Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 212

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 212
210 hléi á milli. Leikskólar skipta börnunum hins vegar oft í aldursblandaða hópa og dagurinn er skipulagður eftir viðfangsefnum. Samkvæmt núgildandi lögum um leikskóla og grunnskóla eru meginmarkmið þessara stofnana að verulegu leyti sambærileg. Báðar stofnanir skulu stefna að því að búa börn undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, stuðla að umburðarlyndi og víðsýni, efla kristilegt siðgæði, sjálfstæði og samvinnu. Jafnframt að efla alhliða þroska barnanna og vinna með þeim í samræmi við eðli þeirra og þarfir. Einnig er lögð áhersla á samvinnu við heimilin og önnur skólastig. Lögin eru hins vegar ólík að því leyti að lög grunnskólans leggja áherslu á þekkingu, fæmi og mat, en lögin um leikskóla á umönnun, hollt uppeldisumhverfi og leik (Lög um grunnskóla, 1995 ; Lög um leikskóla, 1994). Almenn markmið sem sett eru fram í aðalnámskrám skólastiganna eru einnig sambærileg, hins vegar eru ólíkar áherslur þegar kemur að útfærslum og starfsháttum. I samræmi við lögin eru megináherslur aðalnámskrár leikskóla á leik, skapandi starf, lífsleikni, daglegar venjur og námssvið. Aðalnámskrá gmnnskóla leggur á hinn bóginn megináherslu á kennslu ólíkra námsgreina (Menntamálaráðuneytið, 1999a, 1999b). Rannsóknir í íslenskum leikskólum og í fyrsta bekk grunnskóla staðfesta þessa ólíku starfshætti og áherslur. Leikur og samskipti eru í brennidepli í leikskólanum, en námsgreinar og kennsluaðferðir skipta mestu máli í grunnskólanum (Jóhanna Einarsdóttir, 2001. 2003a, 2003b; Rannveig A. Jóhannsdóttir, 1997). íslensk leikskólabörn virðast einnig vera meðvituð um þennan mun og taka hann sem gefinn (Jóhanna Einarsdóttir, 2003). I aðalnámskrám leikskóla og grunnskóla er lögð áhersla á að leikskólar og gmnnskólar efli tengsl og samvinnu sín á milli. Erlendar rannsóknir benda einnig til þess að mikilvægt sé fyrir velferð og menntun barna að um samfellu sé að ræða í lífi þeirra og námi. Komið hefur í ljós að börn sem á einhvern hátt eiga í erfiðleikum með að flytjast frá leikskóla til grunnskóla og með félagslega, hegðunarlega eða námslega aðlögun að grunnskólanum séu líklegri til að eiga áfram við þessa erfiðleika að stríða á skólagöngu sinni (Early, Pianta og Cox, 1999; Entvvisle og Alexander, 1998; Kagan og Neuman, 1998; Ladd og Price, 1987; Love, Logue, Trudeau og Thayer, 1992; Margetts, 2002). Lítið er vitað um hvort eða hvernig leikskólar og grunnskólar landsins vinna að því að efla samvinnu um flutning bama milli skólastiganna. Tilgangur rannsóknarinnnar er að fá upplýsingar um þær leiðir sem grunnskólakennarar og leikskólakennarar fara til að tengja skólastigin, þær aðferðir sem þeir telja æskilegt að nota og þær hindranir sem standa í vegi fyrir notkun þeirra. Jafnframt að kanna hugmyndir kennaranna um stöðu bama við upphaf grunnskólagöngunnar og greina hvort munur er á viðhorfum leikskólakennara og grunnskólakennara. Rannsóknin hefur hagnýtt gildi fyrir mótun stefnu um samvinnu skólastiganna og þróun aðferða við að tengja þau. Niðurstöður hennar hafa einnig gildi fyrir þróun og uppbyggingu í menntun þessara starfsstétta. Frá leikskóla til grunnskóla Þau tímamót þegar börn hætta í leikskóla og hefja grunnskólagöngu hafa verið talin mikilvægur áfangi í lífi þeirra. Þama greinir fræðimenn samt sem áður nokkuð á. Sumir líta svo á að þetta sé áskorun fyrir börnin og að þegar vel gangi iæri þau og þroskist og öðlist reynslu sem veitir þeim þanþol (resilience) í framtíðinni. Aðrir leggja hins vegar áherslu á samfellu í lífi og menntun barna (Broström og Wagner, 2003; Dunlop og Fabian, 2002). Þrátt fyrir mismunandi skilgreiningar og viðhorf, hafa viðfangsefni og starfshættir sem stuðla að tengslum þessara skólastiga verið viðurkennd (Kagan og Neuman, 1998). Sumir leggja fyrst og fremst áherslu á viðfangsefni eða úrræði undir Iok leikskóladvalarinnar, t.d. skriflegar skýrslur um stöðu barnanna sem fylgja þeim í grunnskólann eða heimsóknir þeirra í grunnskólann. Aðrir hafa hins Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.