Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 208
206
Greina má nokkur skýr einkenni hvað varðar
notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi
og kennslu í skólunum þremur á þeim tíma sem
könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður benda til
að notkun upplýsinga- og samskiptatækni í
námi og kennslu í skólunum sem um ræðir hafi
verið orðin almenn meðal nemenda og kennara
og viðhorf til notkunar hennar á heildina
litið verið jákvæð. Þegar notkun forrita, sem
ekki tengjast notkun Netsins sérstaklega, var
skoðuð, kom í ljós að meðal nemenda var
notkun ritvinnslu útbreiddust en töflureiknir og
glærugerðarforrit komu þar á eftir, en voru þó
mun minna notuð. Önnur forrit voru takmarkað
notuð og hátt hlutfall nemenda notaði þau
aldrei. Glærugerðarforrit var einkennandi fyrir
forritanotkun kennara þegar þeir undirbjuggu
kennslu og glærusýningar voru einkennandi
í kennslunni sjálfri.Getur þar bæði verið um
að ræða glærusýningar þar sem tölva með
skjávarpa er notuð en einnig glærur þar sem
myndvarpi er notaður. Ritvinnsluforrit var það
sem næst komst glærugerðarforriti.
Ekki verður um það deilt að ritvinnsla,
töflureiknir og glærugerðarforrit hafa hvað
mesta útbreiðslu í tölvunotkun almennt, ef
miðað er við hugbúnað sem ekki þarfnast
tengingar við Netið. Því komu þessar
niðurstöður ekki á óvart. Áhugaverðara er
kannski frekar að skoða hvaða hugbúnaður
var lítið nýttur af nemendum og kennurum
og hvort það gefi einhverjar vísbendingar um
þróun í notkun upplýsinga- og samskiptatækni
í námi og kennslu. I þessu sambandi er fyrst að
nefna að vefsíðugerðar- og myndvinnsluforrit
voru aldrei notuð af stórum hluta nemenda og
kennara. Færa má rök fyrir því að þessi forrit
bjóði upp á fjölbreytilega möguleika fyrir
kennara og nemendur, t.d. í heimasíðugerð,
námsefnisgerð á vef og verkefnavinnu.
Niðurstöður könnunar á notkun Netsins
og hugbúnaðar sem því tengist varpa ljósi
á ýmislegt sem tengist aðferðum í námi og
kennslu og eðli samskipta milli nemenda og
kennara. Nemendur virtust almennt nýta sér
Netið til upplýsingaleitar og efnisöflunar í
námi en niðurstöður benda til að kennarar
hafi lítið verið famir að nýta slíkt efni með
beinum hætti í kennslunni. Til marks um
það notaði t.d. meira en helmingur kennara
krækjusöfn sjaldan eða aldrei sem námsefni
fyrir nemendur sína. Ekki er hægt að fullyrða
út frá niðurstöðum könnunar að kennarar hafi
ekki nýtt Netið til að afla efnis vegna kennsl-
unnar. Hér er einungis vísað til þess hvort
kennarar leggi slíkt efni fram með skipulegum
hætti fyrir nemendur, t.d. í formi krækjusafna.
Varpa má fram í þessu tilliti þeirri spurningu
hvort nemendur verði af ákveðinni hvatningu
til að dýpka þekkingu sína á fræðunum ef slíkt
er ekki nýtt.
Vefkennslukerfi (t.d. WebCT eða innranet
skóla) vom almennt mikið notuð í námi og
kennslu þó mest til miðlunar námsefnis og var
notkun Netsins tíðust í þessum tilgangi auk
tölvusamskipta í tölvupósti. Þessar niðurstöður
komu ekki á óvart. Collis og van der Wende
(2002) hafa bent á að notkun glærugerðarforrita,
tölvupósts og vefsins, sérstaklega vefkennslu-
kerfa, hafi leitt til ákveðinnar þróunar í miðlun
námsefnis. Þróun felist fyrst og fremst í meiri
skilvirkni í skólastarfinu en tæknin hafi ekki
breytt aðferðum í námi og kennslu.
Ljóst er, að tölvupóstur er mikið notaður í
námi og niðurstöður sýndu að nemendur notuðu
hann mest til samskipta við samnemendur en
einnig töluvert til verkefnaskila og fyrirspurna
til kennara. Nemendur notuðu einnig spjall á
Netinu í talsverðum mæli en niðurstöður benda
til að spjall á Netinu hafi, þegar könnunin fór
fram, lítið verið notað sem samskiptamiðill
milli nemenda og kennara. Gunn og Barnett
(2001) fjalla um reynslu sína af notkun spjalls á
Netinu í kennslu. Þau benda á þann meginkost
hversu öflugt það sé sem miðill til að byggja
upp bekkjarmenningu (e. class cultare) og
koma í veg fyrir einangrunartilfinningu meðal
nemenda sem stunda nám á Netinu.
Niðurstöður könnunar á reynslu nemenda
af hinum ýmsu kennsluaðferðum leiddu í Ijós
að fyrirlestrar með glærum skipuðu þar stóran
sess og töldu nær níu af hverjum tíu nemendum
fyrirlestra henta mjög vel eða vel sem kennslu-
aðferð. Glærusýningar voru einnig rikjandi
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004