjálfri. Kannað var hversu stórt hlutverk
upplýsinga- og samskiptatækni léki þegar kæmi
að vali á námsefni. Einnig var kannað hvaða
námsmatsaðferðir væru mest notaðar og hver
viðhorf kennara væru til þátta er snerta notkun
upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu. Að
auki var spurt um kosti og ókosti þess að nota
upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu.
Akveðið var að nýta Netið til gagnasöfnunar
í þessari rannsókn og var markmiðið bæði
að nýta þessa þægilegu, ódýru og fljótvirku
aðferð við að afla gagna en einnig að öðlast
reynslu í að nota Netið með þessunt hætti.
Spurningalistar vom hannaðir og sendir út á
netföng þátttakenda gegnum vefkönnunarkerfið
Outcome (sjá nánar www.outcome.is. Þegar
könnunum var lokað í byrjun janúar 2003 kom
í ljós að 2040 (46%) nemendur höfðu svarað.
Svörun við kennarakönnun var hlutfallslega
betri en þar svöruðu 187 (59%) í skólunum
þremur könnuninni; þar af konur 49% og karlar
51%.
Það kom höfundum nokkuð á óvart hversu
lágt svarhlutfallið var í nemendakönnuninni og
erfitt er að fullyrða um ástæður þess. Hér má
þó nefna að hugsanlega fengu nemendur ekki,
eða lásu ekki, tölvupóstinn sem sendur var til
að óska eftir þátttöku þeirra í könnuninni. Það
kom einnig í ljós þegar rætt var við nokkra
kennara um notkun tölvupósts f námskeiðum að
nemendur sem vinna í WebCT kennslukerfinu
nýta sumir hverjir eingöngu innbyggt póstkerfi
WebCT jafnvel þó þeim sé einnig úthlutað
netfangi frá skólanum. Það getur einnig hafa
fælt frá að spurningalistinn var nokkuð langur
og nemendur líklega óvanir á þeim tíma að
svara spurningum á þessu formi. Einnig má
vera að nemendur hafi einfaldlega ekki haft
áhuga á að taka þátt.
Af þeim nemendum sem svöruðu voru
konur 1534 (75%) og karlar499 (25%). Tæpur
helmingur (47%) svarenda var á aldrinum 20
- 29 ára, 30% voru á aldrinum 30 - 39 ára en
23% voru 40 ára eða eldri. Flestir kennarar
voru á aldrinum 31-60 ára (82%), þar af flestir
í aldurshópnum 41-50 ára (34%) en 11% voru
30 ára eða yngri.
Eins og áður er getið hönnuðu greinar-
höfundar sérstakan spurningalista fyrir
þessa rannsókn en við hönnunina voru eldri
spurningalistar hafðir til hliðsjónar (Asrún
Matthíasdóttir, 1999; Ásrún Matthíasdóttir,
Auður Kristinsdóttir, Allyson Macdonald,
2001; Anna Ólafsdóttir, 2003). Þátttökuskólar
í könnuninni voru Háskólinn á Akureyri (HA),
Háskólinn í Reykjavík (HR) og Kennara-
háskóli Islands (KHÍ) og voru þeir valdir vegna
þátttöku þeirra í NámUST verkefninu. Leitað
var eftir samstarfi við stjórnendur skólanna og
veittu þeir leyfi fyrir aðgengi að netföngum
kennara og nemenda.
Spurningalistarnir skiptust í fjóra megin-
þætti:
1. almennar upplýsingar, þar sem spurt var
um aldur, skóla, menntunarbakgrunn
nemenda, starfsreynslu kennara o.fl.
2. almennar upplýsingar um aðgengi að tölvu,
veraldarvefnum o.fl.
3. upplýsingar um tíðni notkunar og viðhorf
til notkunarupplýsinga- og samskiptatækni
í kennslu og námi
L
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004